SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Samningur við Arion banka um viðskiptavakt

Síminn hf. - Samningur við Arion banka um viðskiptavakt

Síminn hf. hefur gert nýjan samning við Arion banka um viðskiptavakt. Arion Banki mun dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að stuðla að því að seljanleiki hlutabréfa útgefanda aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með sem skilvirkustum og gagnsæjustum hætti.

Arion banki skal leggja fram kaup- og sölutilboð sem varða að lágmarki 1.500.000 hluti í útgefanda, á gengi sem Arion banki ákveður. Tilboðin skulu vera í tveimur hlutum þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 1.350.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%.  Verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 150.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í bæði A og B hluta með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Eigi Arion banki innan sama viðskiptadags viðskipti með hluti útgefanda, sem fram í gegnum veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), sem nema 100.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira, falla niður framangreindar skyldur Arion banka um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum útgefanda innan viðskiptadags er umfram 5% er Arion banka heimilt að tvöfalda framangreind verðbil og ef verðbreyting á hlutabréfum er umfram 10% er Arion banka heimilt að þrefalda þau. 

Samningurinn gildir frá og með 14. apríl 2025 og er ótímabundinn en samningsaðilum er heimilt að segja honum upp með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Hauksson fjármálastjóri Símans, .



EN
14/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 19. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 68.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.5.202509:541.000.00013,7513.750.00048.172.4626.5.202511:261.000.00013,7013.700.00049.172.4627.5.202509:561.000.00013,5513.550.00050.172.4628.5.202512:291.000.00013,6013.600.00051.172.4629.5.202510:411.000.00013,6013.600.00052.172.462  5.000.000 68.200.00052.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 18. viku 2025 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 41.200.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.4.202509:431.000.00013,6013.600.00045.172.46230.4.202509:381.000.00013,8013.800.00046.172.4622.5.202510:481.000.00013,8013.800.00047.172.462  3.000.000 41.200.00047.172.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 17. mars 2025. Endurkaup núna samkvæ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki

Síminn hf. - Útgáfa á nýjum víxlaflokki Síminn hf. hefur lokið sölu á nýjum víxlaflokki, SIMINN251015 2. Seldir voru víxlar að nafnverði 600 m.kr. á kjörum sem samsvara 8,20% flötum vöxtum með lokagjalddaga þann 15. október 2025. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni. Stefnt er að töku víxlann...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali

Síminn hf. - Breyting á fjárhagsdagatali Síminn hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025. Áætlaðar dagsetningar eru eftirfarandi: Uppgjör 2F 2025    19. ágúst 2025Uppgjör 3F 2025    22. október 2025 (var 28. október 2025)Ársuppgjör 2025    17. febrúar 2026Aðalfundur 2026    12. mars 2026 Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025

Síminn hf. - Results for the first quarter of 2025 Financial highlights of Q1 2025Revenue in the first quarter (Q1) of 2025 amounted to ISK 7,173 million compared to ISK 6,575 million in the same period 2024 and increased by 9.1%. Revenue from Síminn's main telecommunications services, mobile, data and TV services increases by 2.3% from Q1 2024.EBITDA amounted to ISK 1,272 million in Q1 2025, down by ISK 163 million or 11.4% compared to the same period 2024. The EBITDA ratio was 17.7% in Q1 2025, compared to 21.8% in the same period of 2024. Operating profit EBIT amounted to ISK 189 million...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch