HAMP Hampidjan Ltd

Hampiðjan – Samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2024

Hampiðjan – Samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2024

Lykilstærðir

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

  • Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 78,3 m€ (73,6 m€).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 8,3 m€ (8,1 m€).
  • Hagnaður tímabilsins nam 2,7 m€ (2,2 m€).
  • Heildareignir voru 503,1 m€ (490,0 m€ í lok 2023).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 169,3 m€ (168,0 m€ í lok 2023).
  • Handbært fé var 58,2 m€ (53,0 m€ í lok 2023).
  • Eiginfjárhlutfall var 52,3% (55,2% í lok 2023).



Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 78,3 m€ og hækkuðu um 6,4% frá fyrstu þremur mánuðum fyrra árs.

EBITDA félagsins hækkaði um 3,0% á milli tímabila eða úr 8,1 m€ á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 í 8,3 m€ á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.

Hagnaður tímabilsins var 2,7 m€ en var 2,2 m€ fyrir fyrstu þremur mánuði ársins 2023.

Efnahagur

Heildareignir voru 503,1 m€ og hafa hækkað úr 490,0 m€ í árslok 2023.

Eigið fé nam 263,2 m€, en af þeirri upphæð eru 12,7 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga.

Í upphafi árs var gengið frá kaupum á útistandandi hlutabréfum minnihluta í Swan Net USA og hefur það áhrif til lækkunar á hlutdeild minnihluta í eigin fé að fjárhæð 2,3 m€. Heildar eiginfé samstæðunnar lækkar um sömu fjárhæð. Einnig er búið að færa til skuldar ógreiddan arð til hluthafa að fjárhæð 4,7m€ sem einnig kemur til lækkunar á heildar eigin fé samstæðunnar. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 52,3% af heildareignum samstæðunnar en var 55,2% í árslok 2023.

Vaxtaberandi skuldir námu í lok tímabils 169,3 m€ samanborið við 168,0 m€ í árslok 2023.

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir í lok tímabilsins nema 61,0 m€ en námu 41,2 m€ í árslok 2023. Af þessari hækkun er ógreiddur arður til hluthafa 4,7m€ og ógreitt vegna kaupa samstæðunnar á útistandandi hlutabréfum minnihluta í Swan Net USA að fjárhæð 2,7 m€. en greiðslan átti sér stað í apríl. Önnur hækkun liggur einkum í lengri greiðslufrestum frá birgjum samstæðunnar.

Samandregni árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf., .

Í dag verður haldinn fjárfestakynning kl. 16:15 í höfuðstöðvum félagsins að Skarfagörðum 4. Kynningunni verður jafnframt streymt og er streymið aðgengilegt á heimasíðu félagsins,

Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

„Fyrsti ársfjórðungur ársins kom ágætlega út með 6,4% söluaukningu miðað við sama fjórðung síðasta árs þrátt fyrir að ársbyrjunin hafi markast af loðnuleysi og deyfð í sölu á nýjum fiskeldiskvíum í Noregi. EBITDA fjórðungsins var 3% hærri í evrum talið og var 8,3 m€ á móti 8,1 m€ árið áður.

EBITDA hlutfallið sem var 10,9% á fyrsta fjórðungi síðasta árs reyndist vera aðeins lægra eða 10,6% og eru það aðallega nýju félögin í samstæðunni í Noregi sem halda hlutfallinu niðri. Án þeirra félaga væri hlutfallið rúmlega 14%. Við því var búist enda einungis eitt ár síðan félögin voru tekin yfir og vinna við hagræðingu stendur enn yfir og sem mun skila sér á næstu misserum.

Engin loðnuveiði hér á Íslandsmiðum dró umtalsvert úr tekjum dótturfyrirtækisins Hampiðjan Ísland á fjórðungnum eins og við mátti búast. Þótt nótaveiði og þjónusta við þau veiðarfæri nemi einungis um 3% af heildartekjum samstæðunnar þá kemur minnkunin vegna loðnuleysisins að mestu leyti fram á fyrstu mánuðum ársins.

Vaxtabyrði samstæðunnar í heild sinni lækkaði frá sama fjórðungi síðasta árs vegna niðurgreiðslu á lánum Mørenot í Noregi í kjölfar hlutafjárútboðsins síðastliðið sumar og á móti vaxtagjöldum kemur einnig ávöxtun hlutafjáraukningarinnar hér á Íslandi sem sem verður síðar ráðstafað til byggingaframkvæmda og fjárfestingu í afkastagetu. Fjármagnsgjöld voru 2,1 m€ í fyrra en voru nú 1,3 m€ á þessum fjórðungi.

Tvö uppbyggingarverkefni eru nú í gangi innan samstæðunnar og það þriðja hefst á næstu vikum.

Bygging nýja netaverkstæðisins í Skagen í Danmörku er komin vel á veg og mun byggingaraðilinn afhenda hana um mitt sumar enda hefur byggingaráætlun staðist að mestu þótt ekki viðraði vel til útivinnu nokkrar vikur í vetur.

Á eynni Skye við vesturströnd Skotlands er hafin bygging á fullkominni fiskeldisþjónustuaðstöðu fyrir laxeldið við Skotland og má vænta þess að aðstaðan verði tilbúin til notkunar eftir rúmt ár.

Í Álasundi í Noregi er að hefjast stækkun á skrifstofubyggingu fyrir Mørenot Fishery en með þeirri stækkun verða allir starfsmenn þess fyrirtækis í Álasundi sameinaðir á einum stað sem mun leiða til hagræðingar og meiri skilvirkni. Áætlað er að vinnu við skrifstofubygginguna ljúki um áramótin.

Það má einnig nefna varðandi Mørenot Fishery að yfirfærsla á þekkingu á flotrollum frá dótturfyrirtækinu Hampiðjan Ísland til þeirra hefur gengið afar vel og samstarfið er náið. Nú þegar er Mørenot Fishery búið að ganga frá sölu á 6 Gloríu flottrollum til norskra útgerða og áhugi skipstjórnenda og útgerðaraðila er mikill á því sem í boði er.

Árið 2014 var gengið frá kaupum Hampiðjunnar á 67% hlut í netaverkstæðinu Swan Net USA í Seattle og í kjölfarið var rekstur Hampidjan USA sameinaður við Swan Net USA og úr varð stærsta og öflugasta netaverkstæði Bandaríkjanna fyrir flottroll.

Á þeim tíma var samið um að Hampiðjan myndi eignast fyrirtækið að fullu þegar meðeigandi okkar, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, færi að huga að eftirlaunaárunum. Á þessum árum hefur Hampiðjan eignast stærri hlutdeild og um áramótin var hún komin í 75%. Nú hefur verið gengið frá kaupum á 25% hlut framkvæmdastjórans og er félagið nú alfarið í eigu Hampiðjunnar. Hann mun engu að síður starfa áfram með okkur næstu árin að rekstri og frekari uppbyggingu fyrirtækisins.

Meðan fyrsti ársfjórðungur í rekstri samstæðu Hampiðjunnar er að jafnaði sá minnsti sölulega séð þá er núverandi ársfjórðungur að jafnaði sá stærsti. Horfurnar fyrir núverandi fjórðung virðast vera góðar þó of snemmt sé að segja um hvernig hann muni verða í samanburði við fyrra ár.

Stöðugt er unnið að hagræðingaraðgerðum sem tengjast Mørenotfélögunum og markmiðið er sem fyrr að ná afkomu rekstrarins upp á svipað stig og var hjá samstæðu Hampiðjunnar fyrir kaupin. Aðgreining meginfélaganna þriggja, Mørenot Fishery, Mørenot Aquaculture og Hampidjan Advant, sem er nú sameinað félag Hampidjan Offshore og Mørenot Offshore, er að verða skýrara með hverjum mánuði en sá aðskilnaður er lykilatriði í að hagræða og skýra verksvið hverrar þessara eininga fyrir sig.

Miklir möguleikar eru til hagræðingar innan heildarsamstæðunnar á næstu misserum og árum og við kaupin á Mørenot var ætlað að það myndi taka um 5 ár að ná fullri samlegð. Eitt ár er nú liðið og verkið hefur gengið afar vel fram að þessu og miðar vel áfram.“

 

Viðhengi



EN
23/05/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hampidjan Ltd

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Ha...

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 91,9 m€ (78,3 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 11,2 m€ (8,3 m€).Hagnaður tímabilsins nam 2,8 m€ (2,7 m€).Heildareignir voru 551,9 m€ (509,5 m€ í lok 2024).Vaxtaberandi skuldir voru 184,3 m€ (178,6 m€ í lok 2024).Handbært fé var 38,8 m€ (41,4 m€ í lok 2024).Eiginfjárhlutfall var 49,6% (53,6% í lok 2024). Rekstur Rekstrartekjur samstæðunnar voru 91,9 m€ og hækkuðu um 17,4% frá...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025...

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 miðvikudaginn 28. maí. Hampiðjan hf. mun birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 28. maí. Fjárfestakynning verður haldin sama dag, klukkan 16:15 í höfuðstöðvum félagsins að Skarfagörðum 4. Kynningunni verður jafnframt streymt og verður vefstreymið aðgengilegt á heimasíðu félagsins fyrir fundinn. Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á meðan á fundi stendur á netfangið Árshlutareikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar. Upptaka af kynningunni verður einnig að...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. - uppgjör vegna kaupa á indverska félaginu Kohinoor Þann 7. febrúar í ár var tilkynnt um kaup Hampiðjunnar á 75,1% hlut í inverska félaginu Kohinoor. Áreiðanleikakönnunum, rekstrar-, skatta- og lagalegum ásamt úttekt á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum er að fullu lokið og allir fyrirvarar vegna kaupanna eru uppfylltir og því ekkert til fyrirstöðu til að ganga frá uppgjöri vegna kaupanna. Uppgjörið var á svipuðum nótum og lagt var upp með og varð greiðslan 21,7 m€ og hefur greiðslan verið móttekin af banka seljenda. Forsendur fyrir uppgjöri verða síðan staðf...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf.

Hampiðjan hf - Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf. Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 21. mars 2025, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2024 samþykkt samhljóða. Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur Auður Kristín ÁrnadóttirKristján LoftssonLoftur Bjarni GíslasonSigrún Þorleifsdóttir Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:   Tillaga um greiðslu arðs Aðalfundur Hampiðjunnar hf. samþykkir að á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði greiddar 1,10 kr. á hlut í arð til hluthafa, eð...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar

Hampiðjan hf. - Framboð til stjórnar Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 21. mars 2025. Stjórnarformaður: Vilhjálmur Vilhjálmsson Meðstjórnendur: Auður Kristín Árnadóttir Kristján Loftsson Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifs...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch