REITIR: Útboð á skuldabréfum 27. ágúst 2024
Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 27. ágúst næstkomandi.
Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokknum REITIR150534. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn ber 3,935% vexti og er með lokagjalddaga 15. maí 2034 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Greiðslur vaxta og afborgana eru á tveggja mánaða fresti.
Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekin er. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, í heild eða að hluta, eða hafna þeim öllum. Áætlaður uppgjörsdagur er mánudagurinn 2. september 2024. Óskað verður eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland samhliða.
Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.
Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Upplýsingar veita Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, , sími 669 4416 og Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, .