FLY PLAY HF

Fly Play hf.: 85% sætanýting, 164 þúsund farþegar og áhöfn Play valin besta áhöfnin af USA Today.

Fly Play hf.: 85% sætanýting, 164 þúsund farþegar og áhöfn Play valin besta áhöfnin af USA Today.



85% sætanýting, 164 þúsund farþegar og áhöfn Play valin besta áhöfnin af USA Today.

PLAY flutti 163,784 farþega í september, sem er 77% aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Sætanýtingin í liðnum septembermánuði var 85%, samanborið við 81,5% sætanýtingu í september í fyrra. PLAY var með stundvísi upp á 85.1% í september 2023.



Af öllum farþegum sem ferðuðust með PLAY í september 2023 voru 22,9% að fljúga frá Íslandi, 31.6% voru á leið til Íslands og 45.5% voru tengifarþegar (VIA).

September mánuður er jafnan frekar rólegur sögulega séð þegar kemur að farþegaflutningum í flugi. Þess vegna er það eftirtektarvert að PLAY hafi skilað 85% sætanýtingu í þeim mánuði, en félagið hefur aukið framboð sitt til mun það sem af er ári með því að bæta við fjórum nýjum farþegaþotum í flota sinn fyrir sumarið.

Meðalhliðartekjur halda áfram að aukast hjá PLAY en þær voru 23% hærri í september 2023 samanborið við september 2022 og lítur út fyrir að sú þróun haldi áfram á komandi mánuðum.

Áhöfn PLAY valin sú besta af USA Today

Áhöfn flugfélagsins PLAY er sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Þetta er niðurstaða kosningar sem fór fram á vegum USA Today 10Best þar sem PLAY var tilnefnt ásamt þekktustu flugfélögum heims. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði með þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific.

Sumarið í 1,6 milljarða hagnaði hjá PLAY

PLAY skilaði 1,6 milljarða króna hagnaði eftir sumarið 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið skilar hagnaði af rekstri eftir skatta að lokinni sumarvertíð. Það sýnir að PLAY var arðbært félag í sumar og að viðskiptamódel þess sé að sanna sig.

PLAY býst við að flytja um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og er búist við að félagið flytji 1,8 milljónir farþega árið 2024. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus.

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY:

„Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður  í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil.

Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt. Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.

Við horfum björtum augum á komandi vetur og ég veit að starfsfólk PLAY mun halda áfram að skila félaginu þeirri velgengni sem það nýtur og farþegum góðri upplifun í háloftunum.“



Viðhengi



EN
09/10/2023

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success PLAY carried 128,119 passengers in April 2025, compared to 122,217 passengers in April 2024. This represents a 5% increase in passenger numbers year-over-year. This growth reflects continued demand in PLAY’s core markets and a well-aligned route network for the early summer season. The load factor in April 2025 was 82.6%, compared to 85.1% in April 2024. This change is largely due to shift toward more leisure-oriented destinations, which historically see lower load factors due to reduced VIA feed but typically deliver higher yields. The net...

 PRESS RELEASE

Farþegum fjölgar milli ára

Farþegum fjölgar milli ára PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri.  Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði ...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations. Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million. Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024. PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024. Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024. These fi...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 • Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni. • Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024. • PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðung...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations.Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million.Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024.PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024These figures reflect PLAY’s strategic focus ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch