FESTI N1 Hf

Festi hf: Nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf.

Festi hf: Nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf.

Festi hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 1. júlí 2023, eru ótímabundnir með 14 daga uppsagnarfresti. Samningi félagsins við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt hefur verið sagt upp.

Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Festi í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningur Festi við Arion banka kemur í stað eldri samnings milli sömu aðila sem greint var frá í tilkynningum 11. mars 2020 og 13. september 2021. Samkvæmt samningnum mun bankinn á hverjum viðskiptadegi leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af Festi í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland. Verði framlögðum tilboðum tekið eða þau felld niður skal bankinn leggja fram nýtt slíkt tilboð eins fljótt og mögulegt er. Sé gengið að tilboði skal bankinn leggja fram nýtt slíkt tilboð innan 10 mínútna þangað til hámarksfjárhæð er náð. Skal fjárhæð hvers tilboðs varða að lágmarki 100.000 hluti í félaginu á gengi sem bankinn ákveður en tilboð skal þó ekki vera með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Samkvæmt samningnum skal verðbil kaup- og sölutilboða ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Eigi Arion banki viðskipti innan sama viðskiptadags með hluti Festi, sem fara fram um veltubók bankans, sem nema samtals 50.000.000 kr. að markaðsvirði, falla niður framangreindar skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum félagsins innan viðskiptadags er umfram 5% er bankanum heimilt að auka hámarksverðbil í 3% og ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10% er bankanum heimilt að auka hámarksverðbil í 4,5%.

Samningur Festi og Landsbankans kveður á um að bankinn muni sem viðskiptavaki setja fram dagleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins að lágmarki 15.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem bankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er 30.000.000 kr. að nettó markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum bankans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð, fellur niður skylda bankans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið, þar til gengið hefur verið á tilboð bankans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark. Magnvegið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða bankans ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Festi eins og það mælist á hverjum tíma og birt er í upplýsingakerfi Bloomberg. Sé 10 daga flökt minna en 30% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 1,5% en sé 10 daga flökt jafnt og/eða hærra en 30% skal magnvegið verðbil vera 3%. 

Samkvæmt framangreindu munu Arion banki og Landsbankinn standa einir að viðskiptavakt með bréf Festi frá og með mánudeginum 3. júlí 2023.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi,



EN
29/06/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila

Festi hf.: Viðskipti stjórnenda og nákominna aðila Sjá meðfylgjandi tilkynningu. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 32

Festi hf.: Buyback program week 32 In week 32 2025, Festi purchased in total 160,000 own shares for total amount of 48,140,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price325.8.202513:21:2250.00030215.100.000326.8.202510:02:4540.00030112.040.000328.8.202510:13:5470.00030021.000.000   160.000 48.140.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and th...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 32

Festi hf.: Endurkaup vika 32 Í 32. viku 2025 keypti Festi alls 160.000 eigin hluti fyrir 48.140.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)325.8.202513:21:2250.00030215.100.000326.8.202510:02:4540.00030112.040.000328.8.202510:13:5470.00030021.000.000   160.000 48.140.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 31

Festi hf.: Buyback program week 31 In week 31 2025, Festi purchased in total 140,000 own shares for total amount of 42,700,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3128.7.202515:06:0035.00030510.675.0003130.7.202511:37:2965.00030519.825.0003131.7.202511:26:1640.00030512.200.000   140.000 42.700.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch