Aðalfundur Sjóvá 12. mars 2020 - Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar
Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 7. mars 2020. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 12. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík:
Í framboði til stjórnar:
- Bjórgólfur Jóhannsson
- Guðmundur Örn Gunnarsson
- Heimir V. Haraldsson
- Hildur Árnadóttir
- Ingi Jóhann Guðmundsson
- Ingunn Agnes Kro
- Jón Gunnar Borgþórsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ragnar Karl Gústafsson
Í framboði sem varamenn í stjórn:
- Erna Gísldóttir
- Garðar Gíslason
Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Með því að fleiri framboð bárust ekki til varamennsku í stjórn eru frambjóðendur sem varamenn í stjórn sjálfkjörnir.
Framboðsfrestur til setu í tilnefningarnefnd félagsins rann einnig út þann 7. mars 2020.
Í framboði til tilnefningarnefndar:
- Jón Birgir Guðmundsson
- Katrín S. Óladóttir
- Vilborg Lofts
Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins og starfsreglum nefndarinnar skal tilnefningarnefnd skipuð þremur mönnum og skulu þeir kosnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins. Með vísan til greinar 2.3. í starfsreglum nefndarinnar mat stjórn félagsins á fundi sínum í dag að allir frambjóðendurnir væru óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess. Þar sem fleiri framboð bárust ekki til setu í tilnefningarnefnd eru ofangreindir frambjóðendur því sjálfkjörnir til setu í nefndinni til næstu tveggja ára.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og til setu í tilnefningarnefnd er að finna í viðhengjum, auk skýrslu tilnefningarnefndar. Önnur fundargögn tengd aðalfundinum má nálgast á vef félagsins
Viðhengi