Eimskip: Breyting á dagskrá aðalfundar
Þann 12. mars sl. birti stjórn Eimskipafélags Íslands hf. tillögur sínar til aðalfundar 2020.
Í ljósi óvissu í efnahagsumhverfi Íslands og heimsins alls vegna COVID-19 og til að tryggja að félagið viðhaldi sínum fjárhagslega styrk, hefur stjórn Eimskips ákveðið að draga tillögur undir lið 5 (lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum skv. endurkaupaáætlun) og lið 6 (lækkun hlutafjár) til baka og verða þær því ekki lagðar fram til afgreiðslu aðalfundar. Stjórn mun leggja þessar tillögur fram á sérstökum hluthafafundi síðar, þegar sú óvissa sem nú er uppi verður afstaðin.
Frestur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá aðalfundar rann út kl. 16:00 í gær.
Meðfylgjandi er því uppfærð dagskrá og endanlegar tillögur til aðalfundar Eimskips.
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða
Viðhengi