A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Ársuppgjör samstæðu Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2023

VÍS: Ársuppgjör samstæðu Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2023


28. febrúar 2024

Nýtt afl á fjármálamarkaði

Ársuppgjör samstæðu Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2023

Helstu lykiltölur ársins 2023

Samstæðan

  • Hagnaður eftir skatta nam 1.832 milljónum króna.
  • Hagnaður, án einskiptisliða, nam 2.828 milljónum króna.
  • Undir einskiptisliðum er m.a. niðurfærsla hugbúnaðar að fjárhæð 805 milljónir króna sem hefur neikvæð áhrif á afkomu félagsins á árinu en hefur engin áhrif á gjaldþol og mun leiða til lægri afskrifta til framtíðar. Auk þess féll til einskiptiskostnaður á árinu að fjárhæð alls 191 milljón króna vegna sameiningar við Fossa, forstjóraskipta hjá VÍS og undirbúnings tilfærslu tryggingarekstrar í dótturfélag. Samtals nema einskiptisliðir um 996 milljónum króna.
  • Arðsemi eigin fjár var 10,2% (arðsemi eigin fjár án einskiptisliða nam 15,8%).
  • Hagnaður á hlut nam 0,97 kr. á árinu.
  • Eigið fé samstæðunnar nam 21,2 milljarði króna í lok árs.

Tryggingastarfsemi

  • Sókn er hafin í tryggingastarfsemi með 8,2% tekjuvöxt milli ára og 9,3% á 4F 2023.
  • Stórtjón hafa neikvæð áhrif á samsett hlutfall ársins sem er 99,5%.
  • Afkoma af vátryggingasamningum nam 143 milljónum króna þar sem bæði tjónahlutfall var óhagstætt og kostnaðarhlutfall yfir markmiðum.
  • Undir lok árs voru hagræðingaraðgerðir framkvæmdar í tryggingastarfseminni sem munu koma fram í lækkun á kostnaðarhlutfalli.

Fjármálastarfsemi

  • Fossar fjárfestingarbanki kemur inn í samstæðu frá og með 4F 2023 og SIV hóf rekstur um mitt ár.
  • Tekjur af fjármálastarfsemi Fossa og SIV námu 494 m.kr.
  • Eignir í stýringu (e. AuM) námu 117 milljörðum króna1 í lok árs.

Fjárfestingar

  • Árangur fjárfestinga var góður og var ávöxtun heildarsafns umfram viðmið.
  • Fjárfestingartekjur námu 4.753 milljónum króna, sem samsvarar 10,7% ávöxtun.

Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðu:

„Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða varð til með sameiningu VÍS og Fossa. SIV eignastýring hlaut jafnframt starfsleyfi á árinu og hóf starfsemi. Þar með var grunnur lagður að nýju afli á fjármálamarkaði sem stefnir á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Á síðasta ári fór mikill kraftur í sameiningu og svo samþættingu félaganna. Nýtt framtíðarskipulag samstæðu hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Samstæðan skilaði 1.832 milljónum króna í hagnað eftir skatt á árinu, en hagnaður án einskiptisliða nam 2.828 milljónum króna.

Mikill vöxtur í sölu trygginga

Mikill vöxtur var í sölu trygginga hjá einstaklingum og fyrirtækjum á árinu, en umtalsverð áhersla hefur verið lögð á sókn og aukna markaðshlutdeild. Við erum stolt af því að 13% aukning var í sölu líf- og sjúkdómatrygginga, sem er mesti vöxtur undanfarin tíu ár. Fyrirkomulagi sölu var algjörlega umbylt, veruleg styrking átti sér stað á landsbyggðinni og ný netverslun var kynnt til sögunnar. VÍS var eina tryggingafélagið sem hækkaði í Íslensku ánægjuvoginni sem eru mikilvæg tímamót þar sem unnið hefur markvisst að því að bæta upplifun viðskiptavina. Niðurstaða úr vinnustaðagreiningu, sem framkvæmd var í lok árs, hefur aldrei verið betri en hjá VÍS starfar afar helgað og ánægt starfsfólk.

Á árinu 2023 voru teknar ákvarðanir sem hafa kostnaðarlækkandi áhrif og bæta afkomu tryggingarekstrar til framtíðar í átt að markmiði um 95% samsett hlutfall. Niðurfærsla hugbúnaðar að fjárhæð 805 milljónum króna hefur neikvæð áhrif á afkomu félagsins á árinu 2023 en mun leiða til lægri afskrifta framvegis. Breyttar áherslur í stefnumörkun tryggingafélagsins um að verða sölu- og þjónustudrifið fyrirtæki þýðir að það hverfur frá fyrri áherslum um að verða „stafrænt þjónustufyrirtæki”. Þessi  áherslubreyting fól í sér endurmat á eignfærðum hugbúnaði félagsins sem leiddi til niðurfærslu á þeim eignum að fullu í árslok.

Árið var óvenjulega tjónaþungt, bæði í tíðni en líka stærð tjóna. Alls voru sex stórtjón á árinu sem höfðu  áhrif á afkomu ársins, en hvert stórtjón er hærra en 100 milljónir. Afkoma af vátryggingasamningum nam 143 milljónum króna á árinu og samsett hlutfall var 99,5%.

Góður árangur af fjárfestingum

Árangur fjárfestinga á árinu var góður og var ávöxtun heildarsafns umfram viðmið. Fjárfestingartekjur námu 4.753 m.kr. á árinu sem samsvarar 10,7% ávöxtun en til samanburðar nam viðmiðið 2,4% hækkun á ávöxtun. Í virkilega krefjandi markaði skiluðu allir eignaflokkar safnsins jákvæðri ávöxtun, þó mest frá skuldabréfum og óskráðum hlutabréfum.

Kraftmikil viðspyrna í lok árs

Félagið er rétt að hefja vegferð sína í fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu og hefur metnaðarfull markmið um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði. Rekstur Fossa og SIV er kynntur sameiginlega sem fjármálastarfsemi samstæðunnar. Á þessum fyrstu stigum í fjármálastarfsemi eru skýr merki um traust fjárfesta með aukningu eigna í stýringu á árinu. Í lok árs voru eignir í stýringu Fossa og SIV um 117 milljarðar króna og SIV er nú með tíu sjóði í stýringu. Samhliða betri markaðsaðstæðum undir lok síðasta árs hefur rekstur Fossa með nýjum tekjusviðum bankans skilað auknum tekjum og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Nýtt ár byrjar af miklum krafti. Rekstrarniðurstaða af fjármálastarfsemi á fjórða ársfjórðungi er tap upp á fjórar m.kr. eftir skatta.

Tilfærsla tryggingarekstrar

Hluthafar samþykktu með afgerandi meirihluta að færa tryggingastarfsemina í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. á hluthafafundi þann 17. janúar síðastliðinn. Undirbúningi tilfærslunnar er nú lokið og búið er að skila inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um starfsleyfi dótturfélagsins ásamt heimild fyrir tilfærslu á vátryggingastarfseminni. Væntingar eru um að tilfærslunni ljúki á næstu mánuðum.

Skýr markmið til framtíðar

Skýr markmið samstæðu hafa verið sett til næstu þriggja ára um arðsemi, hagnað á hlut, tekjur af kjarnastarfsemi, samsett hlutfall og eignir í stýringu auk markmiðs um tekjur af fjármálastarfsemi. Rík áhersla er lögð á aukinn vöxt í kjarnastarfsemi, þ.e. trygginga- og fjármálastarfsemi, og þar með aukna dreifingu tekna samstæðunnar sem mun skapa aukið virði fyrir hluthafa til framtíðar.

Nýtt afl á fjármálamarkaði

Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar.“

Aukin upplýsingagjöf til fjárfesta

Ný samstæða hyggst leggja áherslu á aukna upplýsingagjöf til fjárfesta og liður í því er að veita nánari upplýsingar um horfur í rekstri fyrir hvert rekstrarár. Horfur í rekstri fyrir rekstrarárið 2024 eru settar fram fyrir þrjár megin tekjustoðir í rekstri samstæðunnar með eftirfarandi hætti2:

  • Tryggingastarfsemi (VÍS): Samsett hlutfall verði á bilinu 94% – 97%. Markmið <95%.
  • Fjármálastarfsemi (Fossar og SIV): Hreinar fjármálatekjur3 nemi á bilinu 1.900 – 2.600 m.kr. Markmið >2.200 m.kr.
  • Fjárfestingartekjur: Áætluð ávöxtun fjárfestingareigna á árinu er 11% en það er byggt á forsendum miðað við vaxtastig í upphafi árs og fjárfestingarstefnu. Félagið mun áfram upplýsa ársfjórðungslega  um samsetningu eignasafnsins en ekki verður tilkynnt um frávik frá áætlaðri ávöxtun ársins.4

Stefna um arðgreiðslur og endurkaup

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð um 0,5244 kr. á hlut eða  1.000 milljón krónur til hluthafa vegna rekstrarársins 2023. Stefna félagsins er að greiða árlega arð sem nemur yfir 40% af hagnaði síðasta árs eftir skatta. Félagið tilkynnti þann 24. janúar sl. um framkvæmd endurkaupaáætlunar sem nemur allt að 500 milljónum króna að markaðsvirði (eða að hámarki 30 milljón hluta) sem mun ljúka eigi síðar en 15. mars nk.

Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn 29. febrúar, klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins í Ármúla 3, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðu, og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri samstæðu, munu kynna uppgjörið. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og nálgast má upptöku af honum á fjárfestasíðu félagsins. Þar verður einnig hægt að nálgast kynningarefni fundarins.   

Fjárhagsdagatal 

Aðalfundur 2024 || 21. mars 2024

Fyrsti ársfjórðungur || 30. maí 2024

Annar ársfjórðungur ||29. ágúst 2024

Þriðji ársfjórðungur || 28. nóvember 2024

Ársuppgjör 2024 || 27. febrúar 2025

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri, í síma 660-5260 eða með netfanginu    





1 AuM eru eignir í stýringu og umsýslu hjá Fossum og SIV, þ.m.t. ráðstöfun viðskiptavina í erlenda sjóði stýrenda í samstarfi við Fossa.

2 Upplýst verður um afkomuhorfur í trygginga- og fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru hér.

3 Hreinar fjármálatekjur eru allar tekjur Fossa Fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, þ.m.t. hreinar vaxta- og þóknanatekjur, fjármunatekjur þeirra og aðrar tekjur.

4 Um er að ræða áætlaða ávöxtun fjárfestingareigna VÍS. Ekki verður upplýst um frávik frá áætlaðri ávöxtun fjárfestingareigna. Félagið birtir upplýsingar um stærstu eignir í fjárfestingarstarfsemi í fjárfestakynningum ársfjórðungslega. Hafa skal í huga að heildarstærð fjárfestingarsafnsins getur hækkað og lækkað vegna verðbreytinga, arðgreiðslna, endurkaupa, tilfærslu á ráðstöfun fjármagns innan samstæðu o.fl.

 

Viðhengi



EN
28/02/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025         17. júlí 2025 Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 2F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á ...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri fyrri árshelmings ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 90,6% sem er talsvert betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áður birtum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 93-96% með markmið um að vera undir 94%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 92-95%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrri árshelmings eru m.a. eftirfa...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025 Fjárhagsdagatali Skaga sem birt var þann 18. desember 2024 hefur verið breytt og er uppfært dagatal með eftirfarandi hætti: Fjárhagsdagatal: 2. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             fimmtudagur 17. júlí 2025 3. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             miðvikudagur 29. október 2025          Ársuppgjör 2025                                                     miðvikudagur 18. febrúar 2026          Aðalfundur 2026                                                     þriðjudagur 17. mars 2026 Vakin er athy...

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch