FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Farþegum fjölgaði um 61% frá fyrra ári og sætanýting í janúar var 75%

Fly Play hf.: Farþegum fjölgaði um 61% frá fyrra ári og sætanýting í janúar var 75%



Farþegum fjölgaði um 61% frá fyrra ári og sætanýting í janúar var 75%

Flugfélagið PLAY flutti 99.704 farþega í janúar 2024, sem er 61% aukning frá janúar 2023 þegar PLAY flutti 61.798 farþega. Sætanýting í janúar var 75%, samanborið við 77% í janúar 2023. PLAY hafði áður tilkynnt að ónákvæmur fréttaflutningur af jarðhræringum á Reykjanesskaga hefði haft neikvæð áhrif til skemmri tíma á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands. Í janúar 2024 hafa þó ný sölumet verið sett sem gefa góðar vísbendingar um að eftirspurnin hafi náð sér aftur. Bókunarstaðan lítur vel út fyrir árið 2024 og hefur tekið framförum samanborið við fyrri ár. Heildarhliðartekjur á farþega halda áfram að aukast og í því samhengi er vert að nefna 21% aukningu í janúar frá fyrra ári.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í janúar 2024 voru 27,1% á leið frá Íslandi, 31,1% voru á leið til Íslands og 41,8% voru tengifarþegar (VIA).

Stundvísi PLAY í janúar var 78,1% en þar höfðu áhrif lægðir sem gengu yfir Ísland og röskuðu flugáætlun.

Nýr áfangastaður, stóraukin þjónusta við tengifarþega og verðlaun fyrir yngsta flotann

PLAY hóf miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu í janúar. Fyrsta flug PLAY til Split verður 28. maí en flogið verður þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina. Þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarferðum verður haldið úti á milli Íslands og Split og er þetta jafnframt fyrsti áfangastaður PLAY í Króatíu.

Þá býðst nú tengifarþegum PLAY að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Með tilkomu nýs viðmóts, sem sett var í loftið í janúar, geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun á vef PLAY og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. PLAY leggur mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu eiga ferðamenn kost á að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins.

Ch-aviation verðlaunaði PLAY fyrir yngsta flota Evrópu annað árið í röð nú í janúar. Meðalaldur farþegaþota í flota PLAY er 3,51 ár samkvæmt útreikningum ch-aviation. Þessi ungi meðalaldur flugflota PLAY tryggir hagkvæmari eldsneytisnotkun sem og þægilegri og öruggri för farþega flugfélagsins.

PLAY mun birta ársuppgjör sitt 8. febrúar. Fjárfestakynning verður í beinu streymi klukkan 8:30 föstudaginn 9. febrúar.

Viðhengi



EN
07/02/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success PLAY carried 128,119 passengers in April 2025, compared to 122,217 passengers in April 2024. This represents a 5% increase in passenger numbers year-over-year. This growth reflects continued demand in PLAY’s core markets and a well-aligned route network for the early summer season. The load factor in April 2025 was 82.6%, compared to 85.1% in April 2024. This change is largely due to shift toward more leisure-oriented destinations, which historically see lower load factors due to reduced VIA feed but typically deliver higher yields. The net...

 PRESS RELEASE

Farþegum fjölgar milli ára

Farþegum fjölgar milli ára PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri.  Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði ...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations. Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million. Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024. PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024. Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024. These fi...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 • Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni. • Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024. • PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðung...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations.Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million.Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024.PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024These figures reflect PLAY’s strategic focus ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch