A1121L Sjova-Almennar tryggingar hf

Sjóvá - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2023

Sjóvá - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2023

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2023:

Fyrsti ársfjórðungur 2023 og horfur

  • Tap af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 111 m.kr. (1F 2022: 364 m.kr. hagnaður)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 812 m.kr. (1F 2022: 879 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 636 m.kr. (1F 2022: 1.059 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,6% (1F 2022: 1,6%)
  • Samsett hlutfall 101,5% (1F 2022: 94,5%)
  • IFRS 17, nýr reikningsskilastaðall um vátryggingasamninga, tók gildi 1. janúar 2023
  • Horfur fyrir árið 2023 eru óbreyttar en með innleiðingu IFRS 17 er afkoma af vátryggingasamningum, áður afkoma af vátryggingarekstri, sett fram með nýjum hætti og m.a. er ekki lengur reiknaðar fjárfestingatekjur á vátryggingastarfsemina
  • Afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2023 og til næstu 12 mánaða er því áætluð á bilinu 1.400-1.900 m.kr. og samsett hlutfall um 94-96%

Hermann Björnsson, forstjóri:

Afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi nam 636 m.kr. og samsett hlutfall var 101,5%. Afkoma fjárfestinga var 812 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum var neikvæð um 111 m.kr.

Tekjur af vátryggingasamningum jukust um 10,2% samanborið við sama tímabil í fyrra og er tekjuvöxturinn jafnt á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.

Neikvæð afkoma af vátryggingarekstri helgast fyrst og fremst af því að eitt stórt brunatjón henti okkar viðskiptavin á fjórðungnum. Í áætlunum er gert ráð fyrir tjónum af þessari stærðargráðu en eðli máls samkvæmt hafa þau afgerandi áhrif í þeim fjórðungi sem þau falla til. Kostnaður vegna tjónsins er hærri en áður þar sem töluverðar hækkanir áttu sér stað á alþjóðlegum endurtryggingamörkuðum um áramótin sem rekja má m.a. til stríðsátaka, alþjóðlegrar verðbólgu og mikilla náttúruhamfara um heim allan. Þær hækkanir hafa bæði áhrif á kostnað við endurtryggingavernd og kostnað við endurnýjun verndar þegar stórtjón falla til.

Auk stóra brunatjónsins var fært í bækur á fjórðungnum annað stórt tjón sem er að fullu endurtryggt og fellur undir umboðssamning við erlent tryggingafélag. Að frádregnum þessum tjónum helst tjónahlutfall stöðugt milli tímabila eftir hækkanir undanfarna fjórðunga þrátt fyrir að fjórðungurinn hafi verið nokkuð tjónaþungur í ljósi veðurfars og mikillar umferðar um allt land.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta var 798 m.kr. sem er ásættanlegt í ljósi markaðsaðstæðna en miklar sveiflur hafa verið á eignamörkuðum það sem af er ári. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu að undanskildum óskráðum hlutabréfum sem voru færð niður um 171 m.kr. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 2,9%, ríkisskuldabréfa 1,7% og ávöxtun safnsins alls 1,6% á fjórðungnum sem er í samræmi við en þó lítillega undir væntingum um ávöxtun til lengri tíma litið miðað við núverandi vaxtastig.

Mikil gerjun hefur verið í stafrænum lausnum og þjónustuleiðum á síðustu vikum og mánuðum. Markviss vinna hefur verið lögð í að einfalda og bæta tjónaúrvinnslu og tryggja hröð og skilvirk samskipti við viðskiptavini okkar sem lenda í tjónum.  Nýlega hófum við sölu á nýrri vöru sem ætluð er ungu fólki. Í breyttum heimi hafa eignir og verðmæti fólks breyst, ekki síst yngri viðskiptavina okkar. Til að mæta þeirri þróun höfum við hafið sölu á einfaldri tryggingu sem nær yfir snjallsíma, önnur snjalltæki sem og reiðhjól. Snjalltryggingin hefur víðtækari vernd en aðrar sambærilegar tryggingar á markaði.   

Sjóvá er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2023 sem er ein stærsta vinnustaðakönnun sem framkvæmd er á Íslandi. Þessi niðurstaða er ánægjuleg staðfesting á þeim miklum gæðum sem við búum að í okkar starfsfólki og áherslum í mannauðsmálum. Líkt og við höfum áður sagt þá helst ánægja starfsfólks í hendur við ánægju viðskiptavina. Áfram verður unnið að því að viðhalda sterkri stöðu og ímynd á markaði sem félag með tryggustu viðskiptavinina, það tryggingafélag sem flestum dettur fyrst í hug og það tryggingafélag sem flestir myndu velja í dag og er stutt með niðurstöðum ytri sem innri kannana.

Innleiddur hefur verið nýr reikningsskilastaðall, IFRS 17 um vátryggingasamninga. IFRS 17 tók við af IFRS 4 fyrir reikningsskilatímabil sem hófust frá og með 1. janúar 2023. Helstu breytingar felast í framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikningi sem er með talsvert breyttu sniði auk þess sem ný hugtök eru innleidd í rekstrar- og efnahagsreikningi. Ítarlegar upplýsingar um áhrif innleiðingarinnar er að finna í skýringum 1 e)-f) í árshlutareikningi.

Horfur fyrir árið 2023 eru óbreyttar en með innleiðingu IFRS 17 er afkoma af vátryggingasamningum, áður afkoma af vátryggingarekstri, sett fram með nýjum hætti. Ein stærsta breytingin felst í því að ekki eru lengur reiknaðar fjárfestingatekjur á vátryggingastarfsemina sem komu til lækkunar á fjárfestingatekjum af fjárfestingastarfsemi. Afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2023 og til næstu 12 mánaða er áætluð á bilinu 1.400-1.900 m.kr. og samsett hlutfall á bilinu 94%-96%.

Kynningarfundur 31. maí kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 31. maí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni .

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

2. ársfjórðungur 2023                  31. ágúst 2023

3. ársfjórðungur 2023                  26. október 2023

Ársuppgjör 2023                           8. febrúar 2024

Aðalfundur 2024                           7. mars 2024

Nánari upplýsingar

Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2023.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða .



Viðhengi



EN
31/05/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Sjova-Almennar tryggingar hf

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2025 479 m.kr. tap og samsett hlutfall 91,1% á fyrstu sex mánuðum ársins Annar ársfjórðungur 2025 Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 690 m.kr. (2F 2024: 150 m.kr. tap)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 439 m.kr. (2F 2024: 317 m.kr. tap)Hagnaður tímabilsins 60 m.kr. (2F 2024: 434 m.kr. tap)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -0,1% (2F 2024: 0,3%)Samsett hlutfall 92,1% (2F 2024: 101,8%)    Fyrstu sex mánuðir ársins 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 1.511 m.kr. (6M 2024: 92 m.kr.)Tap af fjárfe...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynning...

Sjóvá: Uppgjör annars ársfjórðungs 2025 verður birt 17. júlí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. júlí nk. Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025 Fjárhagsdagatali Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 23. október. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir nú að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum: 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 20253. fjórðungur 2025                          23. október 2025Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026 Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu: Aðalfundur 2026                    ...

 PRESS RELEASE

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt

Sjóvá: Breytingar á viðskiptavakt Sjóvá – Almennar tryggingar hf. hefur gert samning við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Arion banka hf. og tekur uppsögnin gildi í lok dags 30. júní 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist á hlutabréfum félagsins og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hæt...

 PRESS RELEASE

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025

Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 1. ársfjórðungs 2025 Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:  Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 821 m.kr. (1F 2024: 242 m.kr.)Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 1.126 m.kr. (1F 2024: 363 m.kr. hagnaður)Tap tímabilsins 540 m.kr. (1F 2024: 421 m.kr. hagnaður)Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu -1,0% (1F 2024: 1,2%)Samsett hlutfall 90,2% (1F 2024: 97,0%) Horfur fyrir árið 2025 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2025 og t...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch