Ársuppgjör Amaroq Minerals 2024
Reykjavík, March 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Ársuppgjör Amaroq Minerals 2024
Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ) birtir í dag uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2024 sem og árið 2024 í heild. Stjórnendur félagsins kynna uppgjörið á fundi í beinu streymi í dag kl. 9:00. Nánari upplýsingar um fundinn er að finna neðst í þessari tilkynningu.
Samantekt
- Fyrsta framleiðsla á gulli átti sér stað í Nalunaq í nóvember 2024, samhliða áframhaldandi framkvæmdum við vinnslustöð og námubúðir félagins á 4. ársfjórðungi.
- Árið 2024 markaðist af víðtækum rannsóknum í Nalunaq, sér í lagi á Target Block Extension svæðinu, 75-æðinni og á yfirborði fjallsins.
- Auk þess stundaði félagið rannsóknir í Nanoq-leyfinu sem gaf til kynna tilvist gulls með háum styrkleika.
- Víðtækar rannsóknir voru stundaðar á leyfum utan gullbeltisins, þar á meðal í Stendalen (kopar/nikkel) ásamt frekari rannsóknarborunum á áður skilgreindu koparbelti Suður-Grænlands.
- Félagið fór í vel heppnaða hlutafjáraukningu í desember upp á 27,5 milljón sterlingspunda, þar sem núverandi og nýir hluthafar tóku þátt.
- Í desember var undirritað nýtt tveggja ára fjármögnunarsamkomulag við Landsbankann upp á 35 milljónir bandaríkjadala. Fjármögnunin eykur fjárhagslegan sveigjanleika félagsins og styrkir lausafjárstöðu þess.
- Aukin framvinda í stofnun þjónustufélags