A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip mun í fyrri hluta apríl gera tímabundnar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins. Þessar breytingar eru hluti af þeim aðgerðum sem félagið ræðst í vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja.

Í tengslum við þessar breytingar fækkar um tvö skip í rekstri og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað.

Nýja siglingakerfið mun formlega taka gildi í byrjun apríl.

Lykilatriði:

  • Tímabundnar breytingar á siglingakerfinu sem bjóða uppá sambærilega þjónustu og verið hefur frá lykilhöfnum
  • Stysti flutningstími frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja
  • Stysti flutningstími frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna
  • Stuttur flutningstími í útflutningi á ferskum og frystum sjávarafurðum frá Færeyjum til Bretlands og Rotterdam
  • Stuttur flutningstími frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven
  • Þjónusta við ströndina á Íslandi verður veitt bæði með sjó- og landflutningum
  • Fækkað verður um tvö gámaskip í flotanum sem fer úr tíu í átta
  • Áhersla á rekstrarhagræðingu til að tryggja fjárhagslegan styrk félagsins

Um er að ræða tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Við núverandi aðstæður erum við sérstaklega meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis á okkar lykilmörkuðum í Norður-Atlantshafi og í flutningakeðjum viðskiptavina okkar. Nýja siglingakerfið er tímabundin aðgerð í ljósi aðstæðna og ég er ánægður með að við munum viðhalda sterkri inn- og útflutnings þjónustu til og frá Íslandi og Færeyjum. Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða á .

EN
31/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

 PRESS RELEASE

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. hefur samþykkt samninga um smíði á tveimur 2.280 gámaeininga skipum og leigu þeirra til tíu ára í gegnum ElbFeeder, sem er þýskt hlutdeildarfélag Eimskips. Ætlunin er að skipin muni þjóna vöruflutningum á milli Reykjavíkur og Rotterdam sem og Teesport í Bretlandi, núverandi Bláa leið félagsins.  Á undanförnum árum hafa þarfir viðskiptavina í ferskvöruflutningum aukist verulega með vaxandi útflutningi á ferskum sjávarafurðum og eldislaxi sem og innflutningi á ferskum matvælum. Þá er frekari vöxtur fyrirsjáanlegur í...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma annars ársfjórðungs 2025 Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungsAfkoma annars ársfjórðungs var ágæt og einkenndist af auknu magni í gámasiglingakerfinu, miklum umsvifum í annarri flutningstengdri starfsemi en veruleg lækkun á alþjóðlegum flutningsverðum hafði áhrif á afkomu í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins. Magn í siglingakerfinu óx um 7,9% á fjórðungnum og var magn umtalsvart meira en undanfarna fjórðunga en hins vegar höfðu lægri meðalverð þau áhrif  að tekjuvöxtur var lægri en magnaukning. Í alþjóðlegri flutningsmiðlun félagsins minnkaði magnið lítillega en hin...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 26. ágúst 2025.  Kynningarfundur 27. ágúst 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefs...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch