A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip selur gámaskipin Goðafoss og Laxfoss

Eimskip selur gámaskipin Goðafoss og Laxfoss

Eimskip hefur komist að samkomulagi um sölu á tveimur gámaskipum félagsins fyrir 3,9 milljónir dollara (3,5 milljónir evra). Goðafoss og Laxfoss eru 24 ára gömul, 1457 gámaeininga skip og hafa verið í rekstri félagsins í tæp 20 ár. Samhliða sölunni hefur verið gert samkomulag við kaupanda um að leigja skipin til baka.

Salan er liður í endurnýjun skipaflota Eimskip en félagið er nú með tvö 2150 gámaeininga skip í smíðum í Kína. Gert er ráð fyrir að Goðafoss og Laxfoss muni áfram verða í þjónustu á rauðu leiðinni, til og frá Skandinavíu, allt fram að afhendingu nýju skipanna og væntanlegt samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hefst sem er áætlað að verði öðrum ársfjórðungi 2020. Salan mun því ekki hafa í för með sér breytingar á þjónustu til viðskiptavina eða siglingakerfi félagsins. 

Afhending á skipunum til kaupanda mun eiga sér stað í byrjun næsta árs. Þar sem bókfært verð skipanna er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa um 1,2 milljónir evra í virðisrýrnun í gegnum afskriftir á fjórða ársfjórðungi 2019.

Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvörum um kaup og sölu skipa.

Eins og áður hefur verið tilkynnt hefur Eimskip komist að samkomulagi um að selja þrjú af sex frystiskipum félagsins í Noregi ásamt því að leigja eitt þeirra til baka. Þar með hefur Eimskip selt eldri skip fyrirtækisins sem mun lækka meðalaldur eigin flota töluvert.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða

EN
18/12/2019

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 51 and 52 2025 Eimskip purchased 105,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 27,510,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price17.12.202509:3635,0002599,065,00018.12.202511:2335,0002558,925,00023.12.202510:5935,0002729,520,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000, at a total purchase price which may not exceed ISK...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 51 og 52 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 105.000 eigin hluti fyrir ISK 27.510.000 eins og hér segir:  DagsetningTímiMagnVerðKaupverð17.12.202509:3635.0002599.065.00018.12.202511:2335.0002558.925.000 23.12.202510:5935.0002729.520.000       Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri e...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000      The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,25...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þ...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch