Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 verður birt fimmtudaginn 29. október - kynning á uppgjörinu sama dag
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir afkomu þriðja ársfjórðungs ársins 2020 fimmtudaginn 29. október nk., eftir lokun markaða.
Beint streymi frá kynningarfundi 29. október kl. 16:15
Hermann Björnsson forstjóri mun kynna afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi og fyrstu níu mánuðum ársins og verður kynningunni streymt beint á slóðinni . Í ljósi aðstæðna verður fundurinn ekki opinn fjárfestum og markaðsaðilum en vilji aðilar bera upp spurningar sem tengjast uppgjörinu má senda þær á netfangið á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.