SYN SYN

Sýn hf.: Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar

Sýn hf.: Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt samrunaaðilum ákvörðun þar sem kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti Sýnar hf. eru samþykkt án skilyrða.  Með þessu er síðasta fyrirvara í samningi félaganna aflétt en áður hafði fyrirvörum um m.a. áreiðanleikakönnun og fjármögnun kaupsamningsins verið aflétt.

Eins og áður hafði verið greint frá er umsamið kaupverð 3.000 m.kr. Fyrsti hluti kaupverðs verður greiddur við afhendingu. Eftirstöðvar greiðast í áföngum á næstu mánuðum. Kaupverð skal að fullu greitt eigi síðar en að tólf mánuðum liðnum frá gildistöku kaupsamnings. Hinar seldu eignir eru bókfærðar á 564 m.kr. og nemur söluhagnaður því 2.436 m.kr. og mun bókfærast að fullu við afhendingu.   

Samhliða kaupsamningi var gerður þjónustusamningur milli félaganna til 12 ára um heildsöluaðgang og þjónustu yfir burðar- og aðgangsnet Ljósleiðarans, sem og þjónustu um nettengingar til útlanda.  

Gert er ráð fyrir að viðskiptin hafi jákvæð áhrif á rekstrarkostnað Sýnar um 100 m.kr. nettó á ári. Þá lækki árleg fjárfestingaþörf í kringum 120 m.kr. yfir samningstímann. 

Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar hf.: 

„Það er ánægjulegt að meðhöndlun málsins hjá Samkeppniseftirlitinu er lokið og Sýn getur afhent  Ljósleiðaranum okkar öfluga stofnnet sem félagið hefur byggt upp síðustu rúmlega 20 ár.  Með góðum þjónustusamningi og hagstæðum kjörum tryggjum við okkur aðgang að öruggum tengingum, auknum hraða og háu þjónustustigi næstu 12 árin með áherslu á hámarks upplifun viðskiptavina. 

Þessi einföldun á rekstri innviða Sýnar skilar sér í lægri fjárfestingaþörf og lægri rekstrarkostnaði til framtíðar. Viðskiptin munu styrkja efnahag og lausafjárstöðu Sýnar hf. og gera félagið enn betur í stakk búið að sækja fram og auka markaðshlutdeild á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði.“ 



EN
28/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýju...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch