REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Hluthafafundur Regins hf. verður haldinn 29. maí 2024

Reginn hf.: Hluthafafundur Regins hf. verður haldinn 29. maí 2024

Stjórn Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á skrifstofu Regins að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. maí 2024 klukkan 15:30.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Tillaga um breytingu á nafni félagsins.
    1. Stjórn Regins hf. leggur til breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins þess efnis að félagið taki upp nýtt nafn sem verði Heimar hf.
  2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins.
    1. Stjórn Regins hf. leggur til að núgildandi heimild í 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins til handa stjórn til þess að hækka hlutafé til þess að efna uppgjör á valfrjálsu yfirtökutilboði í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf., sem samþykkt var á hluthafafundi 12. október sl., falli brott.
  3. Önnur mál, löglega fram borin.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu hluthafafundar á netfangið og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á hluthafafund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboðið með tilliti til gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en ein vika er til fundarins. Mikilvægt er að tillögur berist með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, en eigi síðar en 10 dögum fyrir hluthafafund, eða fyrir kl. 15:30 þann 19. maí 2024. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið .

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins.

Gögn vegna fundarins verða aðgengileg á skrifstofu félagsins og á vefsvæði tengdu hluthafafundi á heimasíðu félagsins, /fjarfestavefur, en endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar að minnsta kosti einni viku fyrir hluthafafund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundur félagsins verður án pappírsgagna.

Meðfylgjandi er fundarboð, tillögur og greinargerð stjórnar með nánari upplýsingum.

Stjórn Regins hf.

Viðhengi



EN
08/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: FME samþykkir afturköllun valfrjáls tilboðs í Eik fasteign...

Reginn hf.: FME samþykkir afturköllun valfrjáls tilboðs í Eik fasteignafélag hf. Vísað er til opinbers tilboðsyfirlits, dags. 10. júlí 2023, sbr. viðauka, dags. 14. september 2023, í tengslum við valfrjálst tilboð Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið“). Þá er vísað til tilkynningu Regins, dags. 29. apríl síðastliðinn, þess efnis að félagið hefði ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu sem var til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegs samruna Regins og Eikar og óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Hluthafafundur Regins hf. verður haldinn 29. maí 2024

Reginn hf.: Hluthafafundur Regins hf. verður haldinn 29. maí 2024 Stjórn Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á skrifstofu Regins að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. maí 2024 klukkan 15:30. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: Tillaga um breytingu á nafni félagsins. Stjórn Regins hf. leggur til breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins þess efnis að félagið taki upp nýtt nafn sem verði Heimar hf. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins. Stjórn Regins hf. leggur til að núgildandi heimild í 2. mgr. 4. gr. ...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Árshlutareikningur fyrstu þrjá mánuði ársins 2024

Reginn hf.: Árshlutareikningur fyrstu þrjá mánuði ársins 2024 Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2% Helstu atriði þriggja mánaða uppgjörs Rekstrartekjur voru 3,5 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins og leigutekjur hækka um 8,9% frá fyrra ári.EBITDA nam 2,4 ma.kr. og hækkar um 11,2%.Hagnaður var 3,9 ma.kr. en nam 1,2 ma.kr. á sama tímabili í fyrra.Fjárfestingaeignir voru bókfærðar á 188,9 ma.kr.Matsbreyting fjárfestingaeigna nam um 5,2 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins sem skýrist af hækkun verðlags og lækkun áhættulausra vaxta.Handbært fé frá ...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2024

Reginn hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2024 Reginn mun birta samþykkt uppgjör fyrir tímabilið 1.1.- 31.3.2024, eftir lokun markaða miðvikudaginn 8. maí 2024. Af því tilefni býður Reginn hf. til rafræns kynningarfundar samdægurs kl. 16:15. Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Hægt er að senda fyrirspurnir á fyrir fundinn og meðan á kynningu stendur sem svarað verður að kynningu lokinni. Fundinum verður varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð: Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þo...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Samrunatilkynning afturkölluð og óskað eftir samþykki FME ...

Reginn hf.: Samrunatilkynning afturkölluð og óskað eftir samþykki FME fyrir afturköllun valfrjáls tilboðs í Eik fasteignafélag hf. Stjórn Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins þann 29. september 2023, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) og samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar („tilboðið“). Í síðustu viku birti Reginn drög að útfærslu s...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch