Reginn hf. – Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar á aðalfundi 11. mars 2020
Aðalfundur Regins hf. verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 í Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, klukkan 16:00.
Framboðsfrestur til stjórnar og tilnefningarnefndar Regins hf. rann út þann 4. mars sl.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:
Í framboði til aðalstjórnar eru:
Albert Þór Jónsson
Bryndís Hrafnkelsdóttir
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Heiðrún Emilía Jónsdóttir
Tómas Kristjánsson
Í framboði til varastjórnar eru:
Finnur Reyr Stefánsson
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63.gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt núgildandi samþykktum félagsins skal stjórn félagsins skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Á aðalfundi verður lögð fram tillaga um breytingu á 23. gr. samþykkta félagsins þess efnis að ekki verði kjörnir varastjórnarmenn í stjórn félagsins. Tillagan verður ekki borin fram fyrr en á aðalfundi en framangreindir einstaklingar eru í framboði til varastjórnar, komi til þess að tillagan verði ekki samþykkt.
Aðalstjórn félagsins er sjálfkjörin og ekki mun koma til atkvæðagreiðslu um stjórnarkjör á fundinum.
Í framboði til tilnefningarnefndar eru:
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ína Björk Hannesdóttir
Sigurjón Pálsson
Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63.gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Tilnefningarnefnd félagsins er sjálfkjörin og ekki mun koma til atkvæðagreiðslu um kjör tilnefningarnefndar á fundinum.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og tilnefningarnefndar eru í viðhengjum.
Önnur fundargögn tengd aðalfundi má nálgast á vef félagsins . Aðalfundur félagsins verður án pappírsgagna. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu aðalfundar á og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa.
Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:
Kópavogur, 5. mars 2020.
Stjórn Regins hf.
Viðhengi