ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech kynnir áætlaðar mettekjur og EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi 2024

Alvotech kynnir áætlaðar mettekjur og EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO)  kynnti í dag eftirfarandi óendurskoðaða áætlun um rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs og á fyrri helmingi ársins 2024.

  • Reiknað er með mettekjum Alvotech frá upphafi á öðrum ársfjórðungi. Áætlaðar heildartekjur á öðrum ársfjórðungi eru á bilinu 196 – 201 milljón Bandaríkjadala. Áætlaðar heildartekjur á fyrri helmingi ársins eru 233 – 238 milljón dalir, sem er um það bil tíföldun frá sama tímabili í fyrra.
  • Áætlaðar tekjur af sölu á hliðstæðunum við Humira og Stelara á alþjóðlegum mörkuðum, eru á bilinu 51 – 54 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi. Áætlaðar sölutekjur á fyrri helmingi ársins eru 63 – 66 milljónir dala, sem er um það bil 180% vöxtur miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Áætlaðar áfangagreiðslur á öðrum ársfjórðungi nema 145 – 147 milljónum dala eða 169 – 171 milljón dala á fyrri helmingi ársins, sem er einkum vegna jákvæðrar niðurstöðu úr klínískum rannsóknum og markaðssetningu lyfja á nýjum mörkuðum á öðrum ársfjórðungi.
  • Búist er við met leiðréttri EBITDA framlegð af rekstri Alvotech á öðrum ársfjórðungi.  Áætluð leiðrétt EBITDA framlegð er á bilinu 98 – 103 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi, eða á bilinu 60 – 65 milljónir dala á fyrri helmingi ársins, samanborið við neikvæða 178 milljóna dala leiðrétta EBITDA framlegð á fyrri helmingi síðasta árs.

„Við erum afar ánægð með þessa áætluðu niðurstöðu annars ársfjórðungs, sem byggir á umtalsverðum vexti bæði í sölu og áfangagreiðslum. Við gerum einnig ráð fyrir metafkomu af rekstri félagsins, með jákvæðri leiðréttri EBITDA framlegð í fyrsta sinn á fjórðungi og árshelmingi. Við búumst við að þessi niðurstaða, og endurfjármögnun félagsins, verði undirstaða vaxtar og jákvæðrar leiðréttrar EBITDA framlegðar á árinu í heild,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

Þessari áætlanir eru byggðar á núverandi mati félagsins, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Birt eru áætluð efri og neðri mörk, fremur en eitt gildi, þar sem uppgjöri ársfjórðungsins er ekki lokið. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir og gætu orðið aðrar en áætlanirnar gera ráð fyrir. Áætlanirnar eru hvorki endurskoðaðar né kannaðar af endurskoðanda félagsins.    

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður

Fylgstu með okkur á , eða samfélagsmiðlum: , , , og .



EN
01/07/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, ICELAND (July 10, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda will be based in Ice...

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, Iceland, July 10, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda w...

 PRESS RELEASE

Alvotech skipar Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasvið...

Alvotech skipar Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs REYKJAVÍK (10. JÚLÍ 2025) - Alvotech (NASDAQ: ALVO) hefur skipað Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda er reyndur alþjóðlegur stjórnandi á sviði rekstrar og fjármála. Hún hefur áður gegnt leiðtogastöðum fyrirtækja á sviði iðnaðar, fjármála, flutningastarfsemi og heilbrigðismála. Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech frá árinu 2020 hefur ákveðið að láta af störfum til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni og á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Hann verður félag...

 PRESS RELEASE

Alvotech erweitert seine Kapazitäten in den Bereichen Montage und Verp...

Alvotech erweitert seine Kapazitäten in den Bereichen Montage und Verpackung mit der Akquisition von Ivers-Lee in der Schweiz REYKJAVIK, ISLAND UND BURGDORF, SCHWEIZ (9. JULI 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), ein globales Biotech-Unternehmen, das sich auf die Entwicklung und Herstellung von Biosimilars für Patienten weltweit spezialisiert hat, gab heute die Erweiterung seiner Kapazitäten für Montage und Verpackung durch die Übernahme der Ivers-Lee Gruppe ("Ivers-Lee") bekannt, einem Familienunternehmen in Burgdorf, Schweiz, das sich auf die Bereitstellung hochwertiger Montage- und Verpackung...

 PRESS RELEASE

Alvotech Expands its Capacity in Assembly and Packaging with the Acqui...

Alvotech Expands its Capacity in Assembly and Packaging with the Acquisition of Ivers-Lee in Switzerland REYKJAVIK, Iceland and BURGDORF, Switzerland, July 09, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the expansion of its capacity for assembly and packaging with the acquisition of Ivers-Lee Group (“Ivers-Lee”), a family owned business with headquarters in Burgdorf, Switzerland specializing in providing high-quality assembly and packaging service...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch