Síminn hf. – Breyting á fjölda eigin hluta félagsins
Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og gera kaupréttarsamninga við starfsfólk félagsins um kaup á hlutum í félaginu.
Í kjölfar nýtingar kaupréttar samkvæmt kaupréttaráætluninni voru 18.961.298 hlutir afhentir til 135 starfsmanna.
- Þann 4. september 2025 voru afhentir 14.551.046 hlutir á genginu 10,58
- Þann 8. september 2025 voru afhentir 4.410.252 hlutir á genginu 9,75
Síminn á eftir afhendingu framangreindra hluta samtals 85.019.223 eigin hluti eða sem nemur 3,44% af útgefnu hlutafé.
