GRND Brim

Brim hf. fjárfestir í Polar Seafood Denmark A/S

Brim hf. fjárfestir í Polar Seafood Denmark A/S

Brim hf. fjárfestir í Polar Seafood Denmark A/S

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S (PSD) af félögum í eigu Helge Nielsen, Bent Norman Petersen og Louise Schov Petersen í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag sem er í 100% eigu Brim hf. Kaupverðið er 245 mDKK. Að auki hefur Brim hf. skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu (PSD) að fjárhæð 380 mDKK. Heildarkaupverðið sem Brim greiðir er 625 mDKK. Að öllum fyrirvörum uppfylltum, mun Brim hf. eignast 50% hlutafjár í Polar Seafood Danmark og aðrir eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda.

Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Ársvelta ársins 2021 var 3.792 mDKK og hagnaður eftir skatta var 229 mDKK. Brim hf. er skráð fyrirtæki á Nasdaq Iceland. Félagið hefur samþætta starfsemi í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu og sölu erlendis sem stuðlar að hagkvæmari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Við fullnustu samningsins mun Helge Nielsen láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Polar Seafood Denmark A/S og Henrik Leth sem hefur starfað sem stjórnarformaður, mun taka við af honum sem framkvæmdastjóri félagsins (PSD).

Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood Denmark A/S:

"Brim er kjörinn samstarfsaðili og ég hlakka til að þróa samstarf okkar áfram. Polar Seafood hefur sterkt sölunet sem mun styðja við rótgróið sölunet Brim, sérstaklega í Suðaustur-Asíu. Við erum jafningjar og við deilum sömu reynslu og gildum."

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf.:

"Polar Seafood Denmark A/S er vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi."



Frekari upplýsingar:

Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood Greenland A/S og Polar Seafood Denmark A/S, Tlf.: / , netfang:

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf., netfang:



EN
21/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025 Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ...

 PRESS RELEASE

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 2...

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 28. ágúst. Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn mánudaginn 30. júní 2025 að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kl. 10:00. Fundurinn fer fram á íslensku. DAGSKRÁ1.    Endurskoðaður ársreikningur móðurfélagsins lagður fram til staðfestingar2.    Önnur mál, löglega upp borin. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins Reykjavík 6. júní 2025Stjórn Brims hf. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch