OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. maí 2025

Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q1) eru:

  • Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 3,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári.
  • EBITDA ársfjórðungsins var 970 millj. kr. og lækkaði um 8% á milli ára.
  • Hagnaður eftir skatta var 379 millj. kr. og lækkaði um 103 millj. kr.
  • EBITDA Iceland Spring dróst saman um 52 millj.kr. á tímabilinu.
  • EBITDA áhrif af Collab útflutningi voru neikvæð um 120 millj. kr. samkvæmt áætlun á tímabilinu.  
  • Án áhrifa af Iceland Spring og Collab útflutningi var EBITDA vöxtur félagsins 3,7% milli ára sem er umfram áætlanir.



Rekstur Q1 2025 (millj. kr.)

Rekstrarreikningur Q1 2025Q1 2025Q1 2024Breyt.% Breyt
Vörusala11.60911.2333763%
Áfengis- og skilagjald3.0212.8481736%
Vörunotkun4.3694.319501%
Annar framleiðslukostnaður239219209%
Framlegð3.9803.8481333%
Aðrar tekjur57-2-23%
Laun og launatengd gjöld1.4731.32115211%
Sölu- og markaðskostnaður898885132%
Annar kostnaður644593519%
EBITDA9701.055-85-8%
Afskriftir300277238%
EBIT670778-108-14%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga19819711%
Hagnaður fyrir skatta472581-110-19%
Tekjuskattur93100-7-7%
Hagnaður e skatta379482-103-21%



Vörusala og framlegð hækkuðu um 3% milli ára. Rúmlega 10% aukning var í sölu til hótela og veitingastaða (Horeca) á ársfjórðungnum. Sala til Vínbúðarinnar jókst um 6% milli ára sem má rekja til áframhaldandi hlutdeildaraukningar í bjór. 

Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 11% milli ára. Stöðugildum fjölgaði um 23 milli ára og má skýra það með auknum umsvifum í snyrtivöruhluta Danól ásamt innvistun á hluta af vöruhúsastarfsemi og kaffivélaþjónustu. Ölgerðin rekur nú tvö vöruhús – hið nýja hóf starfsemi í febrúar, er að Köllunarklettsvegi 6 og þar eru 14 stöðugildi.

Sölu- og markaðskostnaður hækkaði um 2% milli ára og annar kostnaður hækkaði um 9%. Samtals hækkaði rekstrarkostnaður um 4% milli ára.

Fjármagnsliðir stóðu nokkurn veginn í stað á milli ára. Aukin skuldsetning og lægri vextir vega hvort annað upp að mestu leyti.

Efnahagur 31.05.2025 (millj. kr.)

Efnahagur31.5.202528.2.2025Breyt.% Breyt
Eignir35.38833.1842.2047%
Eigið fé16.73516.3753602%
Eiginfjárhlutfall47,3%49,3%-2,1 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.9.5298.7198109%
Handbært fé6921.273-582-46%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.8.8377.4451.39219%
EBITDA sl. 12 mán4.9555.040-85-2%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,781,480,3 



Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri húsaleiguskuldbindingu, voru 8.837 millj. kr. í lok fyrsta ársfjórðungs. Það er aukning um 1.392 millj. kr. milli ára. Greiðsla fyrir kaup á Ankra ehf. fór fram á tímabilinu sem birtist í uppgjörinu. Þá bar síðasta dag ársfjórðungsins upp á helgidag og gjalddagi hárra viðskiptakrafna eins og hjá ÁTVR komu því til greiðslu í byrjun júní. Jafnframt fór launagreiðsla fyrir maí fram á tímabilinu í stað fyrsta dag næsta mánaðar eins og venja er. Áhrifin af þessum þáttum voru yfir 1 ma. kr. sem þarf að hafa í huga þegar handbært fé og skuldastaða eru skoðaðar og bornar saman við uppgjör, þar sem þessara áhrifa gætir ekki.

Í maí voru gefnir út nýir hlutir í Ölgerðinni fyrir 124 millj. kr. vegna kaupréttarsamninga.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 9,4% í lok fyrsta ársfjórðungs.

Fjárfestingar

Vinna við stækkun vöruhúss félagsins við Köllunarklettsveg 6 er á áætlun en með henni tvöfaldast húsið að stærð og gera stjórnendur ráð fyrir að það verði tekin í notkun undir lok núverandi fjárhagsárs.

Fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum námu 244 millj. kr á tímabilinu sem er heldur minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áfram er gert ráð fyrir fjárfestingu í hefðbundnum varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 1.526 millj. kr. á fjárhagsárinu. Stærsta einstaka fjárfestingin á tímabilinu var endurnýjun á loftræsingu í framleiðsluhluta að Grjóthálsi 9.

Eins og áður hefur komið fram var gengið frá kaupum á Ankra ehf. í apríl. Umsamið heildarvirði félagsins vegna kaupanna var 641 millj. kr.

Heildarvirði641 millj. kr.
Handbært fé og veltufjármunir164 millj. kr.
Greiðsla til seljenda804 millj. kr.



Kaup félagsins á Gæðabakstri bíða samþykktar Samkeppniseftirlitsins og áreiðanleikakönnun á Kjarnavörum stendur enn yfir. Ekkert hefur komið fram í áreiðanleikakönnunum sem hefur áhrif á viðskiptin. Ferlið hefur tekið lengri tíma en væntingar stóðu til. Áhrifa reksturs félaganna mun því ekki gæta í samstæðu Ölgerðarinnar fyrr en á þriðja eða fjórða ársfjórðungi fjárhagsársins.

Aðrar fréttir í starfseminni:

Rekstur Iceland Spring var undir áætlunum stjórnenda og má rekja það annars vegar til áhrifa innflutningstolla sem setja mark sitt á eftirspurn í Bandaríkjunum, auk þess sem gengi dollars gagnvart íslensku krónunni munu hafa áhrif á rekstraruppgjör í íslenskum krónum.

Collab útflutningur gengur samkvæmt áætlun. Í Danmörku er varan seld í um 600 verslunum auk annarra minni útsölustaða svo sem mötuneytum og söluturnum. Veltuhraði í verslunum er í samræmi við væntingar og ágætur stígandi er í sölu.

Sala í Þýskalandi hófst í byrjun júní og er varan nú seld í um 700 verslunum í norður Þýskalandi – einkum í Hamborg og nágrenni. Áætlað er að í haust verði Collab fáanlegt í um 1500 verslunum. Of snemmt er að segja til um söluhorfur en fyrstu viðtökur eru góðar.

Deiliskipulag á Hólmsheiði hefur ekki öðlast gildi og því liggur ekki enn fyrir hvenær framkvæmdir á svæðinu hefjast.

Vöruþróun hefur verið blómleg að vanda. Kristall+ var settur á markað á tímabilinu og eru viðtökur góðar. Boli X heldur áfram að sækja í sig veðrið og var með 2,7% markaðshlutdeild á tímabilinu.

Vörusala í júní er rúmlega 10% meiri en á sama tímabili í fyrra, sem er í takt við áætlanir stjórnenda, enda var sala í júní 2024 minni en eðlilegt gat talist.

Sala á snyrtivörum jókst verulega á tímabilinu og ljóst að tilkoma Luxe hluta L‘Oreal styrkir snyrtivöruhluta Danól verulega.

Þá setti Ölgerðin Kærleikskristal á markað í byrjun júní, en allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru, sem mun fjármagna húsnæði Bryndísarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem mátt hafa þola ofbeldi.



Árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. mars 2025 – 31. ágúst 2025 (6 mánaða uppgjör) verður birtur 9. október 2025 og verður kynningarfundur um uppgjörið haldinn kl. 16:30 sama dag.



Nánari upplýsingar veita: 

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491

Viðhengi



EN
26/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Kjarnavörum Vísað er til tilkynningar, dags. 28. febrúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Kjarnavörum. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar  / 412 8000

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260513 fyrir 500 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 7,80% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðski...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Gæðabakstri Vísað er til tilkynningar, dags. 22. janúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Gæðabakstri. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varðandi kaup Ölgerðarinnar á Kjarnavörum er að vænta í lok desember 2025. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samningur um viðskiptavakt við Ario...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samningur um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. Ölgerðin hefur gert nýja samninga um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins sem skráð eru á Nasdaq Iceland, við Arion banka hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. Samhliða hefur verið sagt upp núverandi samningum um viðskiptavakt. Tilgangur samninganna um viðskiptavakt er að efla viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland (Kauphöllin) í því skyni að stuðla að því að seljanleiki hlutabréfa Ölgerðarinnar aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar Ölgerðin hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 9. október 2025, staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Ölgerðarinnar, . Grunnlýsingin er hér meðfylgjandi en hana má jafnframt nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar veitir:Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri,  Viðhengi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch