HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. janúar 2023

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. janúar 2023

Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 19. janúar 2023. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 5 mánaða flokki HAGA230622.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Ekki er um almennt útboð að ræða, og er þátttaka í útboðinu aðeins heimil aðilum sem teljast hæfir fjárfestar og hafa verið flokkaðir sem fagfjárfestar skv. 13. tl. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021 eða teljast viðurkenndir gagnaðilar. Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu víxlaflokksins og töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins: 

Skila skal inn tilboðum á netfangið fyrir klukkan 17:00 fimmtudaginn 19. janúar 2023. Uppgjör viðskipta fer fram fimmtudaginn 26. janúar 2023.

Nánari upplýsingar veita:

Matei Manolescu, Fossar fjárfestingabanki hf., , s: 522 4000.

Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingabanki hf.

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga,



EN
13/01/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Breyting á viðskiptavakt

Hagar hf.: Breyting á viðskiptavakt Hagar hf. og Arion banki hf. hafa gert með sér samning um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Samningi Haga hf. um viðskiptavakt við Kviku banka hf. hefur samhliða verið sagt upp. Arion banki skuldbindur sig til að leggja fram, á hverjum viðskiptadegi Kauphallarinnar, bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, bæði áður en aðalmarkaður opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað. Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 200.000 hlutir í félaginu á gengi sem Arion banki...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: – Information on the publication of Q2 2025/26 results

Hagar hf.: – Information on the publication of Q2 2025/26 results Hagar hf. will publish its financial results for Q2 2025/26, covering the period 1 June to 31 August 2025, after market close on Thursday, 16 October 2025. A presentation meeting for investors and market participants will be held at Nauthóll, Nauthólsvegur 106, Reykjavík, on Friday, 17 October 2025, at 8:30 a.m. At the meeting, Finnur Oddsson, CEO, and Guðrún Eva Gunnarsdóttir, CFO, will present the company’s operations and financial performance and answer questions. The meeting will also be live-streamed, and registration...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 2025/26

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 2025/26 Hagar hf. birta uppgjör 2. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. júní til 31. ágúst 2025, eftir lokun markaða, fimmtudaginn 16. október nk. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík, föstudaginn 17. október kl. 08:30. Þar munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður auk þess streymt og er skráning á streymið hér: . Kynningargögn ver...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Uppfærð afkomuspá fyrir rekstrarárið 2025/26

Hagar hf.: Uppfærð afkomuspá fyrir rekstrarárið 2025/26 Uppgjör annars ársfjórðungs Haga hf., þ.e. tímabilið 1. júní til 31. ágúst 2025, verður birt þann 16. október nk. Samkvæmt drögum að uppgjörinu verður EBITDA afkoma félagsins umfram áætlanir en gert er ráð fyrir að EBITDA afkoma á öðrum ársfjórðungi verði á bilinu 5.450-5.550 millj. kr. Sterka afkomu á öðrum ársfjórðungi má einkum rekja til þriggja þátta. Rekstur Olís hefur verið vel umfram áætlanir, m.a. vegna góðs árangurs í eldsneytishluta félagsins, mikillar þurrvörusölu og hagræðingar í rekstri þjónustustöðva. Á sama tíma hefur r...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun (vika 37) og lok endurkaupaáætlunar Í viku 37 keyptu Hagar hf. 849.806 eigin hluti að kaupverði kr. 89.964.936 eins og hér segir:       DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti09/09/202510:50229.000106,00024.274.00013.177.36710/09/202511:24229.000105,00024.045.00013.406.36711/09/202509:43229.000106,50024.388.50013.635.36712/09/202511:14162.806106,00017.257.43613.798.173  849.806105,86589.964.93613.798.173 Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsins á eigin...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch