Forstjóri Festi snýr aftur til starfa eftir fæðingarorlof
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, er mætt aftur til starfa eftir að hafa verið í fæðingarorlofi frá 1. nóvember 2022.
Magnús Kr. Ingason hefur verið fjármálastjóri og staðgengill forstjóra á fyrrgreindum orlofstíma. Hann mun starfa áfram sem fjármálastjóri Festi og sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
