KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Bráðabirgðatölur - 1. ársfjórðungur 2020

Kvika banki hf.: Bráðabirgðatölur - 1. ársfjórðungur 2020

Í samræmi við það sem kynnt var á aðalfundi félagsins þann 26. mars síðastliðinn hefur stjórn bankans ákveðið að birta bráðabirgðatölur úr uppgjöri bankans fyrir 1. ársfjórðungs 2020 sem kynntar voru á stjórnarfundi í dag þann 21. apríl.

Helstu atriði úr bráðabirgðauppgjöri 1. ársfjórðungs 2020

  • Áætlaður hagnaður fyrir skatta á fjórðungnum var 446 milljónir króna
  • Áætlað eiginfjárhlutfall var 24,2%
  • Lausafjárþekja (LCR) var 275%
  • Áætlaðar heildareignir námu 117,1 milljörðum króna
  • Handbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 48,1 milljörðum króna
  • Útlán til viðskiptavina námu 30,9 milljörðum króna

Hagnaður fyrir skatta 446 milljónir króna

Hagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 er áætlaður 446 milljónir króna sem er lítillega yfir áætlun tímabilsins.

Lausafjárhlutfall var 275% í lok mars samanborið við 246% í lok árs 2019 og var langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmarksþekju. Áætlað eiginfjárhlutfall í lok mars var 24,2% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og var vel umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.

Útlán til viðskiptavina voru um 26,4% af efnahag bankans og námu 30,9 milljörðum í lok mars. Líkur eru á að COVID-19 faraldurinn muni leiða til greiðsluerfiðleika hjá einhverjum lántökum. Gæði útlánasafns eru m.a. metin samkvæmt IFRS 9 uppgjörsstaðlinum og gefur til kynna þrepaskipt gæði útlána. Í lok mars voru 13,8% af útlánum í þrepi 2 og þrepi 3 sem er aukning frá 31.12.2019 eins og sjá má í neðangreindri töflu.

                                                                       31.3.2020                   31.12.2019

Þrep 1                                                            77,4%                         81,3%

Þrep 2                                                            12,0%                         10,0%

Þrep 3                                                           1,8%                           1,0%

Gangvirði í gegnum rekstur                       8,8%                           7,7%

Gjaldfærð virðisrýrnun útlána og neikvæðar gangvirðisbreytingar á útlánasafni eru áætlaðar 165 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en það er rúmlega tvöföld gjaldfærsla tímabilsins í fjárhagsáætlun.

Árshlutareikningur Kviku banka hf. fyrir fyrsta ársfjórðung verður birtur þann 14. maí 2020. Gildandi afkomuspá var samþykkt og birt í janúar sl. Ákveðið hefur verið að endurmeta helstu  forsendur spárinnar, þar með talið áætlaða stækkun lánabókar. Greint verður frá niðurstöðu endurmats á afkomuspá samhliða birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung.

EN
21/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026 Kvika banki hf. plans to publish its interim and annual financial statements and host its Annual General Meeting in 2026 according to the below financial calendar: DateEvent11.02.2026Fourth quarter and year-end results 202518.03.2026Annual General Meeting12.05.2026First quarter results 202612.08.2026Second quarter results 202604.11.2026Third quarter results 202610.02.2027Fourth quarter and year-end results 2026 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. Further information please ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Kvika banki hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum árið 2026: DagsetningViðburður11.02.2026Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2025/Ársuppgjör 202518.03.2026Aðalfundur12.05.2026Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 202612.08.2026Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 202604.11.2026Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 202610.02.2027Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2026/Ársuppgjör 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. N...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 No...

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 November The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the third quarter and first nine months of 2025 at a board meeting on Wednesday 5 November. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 6 November, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch