A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Aðalfundur Sjóvá 12. mars 2020 - Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar

Aðalfundur Sjóvá 12. mars 2020 - Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar

Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 7. mars 2020. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 12. mars kl. 15:00 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík:

Í framboði til stjórnar:

  • Bjórgólfur Jóhannsson
  • Guðmundur Örn Gunnarsson
  • Heimir V. Haraldsson
  • Hildur Árnadóttir
  • Ingi Jóhann Guðmundsson
  • Ingunn Agnes Kro
  • Jón Gunnar Borgþórsson
  • Már Wolfgang Mixa
  • Ragnar Karl Gústafsson

Í framboði sem varamenn í stjórn:

  • Erna Gísldóttir
  • Garðar Gíslason

Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Með því að fleiri framboð bárust ekki til varamennsku í stjórn eru frambjóðendur sem varamenn í stjórn sjálfkjörnir.

Framboðsfrestur til setu í tilnefningarnefnd félagsins rann einnig út þann 7. mars 2020.

Í framboði til tilnefningarnefndar:

  • Jón Birgir Guðmundsson
  • Katrín S. Óladóttir
  • Vilborg Lofts

Mat stjórnar er að öll framboð séu gild sbr. 63. gr.a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins og starfsreglum nefndarinnar skal tilnefningarnefnd skipuð þremur mönnum og skulu þeir kosnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins. Með vísan til greinar 2.3. í starfsreglum nefndarinnar mat stjórn félagsins á fundi sínum í dag að allir frambjóðendurnir væru óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess. Þar sem fleiri framboð bárust ekki til setu í tilnefningarnefnd eru ofangreindir frambjóðendur því sjálfkjörnir til setu í nefndinni til næstu tveggja ára.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og til setu í tilnefningarnefnd er að finna í viðhengjum, auk skýrslu tilnefningarnefndar. Önnur fundargögn tengd aðalfundinum má nálgast á vef félagsins

Viðhengi

EN
10/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:  Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%) Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og t...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 verður birt 15. maí – kynninga...

Sjóvá: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 verður birt 15. maí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 15. maí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 15. maí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni ve...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu 2024 (SFCR)

Sjóvá: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu 2024 (SFCR) Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2024. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016. Skýrslunni er m.a. ætlað að veita almenningi og markaðsaðilum upplýsingar um fjárhagslegan styrk, áhættu, eignir og skuldir félagsins og talnaupplýsingar. Skýrslan er meðfylgjandi og má einnig finna á eftirfarandi síðu:   Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 1. fjórðungur 2025                          15. maí 20252. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          30. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                            12. mars 2026 Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorst...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Niðurstöður aðalfundar 13. mars 2025

Sjóvá: Niðurstöður aðalfundar 13. mars 2025 Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. fór fram í dag, fimmtudaginn 13. mars 2024. Í viðhengi er að finna helstu niðurstöður frá aðalfundinum. Kosið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórn hefur skipt með sér verkum. Formaður stjórnar er Björgólfur Jóhannsson og Hildur Árnadóttir varaformaður. Í stjórn félagsins voru kjörin:Björgólfur Jóhannsson                Guðmundur Örn Gunnarsson        Hildur Árnadóttir                        Ingi Jóhann Guðmundsson                Ingunn Agnes Kro                         Eftirtalin voru kj...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch