A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Ársuppgjör 2019

Eimskip: Ársuppgjör 2019

Helstu atriði í afkomu ársins 2019

  • Tekjur námu 679,6 milljónum evra og lækkuðu um 9,6 milljónir evra eða 1,4% frá árinu 2018.
    • Tekjur lækkuðu meðal annars vegna lægra flutningsmagns í gámasiglingum, sérstaklega í innflutningi til Íslands.
  • Kostnaður nam 630,2 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) sem er lækkun um 9,7 milljónir evra,   þar af lækkaði launakostnaður um 5,9 milljónir evra eða 4,3%.
  • EBITDA nam 60,5 milljónum evra eða 49,4 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 49,2 milljónir evra fyrir árið 2018.
  • Hagnaður ársins nam 1,0 milljón evra samanborið við 7,4 milljónir evra fyrir árið 2018.
    • Einskiptis skattaleg áhrif að fjárhæð 3,4 milljónir evra og virðisrýrnun að upphæð 2,6 milljónir evra vegna sölu skipa hafa neikvæð áhrif á afkomu tímabilsins. Án þessara liða væri hagnaður 7,0 milljónir evra sem er sambærilegt við hagnaðinn fyrir árið 2018.
  • Fjárfestingar ársins námu 38,9 milljónum evra samanborið við 47,4 milljónir evra árið 2018. Fjárfestingum að fjárhæð 36 milljónum evra sem voru á áætlun ársins 2019 var frestað til ársins 2020, einkum vegna seinkunar á afhendingu tveggja nýrra skipa.
  • Handbært fé frá rekstri í lok ársins jókst og nam 51,3 milljónum evra samanborið við 29,0 milljónir evra árið 2018.
  • Eigið fé nam 230,9 milljónum evra í lok ársins og eiginfjárhlutfallið nam 44,0%, með áhrifum IFRS 16, en til samanburðar var eiginfjárhlutfallið 49,1% í árslok 2018.
    • Arður að fjárhæð 4,7 milljónir evra var greiddur á árinu og endurkaupa áætlanir voru virkjaðar. Félagið keypti hlutabréf að fjárhæð 5,0 milljónum evra að markaðsvirði á árinu.
  • Skuldsetningarhlutfall var 3,0 í lok ársins 2019, samanborið við 2,80 í lok árs 2018. Það er við efri mörk markmiðs um skuldsetningarhlutfall.
  • Stjórn félagsins mun leggja fram tillögu til aðalfundar að ekki verði greiddur út arður vegna afkomu ársins 2019.
  • Stjórn félagsins mun einnig leggja fram á aðalfundi tillögu um lækkun hlutafjár, ígildi um 12,5 milljónum evra greiðslu til hluthafa.
  • Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2020 er á bilinu EBITDA 51-58 milljónir evra.

Helstu atriði í afkomu fjórða ársfjórðungs 2019

  • Tekjur námu 175,5 milljónum evra og lækkuðu um 3,3 milljónir evra eða 1,8% frá sama ársfjórðungi 2018.
    • Magn í áætlunarsiglingum minnkaði um 13,2% sem skýrist að mestu vegna minni innflutnings til Íslands og minni veiða við Ísland á fjórðungnum.
    • Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 3,9% en engu að síður jókst afkoma af flutningsmiðlun miðað við fyrra ár vegna aukinnar framlegðar og samþættingar.
  • EBITDA nam 11,2 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi 2019 eða 7,9 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 9,4 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs.
  • Tap á ársfjórðungnum nam 6,4 milljónum evra samanborið við 1,9 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs og nam lækkunin um 4,5 milljónum evra.
  • Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins nam 16,9 milljónum evra samanborið við 8,4 milljónir evra í lok sama ársfjórðungs 2018.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

„Árið 2019 einkenndist af minni innflutningi til Íslands sem minnkaði um 10,7%, sem er í takt við minnkun í tölum Hagstofunnar um heildar innflutningsmagn til Íslands. Að auki hafði loðnubrestur og minni veiðar við Ísland á síðasta ársfjórðungi 2019 töluverð áhrif á útflutningsmagn frá Íslandi. Ég er ánægður að sjá að áhersla okkar á hin ýmsu hagræðingar og samþættingar verkefni hefur jákvæð áhrif á niðurstöður ársins og mun halda áfram að skila jákvæðum áhrifum á árinu 2020. Þetta er í samræmi við vegferð félagsins um aukna samþættingu og áherslu á kjarnastarfsemi.

Starfsemin okkar í Noregi hélt áfram að bæta afkomu sína og Trans-Atlantic þjónustan okkar óx um tveggja stafa tölur á árinu.  Afkoman af flutningsmiðlun jókst milli ára þrátt fyrir minna flutningsmagn.

Launakostnaður lækkaði um 5,9 milljónir evra á árinu sem skýrist að mestu af fækkun stöðugilda í tengslum við samþættingu í rekstrinum.

Þótt að hagnaður ársins sé lágur eða 1 milljón evra, þar sem helstu ástæður eru einskiptis liðir vegna virðisrýrnunar við sölu fimm skipa og skattakostnaðar á fyrsta ársfjórðungi, þá erum við mjög ánægð með verulega aukningu í sjóðstreymi frá rekstri á milli ára.

Við kynntum nýtt gámasiglingakerfi í október og tókst með þeim breytingum að fækka gámaskipum félagsins um eitt. Með nýja kerfinu aukum við þjónustu og áreiðanleika siglingakerfisins ásamt því að lækka fastan rekstrarkostnað.

Eimskip steig einnig mikilvæg skref í endurnýjun gámaskipaflotans og í aðlögun frystiskipaflotans að núverandi rekstri þegar félagið seldi fimm skip í lok árs.

Eimskip gefur í dag út samfélagsábyrgðarskýrslu (ESG) fyrir árið 2019, nú í fyrsta sinn samhliða útgáfu ársreiknings félagsins. Kolefnisfótspor Eimskips, mælt í kolefnisútblæstri pr.tonn af flutningsmagni, hefur minnkað um 14,2% síðan árið 2015 sem er yfir okkar markmiðum og ég er viss um að við bjóðum umhverfisvænustu lausnina í vöruflutningum til og frá Íslandi. Við búumst nú við því að nýju skipin okkar, sem eru sérstaklega útbúin til að draga úr umhverfisáhrifum, verði afhent á öðrum og þriðja ársfjórðungi. Við hlökkum til að hefja samstarfið við Royal Arctic Line og gerum ráð fyrir að hefja það samstarf þegar fyrra skipið hefur verið afhent á öðrum ársfjórðungi.

Í ágúst síðastliðnum upplýstum við um að félagið myndi skoða sölu á dótturfélagi sínu Sæferðum. Í kjölfarið var farið í söluferli en þrátt fyrir nokkurn áhuga kaupenda á félaginu þá leiddu nokkuð ítarlegar viðræður ekki til sölu. Við höfum nú ákveðið að hætta við söluferlið og munum því áfram reka Sæferðir í óbreyttri mynd.

Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2020 er á bilinu 51-58 milljónir evra án áhrifa IFRS 16. Óvissa varðandi þróun íslenska hagkerfisins, stöðu á alþjóðamörkuðum og þróun á COVID-19 vírusnum skýrir þetta breiða bil.

Að lokum vil ég þakka okkar góða starfsfólki fyrir vinnuframlag þeirra og áhuga á síðasta ári og viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir okkar verðmæta samstarf. ”

FREKARI UPPLÝSINGAR

  • Egill Örn Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sími: 525 7202
  • Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri, sími: 825 3399, netfang:

Viðhengi

EN
27/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó...

 PRESS RELEASE

Eimskip's Financial Calendar 2026

Eimskip's Financial Calendar 2026 Eimskip's Financial Calendar 2026 Management financial results for 2025    28. January 2026Fourth quarter 2025, Financial results for 2025 and sustainability statement 3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026First quarter 2026                                     5 May 2026Second quarter 2026                                  25 August 2026Third quarter 2026                                   13 November 2026Management financial results for 2026    2 February 2027Fourth quarter 2026, Financial results for 2026 and sustainabili...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch