A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá – Almennar tryggingar hf. hefur gert samning við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Arion banka hf. og tekur uppsögnin gildi í lok dags 30. júní 2025.

Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist á hlutabréfum félagsins og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningur við Kviku kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki kr. 500.000 að nafnvirði, á gengi sem Kvika ákveður í hvert skipti. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem Kvika er skuldbundin til að eiga viðskipti skv. samningi þessum skal samsvara kr. 80.000.000 að markaðsvirði.

Samningurinn er ótímabundinn og gildir frá og með 1. júlí 2025. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp hvenær sem er á samningstímanum með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða .



EN
30/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynning...

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. júlí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Fjárhagsdagatali Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 23. október. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir nú að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          23. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                    ...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt Sjóvá – Almennar tryggingar hf. hefur gert samning við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Arion banka hf. og tekur uppsögnin gildi í lok dags 30. júní 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist á hlutabréfum félagsins og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hæt...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:  Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%) Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og t...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch