A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

666 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 90,6% á fyrstu níu mánuðum ársins

Þriðji ársfjórðungur 2025

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 936 m.kr. (3F 2024: 877 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 552 m.kr. (3F 2024: 710 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.145 m.kr. (3F 2024: 1.441 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,7% (3F 2024: 2,3%)
  • Samsett hlutfall 89,6% (3F 2024: 89,9%)



    Fyrstu níu mánuðir ársins 2025 og horfur

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. (9M 2024: 970 m.kr.)
  • Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.013 m.kr. (9M 2024: 757 m.kr. hagnaður)
  • Hagnaður tímabilsins 666 m.kr. (9M 2024: 1.429 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 0,6% (9M 2024: 3,8%)
  • Samsett hlutfall 90,6% (9M 2024: 96,1%)
  • Horfur fyrir árið 2025 eru nú að afkoma af vátryggingasamningum verði um 2.500 – 2.700 m.kr. og samsett hlutfall á bilinu 92-93%
  • Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði 1.900 – 2.600 m.kr. og samsett hlutfall 93-95%

Hermann Björnsson, forstjóri:

Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 m.kr. og samsett hlutfall var 89,6%. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 m.kr. 

Afar sterkur grunnrekstur endurspeglar niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum er í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri en taka verður tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hefur vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verður lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu.  

Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta var 958 m.kr. á þriðja ársfjórðungi sem er lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 1,0%, óskráðra hlutabréfa 0,2%, ríkisskuldabréfa 2,1%, annarra skuldabréfa 2,1% og safnsins alls 1,7%. Í lok þriðja ársfjórðungs var eignasafnið 61,2 milljarðar króna.

Hagnaður Sjóvár á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 666 m.kr. Þar af nam hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. og samsett hlutfall 90,6%. Þá var tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.013 m.kr. Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.

Nýjustu mælingar EMC markaðsrannsókna staðfesta áframhaldandi sterka ímynd Sjóvá og afgerandi forystu sem fyrsta val á vátryggingamarkaði. Það er ánægjuleg staðfesting á þjónustuvegferð okkar sem og fyrirtækjamenningu sem viðskiptavinir kunna að meta. Áherslur okkar til framtíðar eru að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina þar sem við byggjum á þekkingu á tryggingum og teljum stöðu okkar afar sterka í breyttu landslagi á vátryggingamarkaði.

Margar ánægjulegar fréttir eru af starfseminni á nýliðnum ársfjórðungi. 

Sjóvá hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 sem afhent var nýlega. Við höfum verið í hópi viðurkenningarhafa hvert ár frá því mælingin hófst árið 2019. Það er árangur sem við erum stolt af.

Þá hlaut Sjóvá nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2025, sem endurspeglar trausta stjórnarhætti og faglegt stjórnunarstarf.

Verkefnið „Ekki taka skjáhættuna“, sem er samstarfsverkefni Sjóvár og Samgöngustofu og er ætlað að stuðla að minni farsímanotkun undir stýri, hefur skilað miklum árangri. Símnotkun mælist 8,6% minni á árinu 2024 en árið áður, sem jafngildir yfir 700 milljóna króna samfélagslegum sparnaði, skv. útreikningum Samgöngustofu.

Við höfum breytt horfum okkar fyrir árið 2025 og er afkoma af vátryggingasamningum áætluð um 2.500–2.700 m.kr. í stað 1.700-2.400 m.kr. og samsett hlutfall á bilinu 92–93% í stað 93-95% áður. Horfur til næstu 12 mánaða eru að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900–2.600 m.kr. og samsett hlutfall 93-95%. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.

Við gerð áætlunar er stuðst við ýmis opinber gögn, t.d. spár um þróun vísitalna, hagvöxt og áætlaðan ferðamannafjölda. Þá er litið til tjónaþróunar undanfarinna ára auk þess sem áætlað er fyrir tveimur til þremur stórtjónum á árinu.

Kynningarfundur 23. október kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 23. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni . Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör 2025…………………………………….    12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026……………………………………. 12. mars 2026

Nánari upplýsingar

Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða .



Viðhengi



EN
23/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025 666 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 90,6% á fyrstu níu mánuðum ársins Þriðji ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 936 m.kr. (3F 2024: 877 m.kr.)Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 552 m.kr. (3F 2024: 710 m.kr.)Hagnaður tímabilsins 1.145 m.kr. (3F 2024: 1.441 m.kr.)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,7% (3F 2024: 2,3%)Samsett hlutfall 89,6% (3F 2024: 89,9%)     Fyrstu níu mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. (9M 2024: 970 m.kr.)Tap af fjá...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynn...

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 23. október nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 23. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynning...

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. júlí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Fjárhagsdagatali Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 23. október. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir nú að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          23. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                    ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch