A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip gerir breytingar á gámasiglingakerfinu

Eimskip mun í fyrri hluta apríl gera tímabundnar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins. Þessar breytingar eru hluti af þeim aðgerðum sem félagið ræðst í vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja.

Í tengslum við þessar breytingar fækkar um tvö skip í rekstri og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað.

Nýja siglingakerfið mun formlega taka gildi í byrjun apríl.

Lykilatriði:

  • Tímabundnar breytingar á siglingakerfinu sem bjóða uppá sambærilega þjónustu og verið hefur frá lykilhöfnum
  • Stysti flutningstími frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja
  • Stysti flutningstími frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna
  • Stuttur flutningstími í útflutningi á ferskum og frystum sjávarafurðum frá Færeyjum til Bretlands og Rotterdam
  • Stuttur flutningstími frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven
  • Þjónusta við ströndina á Íslandi verður veitt bæði með sjó- og landflutningum
  • Fækkað verður um tvö gámaskip í flotanum sem fer úr tíu í átta
  • Áhersla á rekstrarhagræðingu til að tryggja fjárhagslegan styrk félagsins

Um er að ræða tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Við núverandi aðstæður erum við sérstaklega meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis á okkar lykilmörkuðum í Norður-Atlantshafi og í flutningakeðjum viðskiptavina okkar. Nýja siglingakerfið er tímabundin aðgerð í ljósi aðstæðna og ég er ánægður með að við munum viðhalda sterkri inn- og útflutnings þjónustu til og frá Íslandi og Færeyjum. Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum.“

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða á .

EN
31/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 40 2025 Eimskip purchased 129,680 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,353,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price30.9.202512:1424,6803508,638,0001.10.202509:5435,00034512,075,0002.10.202510:0935,00034512,075,0003.10.202515:0535,00035912,565,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price whic...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 40. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 129.680 eigin hluti fyrir ISK 45.353.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð30.9.202512:1424.6803508.638.0001.10.202509:5435.00034512.075.0002.10.202510:0935.00034512.075.0003.10.202515:0535.00035912.565.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction

Eimskip: Results of buybacks of own shares through reverse auction No offers were received in the reverse auction buyback, and therefore the company will initiate standard share buyback in accordance with the buyback program. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK 750,000,000. The execution of the buy-back program must comply with the Act on Public Limited Companies, No. 2/1995. In addition, the buy-back program will be implemented in accordance with Regulation (EU) No. 596/2014 on market a...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi

Eimskip: Niðurstaða endurkaupa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Engin tilboð bárust í endurkaup með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og því mun félagið hefja hefðbundin endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch