A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS 

Árstíðabundin sveifla í rekstri félagsins einkennir afkomu fyrsta ársfjórðungs sem þó batnar á milli ára.

  • Gott magn var í siglingarkerfinu á fjórðungnum sem óx um 6,6% en meðalflutningsverð voru óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir hækkun á verðum í Trans-Atlantic. 
  • Góð afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun á fjórðungnum, þrátt fyrir minnkun á magni, sem byggðist á hagstæðri samsetningu verkefna.
  • Í annarri flutningatengdri þjónustu lækkaði afkoman á milli ára, meðal annars vegna minni nýtingar í frystigeymslum félagsins, lægri kvóta og lægri birgðastöðu viðskiptavina okkar.

Tekjur námu 200,3 milljónum evra og hækkuðu um 6,5 milljónir evra eða 3,4% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024.

Rekstrarkostnaður nam 185,0 milljónum evra og hækkaði um 5,4 milljónir evra eða 3,0% frá fyrra ári.

  • Launakostnaður jókst um 3,2 milljónir evra milli ára sem jafngildir 8,6% hækkun sem kemur að mestu til vegna kjarasamningsbundinna launahækkana. Starfsmannafjöldi hélst óbreyttur á milli ára.

EBITDA fjórðungsins nam 15,3 milljónum evra samanborið við 14,2 milljónir evra á sama tímabili 2024, sem er aukning um 7,7%. EBITDA hlutfall var 7,7% samanborið við 7,3% á sama fjórðungi fyrra árs.

Afkoma eftir skatta var neikvæð um 0,8 milljónir evra á fjórðungnum samanborið við jákvæða afkomu að fjárhæð 0,5 milljónir evra á sama tímabili í fyrra og skýrist breytingin helst af auknum afskriftum og lækkun afkomu hlutdeildarfélaga.

Sjóðstreymi frá rekstri á fjórðunginum var sterkt og nam um 16 milljónum evra en til samanburðar var það 2,7 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi 2024.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

„Fyrstu mánuðir ársins fóru nokkuð vel af stað en það var hóflegur vöxtur í EBITDA afkomu á fyrsta ársfjórðungi og nam hún 15,3m evra sem er aukning um 1,1m evra frá fyrra ári. Sögulega hefur fyrsti ársfjórðungur verið sá tími árs sem minnst umsvif eru í starfsemi félagsins og í ár bættust við kostnaðarsamar truflanir í rekstri vegna óvenju slæms veðurs á Norður-Atlantshafi en þó var 6,6% magnaukning í siglingarkerfinu. Hávær umræða hefur verið um nýja tollastefnu Bandaríkjanna og áhrif þeirra á fyrirtæki og hagkerfi heimsins. Þrátt fyrir óvissu sem þetta hefur skapað eru áhrifin á Eimskip enn sem komið er óveruleg.

Bætta afkomu af siglingarkerfinu má einna helst rekja til aukins magns og betri nýtingar ásamt því að kostnaður á hverja flutta einingu lækkaði lítillega. Hins vegar hafði breytt samsetning flutningsmagns áhrif á meðalflutningsverð, sem voru óbreytt á milli ára, þrátt fyrir hærri meðalverð í Trans-Atlantic flutningum. Þá erum við ánægð að sjá að breytingar sem voru gerðar á gámasiglingakerfinu á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs hafa skilað sér í færri sigldum mílum og minni olíunotkun og vegur það upp á móti almennum kostnaðarverðhækkunum og verðbólguþrýstingi.

Afkoma alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar var með ágætum og hækkaði EBITDA í 2,5m evra úr 2,0m evra á síðasta ári þrátt fyrir 12% lækkun í magni. Minnkun í magni skýrist helst af þeim sviptingum sem hafa átt sér stað um þessar mundir á alþjóðlegum mörkuðum vegna yfirvofandi tolla til og frá Bandaríkjunum. Þá hefur einnig borið á skorti á gámum í Asíu hjá sumum af stóru alþjóðlegu skipafélögunum og truflunum í hafnarstarfsemi þeirra víðsvegar um heiminn sem hefur áhrif á þá þjónustu sem við veitum.

Í annarri flutningstengdri starfsemi voru umsvif nokkuð góð í landflutningum og hafnarstarfsemi á sama tíma og nýting í vöruhúsastarfsemi minnkaði á fjórðunginum vegna minni birgðahalds viðskiptavina á sjávarafurðum, sem litaði afkomu þessarar starfsemi.

Eins og önnur fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri höfum við ekki farið varhluta af þeim áskorunum sem fylgja reglugerðarkröfum og vaxandi óvissu í alþjóðaviðskiptum. Við teljum varhugavert að eftir langt tímabil hárra vaxta og mikillar verðbólgu hér á landi sé nú verið að horfa til aukinnar skattbyrði á fyrirtæki og almenning.

Heilt yfir erum við nokkuð bjartsýn fyrir komandi mánuðum enda sjáum við venjubundnar árstíðarsveiflur í rekstrinum okkar þar sem annar og þriðji fjórðungur eru að jafnaði þeir umsvifamestu í starfseminni. Þá er sérstaða Eimskips á Norður-Atlantshafinu almennt þolnari gagnvart efnahagslegum sveiflum en hún byggir á heimamarkaði sem hefur á að skipa mjög inn- og útflutningsdrifnum hagkerfum sem treysta á sjóflutninga að megninu til og að sama skapi er áhersla félagsins í alþjóðlegu flutningsmiðlununni að þjónusta viðskiptavini í flutningum á ferskum og frosnum matvælum.“

KYNNINGARFUNDUR 14. MAÍ 2025

Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 14. maí kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig rafrænn og verður honum streymt beint á fjárfestasíðu Eimskips . Þar munu Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung. Uppgjörsgögn og upptöku af fundinum verður einnig hægt að nálgast á fjárfestasíðunni.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, sími: 844 4776, netfang:



Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími 844 4752, netfang:

TIL ATHUGUNAR FYRIR FJÁRFESTA

Eimskip vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari afkomutilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar tilkynningin er fyrst birt og takmarkast gildi þeirra við sem segir í fyrirvara þessum.

Viðhengi



EN
13/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

 PRESS RELEASE

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. hefur samþykkt samninga um smíði á tveimur 2.280 gámaeininga skipum og leigu þeirra til tíu ára í gegnum ElbFeeder, sem er þýskt hlutdeildarfélag Eimskips. Ætlunin er að skipin muni þjóna vöruflutningum á milli Reykjavíkur og Rotterdam sem og Teesport í Bretlandi, núverandi Bláa leið félagsins.  Á undanförnum árum hafa þarfir viðskiptavina í ferskvöruflutningum aukist verulega með vaxandi útflutningi á ferskum sjávarafurðum og eldislaxi sem og innflutningi á ferskum matvælum. Þá er frekari vöxtur fyrirsjáanlegur í...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch