Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun
Í 40. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 129.680 eigin hluti fyrir ISK 45.353.000 eins og hér segir:
Dagsetning | Tími | Magn | Verð | Kaupverð |
30.9.2025 | 12:14 | 24.680 | 350 | 8.638.000 |
1.10.2025 | 09:54 | 35.000 | 345 | 12.075.000 |
2.10.2025 | 10:09 | 35.000 | 345 | 12.075.000 |
3.10.2025 | 15:05 | 35.000 | 359 | 12.565.000 |
Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna. Heimildin gildir í 18 mánuði frá aðalfundi félagsins sem var haldinn 27. mars 2025, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.
Eimskip hefur nú keypt samtals 129.680 hluti skv. núgildandi áætlun og nemur heildarkaupverð þeirra 45.353.000 króna.
Eimskip átti 1.725.320 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 1.855.000 hluti sem nemur 1,12% af heildarhlutafé félagsins.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang:
