ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Teva og Alvotech auka við samstarf sitt um þróun, framleiðslu og markaðssetningu

Teva og Alvotech auka við samstarf sitt um þróun, framleiðslu og markaðssetningu

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Teva Pharmaceuticals, bandarískt dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (NYSE og TASE: TEVA) tilkynntu í dag um aukið samstarf á sviði þróunar, framleiðslu og markaðssetningar á líftæknilyfjahliðstæðum. Jafnframt hefur Teva ákveðið að fjárfesta í víkjandi skuldabréfum Alvotech með breytirétti í hlutabréf.

Samstarfsaðilarnir halda áfram að vinna náið að því að tryggja markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir AVT02, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira® í háum styrk (adalimumab). Núverandi samstarf félaganna nær einnig til fjögurra annarra líftæknilyfjahliðstæða. Þar á meðal er AVT04, fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Umsókn um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir AVT04 liggur nú fyrir Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) til samþykktar.

Samkomulag félaganna um aukið samstarf nær til tveggja nýrra líftæknilyfjahliðstæða auk nýrra lyfjaforma af tveimur fyrirhuguðum líftæknilyfjahliðstæðum sem voru hluti af gildandi samstarfssamningi. Lyfin verða þróuð og framleidd af Alvotech, en Teva sér um markaðssetningu og sölu í Bandaríkjunum. Samkomulagið tryggir Alvotech áfangagreiðslur, sem eiga að greiðast þegar markaðsleyfi lyfs liggur fyrir og þegar ákveðnum tekjumarkmiðum er náð fyrir hvert lyf. Þá deila félögin hagnaði af sölu lyfjanna.

Samkomulagið felur einnig í sér aukna þátttöku Teva í undirbúningi fyrir væntanlega úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech, og er starfsfólk Teva til staðar til að veita ráðgjöf varðandi gæðaeftirlit og framleiðslu.

Teva hefur ákveðið að fjárfesta í víkjandi skuldabréfum Alvotech með breytirétti í hlutabréf, að andvirði 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi gengi (40 milljónir Bandaríkjadollara). Fjárfesting Teva verður nýtt af Alvotech til áframhaldandi lyfjaþróunar.

„Við fögnum þessu aukna samstarfi félaganna,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Við vinnum markvisst að undirbúningi til að tryggja farsæla niðurstöðu úr úttekt FDA og erum að klára að leysa úr öllum athugasemdum sem fram komu frá eftirlitinu. Markmiðiðið er að koma líftæknilyfjahliðstæðum okkar sem fyrst í hendur sjúklinga í Bandaríkjunum.“

„Markmið Teva er að vera leiðandi á markaði fyrir líftæknilyfjahliðstæður og við leggjum sem fyrr áherslu á samstarfið við Alvotech,“ sagði Sven Dethlefs, framkvæmdastjóri viðskipta fyrir Teva í Norður-Ameríku. „Við erum bjartsýn á horfur fyrir nýju lyfin í samstarfinu og að þróun AVT02 og AVT04 muni skila góðum árangri.“

Um AVT02

AVT02 er einstofna mótefni og hefur þegar hlotið markaðsleyfi sem líftæknilyfjahliðstæða við Humira® (adalimumab) í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, á Íslandi, í Noregi, Liechtenstein, Bretlandi, Sviss, Kanada, Ástralíu og Sádi-Arabíu. Lyfið er komið á markað í sextán Evrópuríkjum og í Kanada. Umsóknir um markaðsleyfi eru til umsagnar í mörgum löndum.

Um AVT04 (ustekinumab)

AVT04 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma. AVT04 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði. Þá liggur niðurstaða eftirlitsaðila ekki fyrir um notkun lyfsins sem líftæknilyfjahliðstæðu.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
24/07/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xol...

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xolair® (omalizumab), Accepted by the European Medicines Agency LONDON, UK and REYKJAVIK, ICELAND (OCTOBER 6, 2025) — Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe and Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Medicines Agency (EMA) has accepted a Marketing...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fy...

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrirhugaða hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Xolair REYKJAVÍK OG LONDON, BRETLANDI (6. OKTÓBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefði tekið til umsagnar umsókn samstarfsaðila félagsins Advanz Pharma um markaðsleyfi fyrir AVT23, fyrirhugaða hliðstæðu við líftæknilyfið Xolair, sem inniheldur virka efnið omalizumab. „Ákvörðun Lyfjastofnunar Evrópu að taka til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT23 er mikilvægt skref að auknu aðgengi sjúklinga í Evrópu að hagstæðum h...

 PRESS RELEASE

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xol...

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xolair® (omalizumab), Accepted by the European Medicines Agency LONDON and REYKJAVIK, Iceland, Oct. 06, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe and Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Medicines Agency (EMA) has accepte...

 PRESS RELEASE

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, A...

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, Alvotech’s Proposed Biosimilar to Simponi® (golimumab) with Advanz Pharma as Commercialization Partner REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (September 22, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the European Med...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fy...

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fyrirhugaðri hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi (golimumab) Mannalyfjanefnd (CHMP) Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) hefur mælt með því að heimila markaðssetningu AVT05, sem er fyrirhuguð hliðstæða líftæknilyfsins Simponi (golimumab), sem þróuð var af Alvotech. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir í kjölfar jákvæðrar umsagnar CHMP leyfi til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu. Var þetta tilkynnt í dag af Alvotech og samstarfsaðila þess um markaðssetningu Gobivaz, Advanz Pharma, alþjóðlegu lyfjafyrirtæki með...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch