EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Breytt afkomuspá 2020, frestun aðalfundar og lok endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf.: Breytt afkomuspá 2020, frestun aðalfundar og lok endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) hefur vegna áhrifa COVID-19 ákveðið að:

  1. fella úr gildi afkomuspá félagsins fyrir árið 2020,
  2. fresta aðalfundi hluthafa sem fram átti að fara 2. apríl 2020, og
  3. ljúka endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um 10. mars 2020.

Breytingar á afkomuspá fyrir árið 2020

Eik birti afkomuspá fyrir árið 2020 þann 13. febrúar sl. Forsendur spárinnar breytast dag frá degi vegna mikillar óvissu um áhrif COVID-19 á íslenskt efnahagslíf og er það mat félagsins að forsendur spárinnar séu brostnar.

Árið fór vel af stað og var rekstur félagsins fyrstu tvo mánuði ársins lítillega yfir áætlunum. Útlit er fyrir að mars verði nokkuð undir væntingum enda hafa tekjur Hótel 1919 dregist mikið saman. Leitast hefur verið við að draga úr kostnaði hótelsins og kann því að verða lokað tímabundið. Rekstrarkostnaður hótelsins á meðan möguleg lokun varir er áætlaður um 10-12 m.kr. á mánuði.

Fjárhagsstaða félagsins, laust handbært fé og samsetning eignasafns þess gerir félagið vel í stakk búið til að takast á við tímabundnar sveiflur. Félagið mun uppfæra horfur ársins þegar stjórnendur öðlast skýrari sýn á reksturinn. Þá er félagið með góða dreifingu leigutekna en yfir 470 kennitölur greiddu leigu til félagsins á árinu 2019. Gróf skipting leigutekna á árinu 2019 var eftirfarandi: 

Tegund leigutakaHlutfall teknaFjöldi leigutaka
Opinberir aðilar, bankar og skráð fyrirtæki í kauphöll að meðtöldum tengdum félögum34%27
Stór fyrirtæki og tengd félög17%10
Önnur fyrirtæki49%440

Frestun aðalfundar

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi félagsins, sem fram átti að fara fimmtudaginn 2. apríl 2020, vegna hertra takmarkana til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Boðað verður til fundarins að nýju með auglýsingu síðar.

Lok endurkaupaáætlunar

Stjórn Eikar hefur ákveðið að ljúka endurkaupaáætlun sem sem hrint var í framkvæmd 12. mars 2020, sbr. tilkynningu til kauphallar, dags. 10. mars 2020. Áætlað var að kaupa allt að 75.000.000 hluta og að hámark endurkaupanna yrði kr. 500.000.000.

Samtals voru keyptir 7.500.000 hlutir á grundvelli endurkaupáætlunarinnar, sem samsvarar 10% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt henni. Kaupverð hinna keyptu hluta nam samtals kr. 46.230.000.

 

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, , s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,  s. 590-2200 / 820 8980

EN
25/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch