REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi.

Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150535. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með 180 jöfnum afborgunum og munu eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu á lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti, nafnvextir ráðast af niðurstöðu útboðs.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, í heild eða að hluta, eða hafna þeim öllum. Áætlaður uppgjörsdagur er fimmtudagurinn 28. nóvember 2024. Verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland samhliða.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Upplýsingar veita Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, , sími 669 4416 og Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, 



EN
13/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki

REITIR: Útboð á skuldabréfum 21. nóvember 2024 í nýjum flokki Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150535. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með 180 jöfnum afborgunum og munu eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu á lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti, nafnvex...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins

REITIR: Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins Sterkur rekstur og markviss fjárfesting í takt við stefnu félagsins Rekstur Reita hefur gengið afar vel á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Tekjur jukust um 8,3% og heildarhagnaður tímabilsins nam rúmum 10 mö.kr. Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti byggðum á öflugri þróunarvinnu, markvissum fasteignakaupum og uppbyggingu nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Félagið hefur fjárfest fyrir um 17 ma.kr. til dagsins í dag sem er vel umfram 11 ma.kr. markið sem sett var fyrir árið. Fjárfestingarnar eru bæði í uppbyggingu húsnæðis og...

 PRESS RELEASE

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á...

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi, sem sjá má , tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt. Kaupsamningur hefur verið undirritaður og afhending fer fram 1. nóvember nk. Fasteignirnar eru um 5.300 fm. að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur leigutaka. Fasteignirnar eru í útleigu að fullu og eru áætlaðar leigutekjur um 177 m.kr. og áætlaður rekstrarhagnaður á ári um 140 m.kr. Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000...

 PRESS RELEASE

REITIR: Flöggun - Íslandsbanki hf.

REITIR: Flöggun - Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Íslandsbanka hf. fyrir hönd Íslandssjóða, þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Reitum. Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Úthlutun kauprétta

REITIR: Úthlutun kauprétta Stjórn Reita fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita stjórnendum og lykilstarfsmönnun félagsins kauprétti allt að 6.550.000 hlutum í félaginu, sem svarar til 0,93% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis.  Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til stjórnenda og annarra lykilstarfsmanna Reita og er markmið áætlunarinnar að samtvinna fárhagslega hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsmanna langtímahagsmunum eigenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch