REITIR Reitir fasteignafelag hf

Rekstrarhagnaður Reita 4.908 m.kr. á fyrri árshelmingi

Rekstrarhagnaður Reita 4.908 m.kr. á fyrri árshelmingi

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning vegna fyrri árshelmings árið 2023.

Lykiltölur uppgjörsins eru eftirfarandi:

 Lykiltölur rekstrar6M 20236M 2022
Tekjur7.3516.523
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-2.062-1.759
Stjórnunarkostnaður-381-350
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu4.9084.414
Matsbreyting fjárfestingareigna10.0465.774
Rekstrarhagnaður14.95410.188
Hrein fjármagnsgjöld-6.488-5.745
Heildarhagnaður6.7474.014
Hagnaður á hlut9,1 kr.5,3 kr.
   
 Lykiltölur efnahags30.6.202331.12.2022
Fjárfestingareignir185.308172.270
Handbært og bundið fé3.760871
Heildareignir190.957174.880
Eigið fé60.37056.104
Vaxtaberandi skuldir106.67997.087
Eiginfjárhlutfall31,6%32,1%
Skuldsetningarhlutfall59,5%58,3%
   
 Lykilhlutföll6M 20236M 2022
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)96,0%94,9%
Arðsemi eigna5,7%5,6%
Rekstrarhagnaðarhlutfall64,1%63,9%
Rekstrarkostnaðarhlutfall26,9%25,6%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,0%5,1%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.

Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Rekstur Reita gekk vel fyrri hluta ársins 2023. Rekstrarhagnaður óx lítillega umfram verðlag og góður gangur hefur verið í útleigu. Stórum framkvæmdaverkefnum á vegum félagsins miðar vel en á fyrri hluta árs námu eignfærðar framkvæmdir 2,9 milljörðum króna. Stærstu verkefnin undanfarin misseri felast í stækkun Klíníkurinnar í Ármúla og vöruhúss Aðfanga við Skútuvog. Endurbætur og breytingar í Holtagörðum ganga samkvæmt áætlun, þar opnaði Bónus nýja verslun í júlí og þrjú ný s.k. premium outlet koma til með að opna þar í haust.„

Horfur ársins

Vegna góðrar afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins hækkum við horfur um tekjur og rekstrarhagnað á árinu um 100 m.kr. Er nú gert ráð fyrir að tekjur ársins verði á bilinu 14.950 - 15.150 m.kr. og að NOI ársins verði á bilinu 10.200 - 10.400 m.kr. 

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson forstjóri og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 22. ágúst á skrifstofu Reita í Kringlunni 4-12.

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Berjaya Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.



Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson forstjóri í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson fjármálastjóri í síma 575 9000 eða 669 4416.

Viðhengi



EN
21/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 40

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 40 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 40. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 295.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 39 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 39. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 220.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit

REITIR: Verksamningur við Þarfaþing hf. undirritaður um Kringlureit Reitir fasteignafélag hf., fyrir hönd Reita - þróunar ehf. og Reita atvinnuhúsnæðis ehf., og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar fyrsta áfanga Kringlureits.  Samningsfjárhæð verksins nemur rúmum 10 milljörðum króna. Fjöldi íbúða verður í kringum 170. Ráðgert er að framkvæmdir muni taka um fjögur ár. Aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 21. ágúst sl. þar sem lýst var yfir sameiginlegum vilja til að ganga til samninga um samstarf vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis með bílageymslu á Kringlur...

Reitir Fasteignafelag Hf: 1 director

A director at Reitir Fasteignafelag Hf bought 50,000 shares at 113.000ISK and the significance rating of the trade was 54/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the last two y...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti fruminnherja

REITIR: Viðskipti fruminnherja Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti fruminnherja. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch