SVN SILDARVINNSLAN

Síldarvinnslan: Ársuppgjör 2023

Síldarvinnslan: Ársuppgjör 2023

 

  • Eitt besta rekstrarár Síldarvinnslunnar hf. til þessa.
  • Loðnuvertíð var góð í upphafi árs.
  • Veiðar á makríl gengu vel og veiðarnar fór að mestu fram í íslenskri lögsögu.
  • Síldveiðar á haustmánuðum gengu vel og stutt var að sækja.
  • Umfang bolfiskstarfsemi hefur aukist með tilkomu Vísis í samstæðuna.
  • Óvissa með áframhaldandi bolfiskstarfsemi í Grindavík í kjölfar jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi.
  • Mjöl- og lýsismarkaðir voru sterkir á árinu og verð há.
  • Með fjárfestingu í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood styrkist sölu- og markaðsstarf félagsins.

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins

  • Hagnaður ársins nam 73,4 m USD og 10,6 m USD á fjórða ársfjórðungi.
  • Rekstrartekjur ársins námu 404,7 m USD og 86,8 m USD á fjórða ársfjórðungi.
  • EBITDA var 121,8 m USD eða 30,1% á árinu og 25,4 m USD eða 29,3% á fjórða ársfjórðungi.
  • Heildareignir samstæðunnar í lok ársins námu 1.099 m USD og eiginfjárhlutfall var 58,6%.

Rekstur

Tekjur á árinu 2023 námu 404,7 m USD og 86,8 m USD á fjórða ársfjórðungi samanborið við 310,1 m USD árið 2022 og 63,2 m USD á fjórða ársfjórðungi 2022. Rekstrartekjur jukust þannig um 94,6 m USD á milli ára eða 30,5%. Tekjuaukningin skýrist fyrst og fremst af því að þetta var fyrsta heila rekstrarár Vísis ehf. í rekstri samstæðunnar en árið á undan var Vísir ehf. einungis desembermánuð í rekstri samstæðunnar.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á árinu 2023 var 121,8 m USD eða 30,1% af rekstrartekjum. Á árinu 2022 var EBITDA 104,6 m USD og 33,7% af rekstrartekjum. Aukning á milli tímabila nemur því 17,2 m USD. Á fjórða ársfjórðungi 2023 var EBITDA 25,4 m USD eða 29,3% af rekstrartekjum en hún var 20,6 m USD eða 32,6% af rekstrartekjum á fjórða ársfjórðungi 2022.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 92,2 m USD árið 2023 samanborið við 91,2 m USD árið 2022. Á fjórða ársfjórðungi 2023 var hagnaður fyrir tekjuskatt 12,9 m USD samanborið við 12,5 m USD á sama tímabili 2022. Tekjuskattur fyrir árið 2023 nam 18,8 m USD og hagnaður ársins því 73,4 m USD samanborið við 75,6 m USD hagnað árið 2022. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 10,6 m USD samanborið við 13,1 m USD á sama tímabili 2022.

Efnahagur

Heildareignir námu 1.098,9 m USD í lok desember 2023. Þar af voru fastafjármunir 889,3 m USD og veltufjármunir 209,6 m USD. Í lok árs 2022 námu heildareignir 1.059,8 m USD og þar af voru fastafjármunir 873,3 m USD og veltufjármunir 186,5 m USD. Fastafjármunir jukust því um 16,0 m USD en fjárfesting í stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað skýrir það að mestu leyti. Veltufjármunir jukust um 23,1 m USD. Handbært fé og birgðir hækkuðu á meðan viðskiptakröfur lækkuðu lítillega á milli tímabilanna.

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 644,5 m USD. Eiginfjárhlutfall var 58,6% í lok tímabilsins en það var 55,2% í lok árs 2022.

Heildarskuldir og -skuldbindingar félagsins voru 454,4 m USD og lækkuðu um 20,1 m USD frá áramótum. Vaxtaberandi skuldir voru 304,7 m USD í lok tímabilsins og lækkuðu um 21 m USD frá áramótum.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 75,2 m USD á árinu 2023 en var 87,0 m USD á sama tímabili 2022. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 20,8 m USD og fjármögnunarhreyfingar neikvæðar um 50,6 m USD. Handbært fé í lok tímabilsins nam 81,7 m USD.

Meginniðurstöður í íslenskum krónum á árinu 2023

Séu niðurstöður rekstrarreiknings ársins reiknaðar í íslenskar krónur á meðalgengi ársins (1 USD=137,98 kr.) voru rekstrartekjur 55,8 milljarðar króna. EBITDA nam 16,8 milljörðum króna og hagnaður ársins var 10,1 milljarður króna. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar í íslenskar krónur á gengi 31. desember 2023 (1 USD=136,2 kr.) voru eignir samtals 149,7 milljarðar króna, skuldir 61,9 milljarðar króna og eigið fé 87,8 milljarðar króna.

Samþykkt árshlutareiknings

Uppgjör ársins 2023 var samþykkt á stjórnarfundi Síldarvinnslunnar hf. hinn 7. mars 2023. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS- International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur 7. mars 2024

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn á vefstreymi fimmtudaginn 7. mars næstkomandi klukkan 16:00. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðu Síldarvinnslunnar . Streymið verður einnig aðgengilegt á streymisrás Síldarvinnslunnar á YouTube  Þá verður hægt að senda spurningar á netfangið  og verður reynt að svara þeim á kynningarfundinum eftir fremsta megni.

Frá forstjóra

Við erum að loka einu besta rekstrarári í sögu félagsins. Árið hefur verið um margt viðburðaríkt og uppbygging félagsins haldið áfram.

Loðnuvertíðin 2023 gekk vel og var mikið framleitt. Aukning aflaheimilda seint á vertíðinni skilaði metframleiðsla loðnuhrogna. Framleiðsla var töluvert umfram eftirspurn og fylgdu mikil verðlækkun og birgðasöfnun í kjölfarið. Heilt yfir gengu uppsjávarveiðar vel á árinu. Makrílveiðar fóru að stærstum hluta fram innan íslenskrar lögsögu sem er jákvætt fyrir okkur Íslendinga. Markaðsaðstæður fyrir uppsjávarafurðir voru góðar, mjöl- og lýsismarkaðir hafa verið sterkir og mikil eftirspurn. Félagið framleiddi mikið magn af uppsjávarafurðum og vel hefur gengið að selja og afhenda vörur til okkar viðskiptavina.

Bolfiskskip félagsins fiskuðu vel á árinu. Var þetta fyrsta heila árið með Vísi ehf. sem hluta af samstæðunni. Vinnslur gengu vel á árinu allt þar til jarðhræringar á Reykjanesi hófust þann 10. nóvember. Á haustmánuðum kynntum við um lokun á bolfiskvinnslu okkar á Seyðisfirði sem mun taka gildi nú á vormánuðum. Um áramót lögðum við einum línubát hjá Vísi. Atburðirnir á Reykjanesi hafa sett landvinnslu okkar í Grindavík í ákveðna óvissu. Unnið hefur verið að því að koma upp saltfisksvinnslu annars staðar til skemmri tíma. Þessir atburðir munu ekki skerða rekstrarhæfi félagsins til lengri tíma litið. Á næstu misserum verður unnið að stefnumótun og endurskipulagningu á bolfiskhluta samstæðunnar. Markaðir fyrir bolfiskafurðir voru erfiðari þegar kemur að sjó- og landfrystum afurðum, en saltfiskmarkaðir voru heilt yfir stöðugir. Byrjun ársins 2024 gefur góð fyrirheit um að markaðir séu að rétta úr sér.



Um mitt ár var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á 50% hlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. en kaupin eru mikilvæg til að efla enn frekar sölu- og markaðshlið Síldarvinnslunnar. Við sjáum aukin tækifæri í því að íslensk sjávarútvegsfélög snúi bökum saman þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi erlendis enda samkeppni hörð á erlendum mörkuðum og samkeppnisaðilar sterkir. Þar teljum við að slíkt samstarf muni skila aukinni verðmætasköpun.

Frábær árangur Síldarvinnslunnar á árinu byggir á áratuga reynslu öflugs starfsfólks á öllum vígstöðvum, sem hefur lagt mikið á sig á árinu, sem og markvissum fjárfestingum síðustu ára.

Aðalfundur

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024 klukkan 14:00 í Safnahúsinu Neskaupstað og verður einnig boðið upp á rafræna þátttöku. Nánari upplýsingar um aðalfund má finna á heimasíðu félagsins

Fjárhagsdagatal

Aðalfundur 2024 – 21. mars 2024

1. ársfjórðungur 2024 – 23. maí 2024

2. ársfjórðungur 2024 – 29. ágúst 2024

3. ársfjórðungur 2024 – 21. nóvember 2024

Ársuppgjör 2024 – 6. mars 2025

Nánari upplýsingar

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri

 

Viðhengi



EN
07/03/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SILDARVINNSLAN

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan: Fyrsti ársfjórðungur 2025

Síldarvinnslan: Fyrsti ársfjórðungur 2025 Lítil loðnuvertíð, 3000 tonn af afurðum fryst á háum verðum.Væntingar voru um stærri vertíð, niðurstaðan vonbrigði.Kolmunnaveiðar rólegri en árið 2024.Frystitogarinn Blængur fiskað vel og verð góð.Ísfiskskipin fiskuðu ágætlega á fjórðungnum. Þó meira fyrir veiðunum haft, bæði á þorski og ýsu.Landvinnsla í Grindavík gengið að mestu án raskana.Mikill framleiðsluaukning hjá Arctic Fish en þrátt fyrir það lækkuðu tekjur og afkoma versnaði vegna lakari afurðaverða. Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins  Hagnaður tímabilsins nam 7,3 m USD.R...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn...

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn 22. maí 2025 eftir lokun markaða Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á fimmtudaginn kemur 22. maí. Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .  Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið . Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Síldarvinnslunnar, .  Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á .

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. hefur tekið saman minnisblað þar sem er farið yfir þau áhrif sem frumvarp um veiðigjald geti haft á félagið og íslenskan sjávarútveg. Markmið með minnisblaðinu er að taka saman staðreyndir fyrir hagaðila, þar á meðal ríkisstjórn, þingmenn og hluthafa félagsins til að meta framkomnar tillögur um breytingar á lögum um veiðigjald með raunhæfum hætti og út frá réttum tölum og forsendum. Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa sa...

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa samfélagsskýrslu Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað og rafrænt þann 20. mars 2025. Mætt var fyrir 91,89 % atkvæða. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins: Ársreikningur Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Tillaga um greiðslu arðs Samþykkt var að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,27 kr. á hlut eða 2.349,4 milljónir kr. (um 17 milljónir USD á lokagengi ársins 2024). Arðurinn verður greiddur 26. mars 2025. Réttur hluthafa til arðgreið...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlega...

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025 Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 20. mars 2025 kl. 14. Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 20. mars 2025. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar en tveir til varastjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóriBald...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch