Reitir fjárfesta fyrir 2,3 ma.kr. á Kársnesi
Reitir hafa undirritað samkomulag um kaup á iðnaðarhúsnæði við Vesturvör 32b og tveim verslunarrýmum að Hafnarbraut 13b og 15c í Kópavogi. Fasteignirnar eru um 5.300 fm að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur 8 leigutaka.
Heildarvirði kaupanna er 2,3 ma.kr. sem verður að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema tæplega 177 m.kr. og leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 140 m.kr. á ársgrundvelli. Meðallengd núverandi leigusamninga er rúmlega 4,5 ár.
Áætlað er að afhending fasteignanna muni fara fram 1. nóvember 2024 þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum.
Nánari upplýsingar veita:
Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags í síma 624 0000 og á .
Kristófer Þór Pálsson, framkvæmdarstjóri Fjárfestinga og greiningar í síma 659 1700 og á .