ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech kynnir jákvæða niðurstöðu rannsóknar á sjúklingum sem sýnir sömu klínísku virkni líftæknilyfjahliðstæðunnar AVT05 og Simponi® (golimumab)

Alvotech kynnir jákvæða niðurstöðu rannsóknar á sjúklingum sem sýnir sömu klínísku virkni líftæknilyfjahliðstæðunnar AVT05 og Simponi® (golimumab)

  • Meginendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur, þegar borin var saman klínísk virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT05 og Simponi (golimumab) í sjúklingum með meðallagi alvarlega eða alvarlega liðagigt
  • Alvotech er fyrsta fyrirtækið sem birt hefur jákvæðar niðurstöður úr klínískri rannsókn á sjúklingum sem ber saman líftæknilyfjahliðstæðu og Simponi eða Simponi Aria 

Alvotech (NASDAQ: ALVO) kynnti í dag jákvæða niðurstöðu klínískrar rannsóknar á AVT05, fyrirhugaðri  líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur. Alvotech er fyrsta fyrirtækið sem kynnir jákvæðar niðurstöður klíniskrar rannsóknar þar sem borin er saman virkni líftæknilyfjahliðstæðu og Simponi eða Simponi Aria. Alvotech er eitt af tveimur fyrirtækjum sem vitað er að hafi hafið slíka klíníska rannsókn.  

„Við fögnum þessum nýja áfanga í klínískri þróun,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Umsóknir um markaðsleyfi fyrir AVT05 á stórum alþjóðlegum mörkuðum verða lagðar inn síðar á árinu. Þetta staðfestir mikilvægi fullkominnar aðstöðu og sérhæfingar í þróun og framleiðslu, sem gerir okkur kleift að breikka sífellt úrval líftæknilyfjahliðstæða.“

AVT05 er fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Golimumab er einstofna mótefni sem hamlar frumuboðefninu tumor necrosis factor alpha (TNF alpha). Aukið magn TNF alpha er talið geta verið orsakaþáttur í þrálátum bólgusjúkdómum, svo sem liðagigt, sóraliðagigt og hrygggigt.  Tekjur af sölu Simponi og Simponi Aria á síðasta ári námu rúmlega 450 milljörðum króna, samkvæmt gögnum Evaluate Pharma.

Rannsóknin (AVT05-GL-C01) er tvíblinduð, slembiröðuð meðferðarprófun, til að staðfesta sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT05 og Simponi í sjúklingum með meðallagi alvarlega eða alvarlega liðagigt. Meginendapunktur hennar ber saman virkni AVT05 og Simponi á 16. viku, út frá breytingu frá grunnmælingu samkvæmt stöðluðu prófi sem metur alvarleika liðagigtar með klínískum athugunum og mælingum. Hann var uppfylltur og sýna niðurstöðurnar fram á sambærilega klíníska virkni AVT05 og Simponi. Þá greindist enginn klínískt markverður munur á öryggi eftir 24. viku.

Í nóvember sl. kynnti Alvotech jákvæðar niðurstöður úr rannsókn á lyfjahvörfum AVT05, þar sem borin voru saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleiki AVT05 og Simponi, annarsvegar framleitt fyrir Evrópumarkað og hinsvegar fyrir Bandaríkjamarkað. Þátttakendur voru 336 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Meginendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður- Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Notkun vörumerkja

Simponi og Simponi Aria eru skráð vörumerki Johnson & Johnson.

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður



EN
24/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Participation at BofA Securities Healthcare Confere...

Alvotech Announces Participation at BofA Securities Healthcare Conference 2024 Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that members of management would be participating in the upcoming BofA Securities Healthcare Conference 2024, which will be held on May 14-15, 2024 in Las Vegas, NV. Members of Alvotech’s management team will be attending the conference and hosting one-on-one meetings with investors. About AlvotechAlvotech is a biotech company, founded by Robert Wessma...

 PRESS RELEASE

Alvotech tekur þátt í heilbrigðisráðstefnu BofA Securities í Bandaríkj...

Alvotech tekur þátt í heilbrigðisráðstefnu BofA Securities í Bandaríkjunum Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að félagið taki þátt í árlegri heilbrigðisráðstefnu BofA Securities, sem haldin verður dagana 14. – 15. maí í Las Vegas, Nevadafylki Bandaríkjanna. Fulltrúar úr framkvæmdastjórn Alvotech munu taka þátt í ráðstefnunni og funda með fjárfestum. Um AlvotechAlvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðs...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Participation at BofA Securities Healthcare Confere...

Alvotech Announces Participation at BofA Securities Healthcare Conference 2024 REYKJAVIK, Iceland, May 02, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that members of management would be participating in the upcoming BofA Securities Healthcare Conference 2024, which will be held on May 14-15, 2024 in Las Vegas, NV. Members of Alvotech’s management team will be attending the conference and hosting one-on-one meetings with investors. About Alvotech...

 PRESS RELEASE

U.S. Commercialization Agreement with Quallent to Drive Patient Saving...

U.S. Commercialization Agreement with Quallent to Drive Patient Savings with First High-Concentration Citrate-Free Interchangeable Biosimilar to Humira® (adalimumab) Alvotech will manufacture its high-concentration interchangeable biosimilar to Humira® (adalimumab) for Quallent Pharmaceuticals The strategic agreement is in alignment with Alvotech’s U.S. commercialization agreement with Teva PharmaceuticalsThe high-concentration interchangeable biosimilar to Humira® manufactured by Alvotech will be distributed under Quallent’s private-label  REYKJAVIK, ICELAND, PARSIPPANY, N.J., and TEL A...

 PRESS RELEASE

Alvotech semur við Quallent Pharmaceuticals um markaðssetningu á hliðs...

Alvotech semur við Quallent Pharmaceuticals um markaðssetningu á hliðstæðu við Humira í Bandaríkjunum Alvotech mun framleiða líftæknilyfjahliðstæðu sína í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) fyrir Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að nýgerður samningur í Bandaríkjunum um dreifingu og sölu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) sé við Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna. Samningurinn er gerður með samþykki Teva Pharmaceuticals, sem er samstarfsaðili Alvotech í Ban...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch