A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Sjóvá - Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Aðal­fundur Sjóvá-Al­mennra trygg­inga hf., sem hald­inn var 15. mars 2019, veitti stjórn fé­lags­ins heim­ild til að kaupa allt að 138.919.676 eigin hluti í fé­lag­inu, en það jafn­gildir 10% af út­gefnu hlutafé fé­lags­ins þegar tekið hefur verið til­lit til hluta­fjár­lækk­unar sem samþykkt var á sama aðal­fundi. Heim­ild­ina skal ein­ungis nýta í þeim til­gangi að setja upp form­lega end­ur­kaupa­áætlun eða til þess að gera hlut­höfum al­mennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heim­ildin gildir í 18 mánuði og tak­mark­ast við að eign­ar­hald fé­lags­ins og dótt­ur­fé­laga þess fari ekki um­fram 10% af heild­ar­hlutafé fé­lags­ins á hverjum tíma.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 27. maí 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 13.333.333 eigin hluti að kaup­verði 245.864.177 krónur, eða sem nemur 0,96% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 15. ág­úst 2019.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 2. sept­em­ber 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 15.060.241 eigin hluti að kaup­verði 236.119.402 krónur, eða sem nemur 1,08% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 29. októ­ber 2019.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. til­kynntu um fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­unar þann 31. október 2019 og keypti fé­lagið sam­kvæmt áætl­un­inni sam­tals 14.196.228 eigin hluti að kaup­verði 249.999.984 krónur, eða sem nemur 1,02% af út­gefnu hlutafé í Sjóvá-Al­mennum trygg­ingum hf. Kaupum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni lauk þann 26. nóvember 2019.

Stjórn Sjóvá-Al­mennra trygg­inga hf. hefur á grund­velli fram­an­greindrar heim­ildar og að teknu til­liti til kaupa á eigin hlutum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni sem lauk þann 26. nóvember 2019 tekið ákvörðun um frek­ari kaup á eigin hlutum sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætlun í þeim til­gangi að lækka út­gefið hlutafé fé­lags­ins. End­ur­kaupin munu að há­marki nema 12.658.228 hlutum eða 0,91% af út­gefnum hlutum í fé­lag­inu, en þó þannig að heild­ar­kaup­verð verði ekki hærra en 250 millj­ónir króna. Gert er ráð fyrir að end­ur­kaupum sam­kvæmt áætl­un­inni ljúki í síðasta lagi 6. mars 2020.

Kaup sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni verða fram­kvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að há­marki nema 1.497.945 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali dag­legra viðskipta með hluta­bréf fé­lags­ins á aðal­markaði Kaup­hallar Íslands hf. í desember 2019. End­ur­gjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyr­ir­liggj­andi óháða kauptilboði í þeim viðskipta­kerfum þar sem viðskipti með hlut­ina fara fram, hvort sem er hærra.

Markaðsviðskipti Lands­bank­ans hf. mun hafa um­sjón með fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar og taka allar viðskipta­ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tíma­setn­ingu kaup­anna óháð fé­lag­inu.

Fram­kvæmd end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verður í sam­ræmi við lög um hluta­fé­lög nr. 2/​1995 og viðauka við reglu­gerð um inn­herja­upp­lýs­ingar og markaðssvik nr. 630/​2005.

Viðskipti fé­lags­ins með eigin hluti á grund­velli end­ur­kaupa­áætl­un­ar­innar verða til­kynnt eigi síðar en við lok sjö­unda viðskipta­dags eftir að viðskiptin fara fram.

Sjóvá-Al­mennar trygg­ingar hf. eiga 42.589.802 hluti, eða sem nemur 3,07% af út­gefnu hlutafé áður en end­ur­kaup sam­kvæmt end­ur­kaupa­áætl­un­inni hefjast.

Nánari upplýsingar

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Sigríður Vala Hall­dórs­dóttir í síma 844-2136 eða á net­fangið

EN
24/01/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta

Sjóvá - Hækkun hlutafjár og nýting kauprétta Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“ eða „félagið“) hefur móttekið tilkynningar kaupréttarhafa í hópi starfsfólks Sjóvár um nýtingu kauprétta í samræmi við kaupréttarsamninga. Um er að ræða nýtingu kauprétta að samtals 5.111.917 hlutum í félaginu á genginu 34,60. Stjórn Sjóvár hefur samþykkt útgáfu nýs hlutafjár sem nemur þessum hlutum og nýtir þar með heimild sína í 6. gr. samþykkta félagsins, til að hækka hlutafé þess í þeim tilgangi að mæta nýtingu framangreindra kauprétta. Hlutafé félagsins verður því hækkað um 5.111.917 hluti. Heildarhlut...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda

Sjóvá: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar vegna viðskipta stjórnenda. Um er að ræða kaup stjórnenda á grundvelli nýtingar kauprétta. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2025 666 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 90,6% á fyrstu níu mánuðum ársins Þriðji ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 936 m.kr. (3F 2024: 877 m.kr.)Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 552 m.kr. (3F 2024: 710 m.kr.)Hagnaður tímabilsins 1.145 m.kr. (3F 2024: 1.441 m.kr.)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,7% (3F 2024: 2,3%)Samsett hlutfall 89,6% (3F 2024: 89,9%)     Fyrstu níu mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 2.447 m.kr. (9M 2024: 970 m.kr.)Tap af fjá...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynn...

Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt 23. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 23. október nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 23. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch