Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 3F 2023
Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 þá nemur EBITDA félagsins á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarða króna árið áður sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára. Í ljósi betri afkomu á fjórðungnum en áætlanir gerðu ráð fyrir og uppfærðri spá stjórnenda fyrir fjórða ársfjórðung 2023 þá er EBITDA spá félagsins fyrir árið 2023 hækkuð úr 9.750 – 10.250 millj. kr. í 10.400 – 10.800 millj. kr.
Festi birtir uppgjör sitt fyrir 3. ársfjórðung 2023 eftir lokun markaða miðvikudaginn 25. október næstkomandi. Afkomufundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 26. október 2023 kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14 í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi – eða Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi –
