A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Ársuppgjör 2022

Sjóvá - Ársuppgjör 2022

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2022

Helstu niðurstöður úr ársuppgjöri  2022:

2.723 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 95,8% á árinu 2022 

12M 2022 og horfur fyrir árið 2023

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 1.930 m.kr. (12M 2021: 2.517 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.232 m.kr. (12M 2021: 7.830 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 2.723 m.kr. (12M 2021: 9.570 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 3,5% (12M 2021: 18,5%)
  • Samsett hlutfall 95,8% (12M 2021: 90,9%)
  • Horfur fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði 2.100-2.600 m.kr. og samsett hlutfall 94-96%
  • Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu og án vaxtatekna af viðskiptakröfum
  • Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingarstarfsemi nema þær verði raktar til breytinga á óskráðum eignum eða verulegra breytinga á eignasafni

Fjórði ársfjórðungur 2022

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 853 m.kr. (4F 2021: 643 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 919 m.kr. (hagnaður 4F 2021: 1.698 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.567 m.kr. (4F 2021: 2.197 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 2,0% (4F 2021: 3,7%)
  • Samsett hlutfall 90,9% (4F 2021: 91,4%)

Hermann Björnsson, forstjóri:

„Rekstrarniðurstöður fyrir árið 2022 endurspegla sterkan grunnrekstur og vel ásættanlega afkomu af fjárfestingastarfsemi miðað við aðstæður en heildar hagnaður nam 2.723 m.kr. og samsett hlutfall var 95,8%. 

Hagnaður af vátryggingarekstri fyrir skatta nam 1.930 m.kr. og afkoma af fjárfestingastarfsemi nam 1.232 m.kr. fyrir skatta og var betri en vænta mátti þegar litið er til þróunar markaða almennt. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa hækkaði og gengi hlutabréfa lækkaði. Jákvæð afkoma skýrist fyrst og fremst af sölu og gengisbreytingu óskráðra hlutabréfa. 

Afkoma á fjórða ársfjórðungi nam 1.567 m.kr.  en í vátryggingarekstrinum er um að ræða besta fjórða ársfjórðung fram til þessa í afkomu eða 853 m.kr. fyrir skatta og 90,9% samsett hlutfall. Skýrist þessi niðurstaða m.a. af góðum iðgjaldavexti sem nam 12% á milli ára og einstaklega góðs tíðarfars. Fjórðungurinn var tjónaléttur allt þar til í seinnihluta desember mánaðar, þegar frosthörkur og óveður tóku við. Afkoma  fyrir skatta af fjárfestingarstarfsemi var einnig góð eða 919 m.kr. og  2% ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu.

Afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir árið 2022 verður að teljast afar góð þegar haft er í huga að í maí ráðstafaði Sjóvá, eitt tryggingafélaga, um 600 m.kr. til viðskiptavina í formi endurgreiðslu. Endurgreiðslan samsvarar fjárhæð eins mánaðar iðgjaldi lögboðinna ökutækjatrygginga. Þetta er í annað sinn sem Sjóvá ráðstafar fjármunum til viðskiptavina sinna með þessum hætti. Ráðstöfunin hefur mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum sem og öðrum og leitt af sér ný viðskipti og aukna tryggð núverandi viðskiptavina. Það ásamt áherslu okkar á afburða þjónustu um allt land hefur átt sinn þátt í því að afkoma af vátryggingastarfseminni er mjög góð þrátt fyrir að meðalhagnaði eins ársfjórðungs hafi verið ráðstafað beint til viðskiptavina. 

Iðgjaldavöxtur nam tæpum 11% á árinu og styður sterk staða og ímynd félagsins við vöxtinn auk þess sem aukin umsvif í atvinnulífinu, einkum í ferðaþjónustunni, birtast í auknum iðgjöldum. Samhliða auknum umsvifum er tjónakostnaður að aukast eftir að hafa dregist saman á árunum 2020-2021, aðallega vegna heimsfaraldurs.  

Af starfseminni eru margar ánægjulegar fréttir frá liðnu ári.  

Sjóvá fékk viðurkenningu FKA og Jafnvægisvogarinnar sem veitt er þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í jafnréttismálum.  



Í september kom fyrsta björgunarskip Landsbjargar af þrettán til landsins og var það afhent í Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn. Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að hafa styrkt Landsbjörg um 142,5 m.kr. til kaupa á fyrstu þremur skipunum og að geta stutt Landsbjörg í þessu stóra og mikilvæga verkefni. Við höfum sem aðalstyrktaraðili um áratuga skeið átt afar traust og gott samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og er okkur því sérstakt ánægjuefni að styðja við þeirra mikilvæga starf með þessum hætti og sinna um leið samfélagslegri ábyrgð okkar. 

Í byrjun október hlaut Sjóvá verðlaunin umhverfisframtak ársins 2022 frá Samtökum Atvinnulífsins fyrir að huga vel að umhverfisáhrifum í starfsemi fyrirtækisins. Viðurkenningin laut annars vegar að notkun Innsýnar þar sem hægt er að skoða, leiðbeina og jafnvel afgreiða tjón í gegnum farsíma tjónþola. Eins og nærri má geta sparar þetta tíma og getur dregið úr umfangi tjóns auk þess sem hundruðir ekinna kílómetra sparast. Einnig var veitt viðurkenning fyrir notkun framrúðuplástra sem eykur möguleika á að hægt sé að gera við framrúður í bílum í stað þess að skipta þeim út. Við þetta sparast miklir fjármunir sem viðskiptavinir og samfélagið allt njóta góðs af. Við viljum nýta þau tækifæri sem við höfum til að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini um leið og við hugum að umhverfinu og hagsmunum samfélagsins alls. Þetta fer yfirleitt vel saman, líkt og framrúðuplástursverkefnið og fjarskoðunarlausnin Innsýn sanna. Við lítum á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að halda áfram af krafti á þessari braut. 

Sjóvá mældist efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 2022, sjötta árið í röð, en ánægjuvogin mælir hversu ánægðir viðskiptavinir eru með þjónustu fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum. Marktækur munur er á milli Sjóvá og annarra tryggingafélaga auk þess sem ánægjan mælist sú mesta meðal fjármálafyrirtækja. Við erum afar þakklát fyrir að okkar viðskiptavinir séu þeir ánægðustu á tryggingamarkaði. Framúrskarandi þjónusta hefur um árabil verið okkar leiðarljós, hvort sem þjónustan er veitt með stafrænum lausnum eða með beinum samskiptum í útibúum okkar um land allt. Það er jafnframt okkar sannfæring að ánægt starfsfólk sé forsenda þess að vera þjónustufyrirtæki í fremstu röð og leggjum við ríka áherslu á að hlúa að mannauði okkar og að viðhalda góðri fyrirtækjamenningu. Ánægjan er þvi öll okkar" segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá. 

Horfur fyrir árið 2023

Horfur fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði á bilinu 2.100-2.600 m.kr. og að samsett hlutfall verði á bilinu 94%-96%. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu og án vaxtatekna af viðskiptakröfum. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingarstarfsemi nema þær verði raktar til breytinga á óskráðum eignum eða verulegra breytinga á fjárfestingastefnu.

Við mat á horfum næstu 12 mánaða verður að hafa í huga að mikil óvissa ríkir um marga þætti sem haft geta áhrif á reksturinn, nægir þar að nefna verðbólgu með hækkandi verðlagi og launaliðum. Áframhald er á óvissu sem ríkir erlendis með mikilli verðbólgu, háu orkuverði og töfum á afgreiðslu íhluta. 

Tillaga stjórnar um arð og ákvörðun um að hefja endurkaup eigin hluta 

Arðgreiðslustefna félagsins miðar við að greiða að lágmarki 50% af hagnaði hvers ár til hluthafa í formi arðs að því gefnu að gjaldþol sé innan gjaldþolsviðmiða stjórnar. Samþykkt var á stjórnarfundi í dag að leggja til við hluthafafund að greiða út arð að fjárhæð 1.900 m.kr. eða 1,61 kr. á hlut.

Stjórn hefur tekið ákvörðun um að hefja kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun sem samþykkt var á aðalfundi 11. mars 2022.

Kynningarfundur 9. febrúar kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 9. febrúar kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni .

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

Aðalfundur 2023                          10. mars 2023

1. ársfjórðungur 2023                  31. maí 2023

2. ársfjórðungur 2023                  31. ágúst 2023

3. ársfjórðungur 2023                  26. október 2023

Ársuppgjör 2023                            8. febrúar 2024

Aðalfundur 2024                            7. mars 2024

Nánari upplýsingar

Meðfylgjandi er fréttatilkynning, ársreikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fjórða ársfjórðungs og ársuppgjörs 2022.

Í samræmi við lög birtir Sjóvá ársreikning á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði (e. European Single Electronic Format eða ESEF) og má finna gildandi útgáfu ársreikningsins í meðfylgjandi .zip skrá.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða .

 

Viðhengi



EN
09/02/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynning...

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. júlí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Fjárhagsdagatali Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 23. október. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir nú að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          23. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                    ...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt Sjóvá – Almennar tryggingar hf. hefur gert samning við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Arion banka hf. og tekur uppsögnin gildi í lok dags 30. júní 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist á hlutabréfum félagsins og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hæt...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:  Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%) Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og t...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch