KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning 2019

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning 2019

Á stjórnarfundi þann 27. febrúar 2020 samþykktu stjórn og forstjóri ársreikning samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019.

Helstu atriði úr ársreikningi

  • Hagnaður eftir skatta nam 2.660 milljónum króna
  • Hagnaður fyrir skatta nam 2.501 milljónum króna
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 21,0%
  • Hagnaður á hlut nam 1,41 krónum
  • Hreinar rekstrartekjur námu 7.426 milljónum króna
  • Rekstrarkostnaður nam 5.059 milljónum króna
  • Heildareignir námu 105,6 milljörðum króna
  • Eigið fé samstæðunnar nam 15,5 milljörðum króna
  • Eiginfjárhlutfall í lok árs var 24,1%
  • Lausafjárþekja (LCR) var 246%
  • Heildareignir í stýringu námu 426 milljörðum króna
  • Starfsmenn í fullu starfi voru 132 í lok árs
  • Stjórn bankans leggur til að ekki verði greiddur arður á árinu 2020 vegna ársins 2019
  • Afkomuáætlun fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 2.300 – 2.700 milljónir króna fyrir skatta

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík kl. 16:15 fimmtudaginn 27. febrúar.

Mikill vöxtur í þóknanatekjum og góð arðsemi

Hagnaður Kviku fyrir skatta á árinu 2019 nam 2.501 milljónum króna, samanborið við 1.795 milljónir króna á árinu 2018 og jókst um 39%. Hagnaður eftir skatta nam 2.660 milljónum króna á árinu samanborið við 1.752 milljónir árið 2018. Arðsemi bankans eftir skatta var 21,0% og því vel umfram langtímamarkmið bankans um 15% arðsemi.

Góður tekjuvöxtur var á árinu og jukust hreinar rekstrartekjur um 30% á milli ára. Allir helstu tekjustofnar bankans jukust á milli ára en mestur var vöxturinn í þóknanatekjum. Hreinar þóknanatekjur jukust um 30%, fjárfestingatekjur jukust um 28% og hreinar vaxtatekjur jukust um 4%.

Rekstrarkostnaður nam 5.059 milljónum króna og jókst um 26% vegna aukinna umsvifa á árinu en var í samræmi við áætlun. Afskriftir vegna útlána námu 178 milljónum króna á árinu og voru undir áætlunum fyrir árið.  

Í lok árs námu heildareignir 105,6 milljörðum króna samanborið við 88,3 milljarða króna í lok árs 2018. Útlán til viðskiptavina námu 30,1 milljörðum króna í lok árs og jukust lítillega á árinu. Lausafjárstaða bankans er mjög sterk en handbært fé og innstæður í seðlabanka námu 26,8 milljörðum króna í lok árs 2019. Lausafjárhlutfall var 246%, langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmarksþekju. Eigið fé nam 15,5 milljörðum króna í árslok 2019 og var eiginfjárhlutfall 24,1%,  vel umfram eiginfjárkröfu eftirlitsaðila.

Afkomuáætlun Kviku fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 2.300 – 2.700 milljónir króna fyrir skatta. Áætlunin samsvarar arðsemi eigin fjár á bilinu 15 - 18%.    

Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku:

Rekstur Kviku gekk vel á árinu, mikill vöxtur var í þóknanatekjum og arðsemin var umfram langtímamarkmið. Ennfremur gekk vel að halda kostnaði á áætlun og skilaði bankinn sinni bestu afkomu frá upphafi.

Bankinn hefur skýra stefnu sem sérhæfður banki sem leggur áherslu á eignastýringu og fjárfestingastarfsemi. Á undanförnum árum hefur Kvika orðið til með kaupum og sameiningum á mörgum innlendum fjármálafyrirtækjum með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki sem getur skilað árangri til lengri tíma. Það er ánægjulegt að grunnrekstur bankans hafi haldið áfram að batna sem endurspeglast í því að tekjur hafa verið að aukast en rekstarkostnaður verið í samræmi við áætlanir.

Aðstæður á fjármálamörkuðum eru krefjandi þessi misserin en Kvika er í góðri stöðu til þess að takast á við þær áskoranir sem fylgja nauðsynlegum breytingum á fjármálakerfinu meðal annars vegna nýrra tæknilausna og áframhaldandi hagræðingar. Það er áhyggjuefni hversu flókið rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja og annarra aðila á fjármálamarkaði er orðið. Fjármálakerfið er hluti af nauðsynlegum innviðum samfélagsins og það hefur ekki náð að þróast nægjanlega til að uppfylla hlutverk sitt.

Þrátt fyrir hátt sparnaðarstig á landinu hefur verið erfitt fyrir mörg fyrirtæki og frumkvöðla að afla fjármagns. Fjármagna þarf rekstur og fjárfestingar fyrirtækja til þess að viðhalda og auka verðmætasköpun sem er nauðsynleg forsenda lífskjara. Heilbrigður rekstur fyrirtækja er forsenda þess að þau ráði starfsmenn og greiði laun sem er forsenda fyrir því að hið opinbera fái skatttekjur, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda uppi öflugri opinberri þjónustu. Uppbygging fjármálakerfisins kemur því öllum við og mikilvægt að það þróist í takt við þarfir hagkerfisins.

Viðhengi

EN
27/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026

Kvika banki hf.: Financial Calendar 2026 Kvika banki hf. plans to publish its interim and annual financial statements and host its Annual General Meeting in 2026 according to the below financial calendar: DateEvent11.02.2026Fourth quarter and year-end results 202518.03.2026Annual General Meeting12.05.2026First quarter results 202612.08.2026Second quarter results 202604.11.2026Third quarter results 202610.02.2027Fourth quarter and year-end results 2026 All financial information will be released after market close. Please note that the dates are subject to change. Further information please ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Kvika banki hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Kvika banki hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum árið 2026: DagsetningViðburður11.02.2026Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2025/Ársuppgjör 202518.03.2026Aðalfundur12.05.2026Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 202612.08.2026Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 202604.11.2026Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 202610.02.2027Árshlutauppgjör fjórða ársfjórðungs 2026/Ársuppgjör 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. N...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 No...

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 November The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the third quarter and first nine months of 2025 at a board meeting on Wednesday 5 November. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 6 November, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch