A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Upplýsingar varðandi afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024

Eimskip: Upplýsingar varðandi afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024

Samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir janúar og febrúar, og rekstrarspá fyrir mars, sem nú liggur fyrir er áætlað að EBITDA Eimskips á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði umtalsvert lægri en meðaltal af spám greiningaraðila (e. analyst consensus) sem nam 21 milljónum evra og birt var í dag, 5. apríl 2024. Áætlað er að EBITDA fjórðungsins verði á bilinu 13 - 15 milljónir evra og EBIT verði á bilinu -2,5 til -0,5 milljónir evra.

Eins og fram kom í síðustu fjárfestakynningu Eimskips, litaðist afkoma fjórða ársfjórðungs 2023 af skarpri lækkun í Trans-Atlantic flutningsverðum samanborið við fyrri árshelming 2023. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 héldust Trans-Atlantic verðin áfram lág en neikvæð þróun markaðsaðstæðna á Íslandi setti aukinn þrýsting á afkomu félagsins. Verulega dró úr innflutningi á nýjum bílum á sama tíma og almennt hægðist á innflutningi til Íslands. Þá hafði loðnubrestur neikvæð áhrif á útflutning frá Íslandi, þó að útflutningur á annarri vöru á borð við úrgang til endurvinnslu hafi aukist og vegið upp tekjutap að einhverju leyti. Í Færeyjum fór árið einnig hægt af stað með minna flutningsmagni en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Þegar fyrstu merki um samdrátt í flutningum til Íslands fóru að gera vart við sig, ásamt viðvarandi samdrætti í Færeyjum, sem hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á afkomu áætlanasiglinga, réðust stjórnendur í ýmsar hagræðingaraðgerðir. Þar á meðal fækkun stöðugilda í alþjóðlegri starfsemi félagsins sem hafði í för með sér einskiptiskostnað að fjárhæð u.þ.b. 600 þúsund evra sem gjaldfærður var á fyrsta ársfjórðungi. Í lok febrúar innleiddi Eimskip breytingar á siglingakerfi félagsins með það meginmarkmið að draga úr olíunotkun, lækka kostnað og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ávinningur þessara breytinga raungerðist í mars en upphafskostnaður við breytingarnar vóg upp á móti sparnaði í mars. Litið fram á veginn, munu fyrrnefndar aðgerðir hafa jákvæð áhrif á rekstur félagsins, samhliða væntingum um aukið magn og umsvif á komandi mánuðum vegna hefðbundinna árstíðaráhrifa.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 og geta niðurstöður tekið breytingum í uppgjörsferlinu.

Eimskip birtir uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun markaða þriðjudag 7. maí 2024.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Birna Björnsdóttir, Forstöðumaður fjárfestatengsla í síma 844 4752 eða á .



EN
05/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 44 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 54,005,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price27.10.202511:1135,00030910,815,00028.10.202509:4835,00030910,815,00029.10.202510:1435,00030910,815,00030.10.202509:4135,00030810,780,00031.10.202509:4735,00030810,780,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 44. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 54.005.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð27.10.202511:1135.00030910.815.00028.10.202509:4835.00030910.815.00029.10.202510:1435.00030910.815.00030.10.202509:4135.00030810.780.00031.10.202509:4735.00030810.780.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félagin...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 43 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 58,135,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price20.10.202510:23              35,000 363  12,705,000 21.10.202510:33              35,000 343  12,005,000 22.10.202509:41              35,000 338  11,830,000 23.10.202514:16              35,000 309  10,815,000 24.10.202509:49              35,000 308  10,780,000       The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 43. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 58.135.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð20.10.202510:23              35.000 363  12.705.000 21.10.202510:33              35.000 343  12.005.000 22.10.202509:41              35.000 338  11.830.000 23.10.202514:16              35.000 309  10.815.000 24.10.202509:49              35.000 308  10.780.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kaupha...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip After market closing yesterday, on 21 October 2025, Century Aluminum Company, the parent company of Norðurál Grundartangi ehf., issued an announcement, disclosing an electrical equipment failure at the Grundartangi plant. Following the announcement Eimskip has maintained close communication with Norðurál and it was confirmed that the company's production capacity will be temporarily reduced to one-third. Norðurál is one of Eimskip’s larger customers, and this operational disruption will therefore have a negative impact on Eimskip’s transport volumes. At this time...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch