SYN SYN

Sýn hf.: Framkomin framboð – breytt arðgreiðslutillaga

Sýn hf.: Framkomin framboð – breytt arðgreiðslutillaga

Eftirtalin framboð bárust til stjórnar, varastjórnar og tilnefningarnefndar Sýnar á aðalfundi, sem haldinn verður föstudaginn 17. mars 2022 kl. 10:00. Fundurinn verður rafrænn og honum streymt, en hluthafar sem það kjósa eru jafnframt velkomnir á fundarstað, þ.e. 6. hæð Suðurlandsbrautar 8, 108 Reykjavík. Allir fundarmenn verða að skrá sig á slóðinni:

Framboð til aðalstjórnar

  • Hákon Stefánsson
  • Páll Gíslason 
  • Jón Skaftason
  • Rannveig Eir Einarsdóttir
  • Salóme Guðmundsdóttir

Framboð til varastjórnar:

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir

Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Í samþykktum Sýnar hf. kemur fram að fimm skipa stjórn félagsins og tveir sitja í varastjórn. Því liggur fyrir að sjálfkjörið verður í aðal- og varastjórn. Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar, sem birt var með aðalfundarboði þann 23. febrúar sl.

Framboð til tilnefningarnefndar:

Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.

Framboð til tilnefningarnefndar:

  • Guðríður Sigurðardóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson

Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.

Breytt arðgreiðslutillaga

Stjórn leggur til breytingartillögu við fyrri tillögu sína um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á reikningsárinu 2022. Breytingartillagan við upprunalega tillögu stjórnar felur einungis í sér að arðsleysisdagur verður mánudaginn 20. mars 2023 í stað laugardagsins 18. mars 2023, þar eð réttara þykir að arðsleysisdagur verði næsti viðskiptadagur eftir aðalfundardag og jafnframt næsti viðskiptadagur á undan arðsréttindadegi. Eins og áður byggir tillagan um arðgreiðslu á fyrirliggjandi arðgreiðslustefnu og er í samræmi við bætta afkomu Sýnar hf. Hin breytta tillaga stjórnar er því eftirfarandi:

Stjórn leggur til við aðalfund að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 300.000.000.- vegna rekstrarársins 2022 eða um kr. 0,112 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa þann 7. apríl 2023. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 17. mars 2023 og arðsleysisdagur er því 20. mars 2023. Arðsréttindadagur er 21. mars 2023, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Sýnar hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 21. mars 2023.

Hafa endanlegar tillögur stjórnar verið uppfærðar til samræmis, sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á slóðinni: 

Viðhengi



EN
13/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomubirting 2F 2025 og uppgjörsfundur

Sýn hf.: Afkomubirting 2F 2025 og uppgjörsfundur Sýn hf. ítrekar tilkynningu um breytingu á fjárhagsdagatali. Afkomubirting vegna árshlutareiknings 2F 2025 verður birt 25. ágúst og uppgjörsfundur haldinn 26. ágúst kl. 8:30 í höfuðstöðvum Sýnar að Suðurlandsbraut 8.

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýju...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch