REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura

Reitir og Íslandshótel hafa í dag undirritað leigusamninga til 17 ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52 sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Um er að ræða sögufræg hótel, sem eru samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi. 

Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, munu ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem mun auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felast meðal annars í því að stór hluti af hótelherbergjum verður endurnýjaður. Framkvæmdakostnaður Reita er áætlaður um 3 ma.kr.

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita:

„Við erum virkilega ánægð að fá Íslandshótel sem samstarfsaðila vegna tveggja lykilhótela á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmörg tækifæri felast í markvissum endurbótum sem munu skila ávinningi til beggja aðila auk þess að bæta upplifun framtíðargesta hótelanna.“

Íslandshótel tekur við rekstrinum þann 1. október nk. nýti núverandi leigutaki, Berjaya Hotels Iceland, sér ekki forleigurétt sinn.  

Íslandshótel er stærsta hótelkeðja landsins, sem rekur 17 hótel um allt land undir vörumerkjunum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Tekjur Íslandshótela árið 2024 námu 16,4 mö.kr. og nam eigið fé félagsins um síðustu áramót 26 mö.kr.

Reitir áætla að árleg aukning tekna og rekstrarhagnaðar (NOI) vegna leigusamninganna sé um 620 m.kr. á fyrstu tveimur og hálfa ári leigutímans en um 720 m.kr. eftir það.

Um Reiti fasteignafélag

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag og skráð í Kauphöll síðan 2015. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis og er fyrirtækið leiðandi í þeirri starfsemi sem og fasteignaþróun.

Innan eignasafns Reita eru um 480 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis sem hýsir fjölbreytta atvinnustarfsemi og opinberar stofnanir. Eigendur félagsins eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á .



EN
10/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025 Breytingar hafa verið gerðar á fjárhagsdagatali Reita vegna ársins 2025. Eftirfarandi er uppfærð áætlun Reita um birtingu uppgjöra og aðalfund félagsins: Afkoma 1. ársfjórðungs 202515. maí 2025Afkoma 2. ársfjórðungs 202521. ágúst 2025Afkoma 3. ársfjórðungs 202510. nóvember 2025Stjórnendauppgjör 202526. janúar 2026Ársuppgjör 20252. mars 2026Aðalfundur 202625. mars 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um frekari breytingar. Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti stjórnanda

REITIR: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reyk...

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura Reitir og Íslandshótel hafa í dag undirritað leigusamninga til 17 ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52 sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Um er að ræða sögufræg hótel, sem eru samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi.  Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, munu ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem mun auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felast meðal annars í því að stór hlut...

 PRESS RELEASE

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Reitum hefur óskað eftir lausn frá störfum. Ingveldur hefur starfað hjá Reitum síðan 2023. Ingveldi eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti og er henni óskað alls hins besta á nýjum vettvangi. Við starfinu tekur Svana Huld Linnet og mun hún hefja störf nú í apríl hjá félaginu. Svana mun bera ábyrð á viðskiptasamböndum félagsins og leiða viðskiptaþróun, þjónustu, upplifun og fleiri þætti sem falla undir sviðið. Svana Huld starfaði sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion...

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch