Nova Klúbburinn hf.: Breyting á áður birtri tillögu tilnefningarnefndar – Óskað eftir framboðum til stjórnar
Breyting verður frá áður birtri tillögu tilnefningarnefndar um skipan stjórnar í Nova Klúbbnum á komandi aðalfundi 27. mars. Lögð verður fram uppfærð tillaga fyrir fundinn í ljósi þess að einn af núverandi stjórnarmönnum hyggst ekki gefa kost á sér.
Magnús Árnason, sem var fyrst kjörinn í stjórn Nova Klúbbsins árið 2023 og var á meðal þeirra sem hlutu meðmæli tilnefningarnefndar til áframhaldandi setu í stjórn félagsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í stjórnina á komandi aðalfundi.
Af þessum sökum óskar tilnefningarnefnd félagsins nú öðru sinni eftir framboðum í stjórn félagsins, en tilnefningarnefnd mun fara yfir þau framboð sem berast og velja úr þeim frambjóðendur sem nefndin álítur hæfa til setu í stjórn félagsins. Við val á frambjóðendum mun nefndin m.a. horfa til reynslu á eftirfarandi sviðum:
Fjarskipti
Tækni
Markaðsmál
Nýsköpun
Stjórnarhættir
Tillaga nefndarinnar er aðeins ráðgefandi en bindur hluthafa ekki þegar til stjórnarkjörs kemur.
Framboðum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu framboðs og rökstuðningur um færni til að gegna starfinu. Farið verður með öll framboð sem berast tilnefningarnefnd sem trúnaðarmál og listi yfir frambjóðendur verður ekki birtur.
Frestur til að skila inn framboðum til umfjöllunar tilnefningarnefndar er til og með sunnudeginum 16. mars nk. Nefndin áskilur sér þó rétt, eftir atvikum, til að fjalla um framboð sem berast síðar.
Hægt er að nálgast framboðseyðublað á fjárfestasíðu félagsins, sjá , og framboðum skal skilað á netfangið
Almennum framboðsfresti til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir aðalfund, eða kl. 16:00, þann 22. mars 2025. Í framboði til umfjöllunar tilnefningarnefndar felst ekki endanlegt framboð til stjórnar. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar þannig ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar innan formlegs framboðsfrests.
Breytt tillaga tilnefningarnefndar um skipan stjórnar verður birt viku fyrir aðalfund, þann 20. mars, með endanlegum tillögum stjórnar til fundarins.
Magnús Árnason: „Eftir rúm 8 ár, fyrst í framkvæmdastjórn Nova og svo undanfarin ár sem stjórnarmaður, er mér efst í huga þakklæti gagnvart því trausti sem mér hefur verið sýnt. Ég horfi til nýrra verkefna með mikilli tilhlökkun á sama tíma og ég held áfram að fylgja félaginu sem hluthafi.“
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova: „Það verður spennandi að fá nýjan aðila í stjórn Nova en við þessi tímamót langar mig að þakka Magga fyrir frábært og gefandi samstarf, bæði sem starfsmaður og stjórnarmaður í Nova liðinu. Hann hefur skorað á okkur, gert okkur betri og óskum við honum góðs gengis í spennandi nýrri vegferð.“
Nánari upplýsingar vegna framboða til umfjöllunar tilnefningarnefndar veitir Thelma Kristín Kvaran, formaður tilnefningarnefndar Nova, á
