SIMINN Siminn HF

Síminn hf. - Sögulegur fjórðungur

Síminn hf. - Sögulegur fjórðungur

Gengið var frá sölu Mílu þann 30. september 2022. Salan hefur veruleg áhrif á árshlutareikning félagsins.

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi (3F) 2022 námu 6.210 m.kr. samanborið við 6.124 m.kr. á sama tímabili 2021.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 1.790 m.kr. á 3F 2022 og hækkar því um 163 m.kr. eða 10,0%. EBITDA hlutfallið er 28,8% fyrir 3F 2022 en var 26,6% á sama tímabili 2021. Rekstrarhagnaður EBIT nam 986 m.kr. á 3F 2022 samanborið við 840 m.kr. á sama tímabili 2021.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 84 m.kr. á 3F 2022 en voru jákvæð sem nemur 29 m.kr. á sama tímabili 2021. Fjármagnsgjöld námu 165 m.kr., fjármunatekjur voru 97 m.kr. og gengistap nam 16 m.kr.
  • Hagnaðar á 3F 2022 nam 36.346 m.kr. að teknu tilliti til hagnaðar af sölu Mílu. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi á 3F 2022 nam 718 m.kr. samanborið við 707 m.kr. á sama tímabili 2021.
  • Vaxtaberandi skuldir samstæðu að leiguskuldbindingum meðtöldum námu 7,3 ma.kr. í lok 3F 2022, en voru 8,3 ma.kr. í árslok 2021. Handbært fé í lok 3F 2022 nam 33,9 ma.kr., en var 3,5 ma.kr. í árslok 2021. Hækkun á handbæru fé er vegna sölu Mílu í lok september 2022.
  • Eiginfjárhlutfall Símans var 80,4% í lok 3F 2022 og eigið fé 65,5 ma.kr.



Orri Hauksson, forstjóri:

„Sölunni á Mílu lauk loksins við lok þriðja fjórðungs ársins. Verulegur söluhagnaður sem Síminn innleysir með viðskiptunum setur sérlega jákvætt mark sitt á uppgjörið, efnahagsreikning félagsins og ávöxtun eigin fjár. Á sama tíma er undirliggjandi rekstur Símans afar sterkur og í öruggum vexti. Þannig aukast tekjur í farsíma, interneti og sjónvarpi umfram kostnað, sem aftur eykur framlegð og hagnað.

Síminn umbreytist nú í lipurt þjónustufélag sem mun byggja á léttum efnahag og minnkaðri fjárfestingabyrði. Félagið hefur valið sérhæfða birgja innan lands og utan til að reiða sig á til framtíðar. Festa og sveigjanleiki í viðskiptasamningi félagsins við Mílu eflir Símann í að huga fyrst og fremst að vöruþróun og viðskiptavinum sínum. Þróun fjarskipta- og sjónvarpsmarkaða á Íslandi hefur einkennst af síaukinni keppni um hylli eftirlitsstofnana fremur en neytenda. Nú þegar sameiginlegt eignarhald Símans og Mílu hefur verið rofið munu ýmsar íþyngjandi kvaðir fortíðar ekki eiga lengur við Símann og samkeppniskraftar virkjast betur í þágu neytenda.

Við erum afar stolt af því að íslensk framleiðsla í Sjónvarpi Símans hlaut nýlega 20 Edduverðlaun af 27 mögulegum, langmest allra sjónvarpsfyrirtækja. Árangurinn er sérstaklega ánægjulegur í ljósi þess að Sjónvarp Símans er eina stóra sjónvarpsfyrirtækið á Íslandi sem ekki nýtur beins stuðnings hins opinbera. Eins má nefna að í lok árs munum við nýta 80 5G senda á landinu, sem skiptast nokkuð jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Eftir þrjú ár verða 95 prósent heimila landsins með aðgang að 5G kerfi okkar.

Síminn mun á næstunni kynna nýja fjártæknilausn sem miðar að því að auðvelda viðskiptavinum lífið með stafrænum og sveigjanlegum hætti. Fyrri lánaafurðir Símans hafa verið í markvissum vexti sem byggt verður á til að höfða til stærri hóps en fyrr. Ýmis fleiri spennandi verkefni eru í farvatninu.

Þann 26. október heldur félagið hluthafafund í kjölfar sölu á Mílu. Stjórn félagsins leggur til að hlutafé félagsins verði lækkað verulega með greiðslu til hluthafa, þar sem íslenskir lífeyrissjóðir eru í meirihluta.“



Kynningarfundur 26. október 2022

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans .

Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni:

Þeir sem vilja bera upp spurningar geta sent þær á og verður þeim svarað í lok fundarins.



Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550 6003 ( )

Viðhengi



EN
25/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Siminn HF

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 6. júní sl. er nú lokið. Í 33. viku 2025 keypti Síminn hf. 1.638.059 eigin hluti að kaupverði 21.949.991 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti11.8.202509:521.000.00013,4013.400.00096.342.46212.8.202510:27638.05913,408.549.99196.980.521  1.638.059 21.949.99196.980.521 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 6. júní...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun mark...

Síminn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaðar 19. ágúst Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2025 þriðjudaginn 19. ágúst næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og eru fjárfestar og markaðsaðilar sérstaklega boðnir velkomnir. Á fundinum munu María Björk Einarsdóttir forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á  og...

 PRESS RELEASE

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum

Óskar Hauksson lætur af störfum hjá Símanum Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið. María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans: “Fjármál Símans hafa verið í traustum höndum Óskars í rúmlega fjórtán ár. Eins og fjárfestar þekkja hefur sá tími einkennst af stöðugleika, ábyrgð og vel ígrunduðum ákvörðunum í rekstrinum.  Ég vil þakka Óskari fyrir...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 32. viku 2025 keypti Síminn hf. 4.000.000 eigin hluti að kaupverði 53.800.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti5.8.202514:221.000.00013,5013.500.00092.342.4626.8.202510:091.000.00013,5013.500.00093.342.4627.8.202510:391.000.00013,4013.400.00094.342.4628.8.202509:591.000.00013,4013.400.00095.342.462  4.000.000 53.800.00095.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands ...

 PRESS RELEASE

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi v...

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 31. viku 2025 keypti Síminn hf. 5.000.000 eigin hluti að kaupverði 67.900.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti28.7.202514:571.000.00013,6013.600.00087.342.46229.7.202513:261.000.00013,6013.600.00088.342.46230.7.202510:241.000.00013,6013.600.00089.342.46231.7.202512:071.000.00013,6013.600.00090.342.4621.8.202509:511.000.00013,5013.500.00091.342.462  5.000.000 67.900.00091.342.462 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáæ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch