A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Úthlutun kauprétta

Eimskip: Úthlutun kauprétta

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. ákvað í dag að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins á alþjóðavísu kauprétti að allt að 1.090.620 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,62% af hlutafé Eimskips þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Þar af var forstjóra og meðlimum framkvæmdastjórnar veittur kaupréttur að samtals 486.180 hlutum í félaginu og voru þeir samningar undirritaðir í dag.

Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað að tvinna saman hagsmuni forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna félagsins og hluthafa þess, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Eimskips þann 17. mars 2022 og í samræmi við starfskjarastefnu félagsins.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Nýtingarverð kaupréttanna er 353 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. meðalgengi hlutabréfa í félaginu síðustu 10 viðskiptadaga eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum fyrir úthlutunardag. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa af eignum félagsins, krónu fyrir krónu. Nýtingarverð skal einnig leiðrétt (til hækkunar) með 3% ársvöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
  • Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
  • Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma (3 ár frá úthlutun) og þá er unnt að nýta 33,33% af kaupréttum (tímabil 1), ári eftir það er unnt að nýta 33,33% (tímabil 2) og ári eftir það 33,33% (tímabil 3).
  • Forstjóra, meðlimum framkvæmdastjórnar og öðrum lykilstarfsmönnum félagsins ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri 12 sinnum mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar og lykilstarfsmenn 6 sinnum mánaðarlaun.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
  • Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað (flýting ávinnslutíma).
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandandi kauprétta sem Eimskip hefur veitt lykilstarfsmönnum sínum 2.628.000 eða um 1,5% hlutafjár í félaginu á þeim tíma sem kerfið var samþykkt. Heildarfjöldi kauprétta sem stjórn er heimilt að úthluta eru 2.628.000 hlutir.

Heildarkostnaður félagsins, skv. reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður 36,5 milljónir króna á næstu sex árum.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru aðilum í framkvæmdastjórn Eimskips eru í viðhengi.

Viðhengi



EN
06/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Allocation of share options

Eimskip: Allocation of share options The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. decided today to allocate share options to certain key employees of the company globally amounting to 1,090,620 shares, which constitutes 0.62% of Eimskip’s share capital when the share option plan was approved. Thereof 486,180 share options were allocated to the CEO and Executive Management and the respective agreements signed today. The share option plan sets forth a long-term incentive program intended to align the interests of the CEO, Executive Management and other key employees of the company,...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Úthlutun kauprétta

Eimskip: Úthlutun kauprétta Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. ákvað í dag að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins á alþjóðavísu kauprétti að allt að 1.090.620 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,62% af hlutafé Eimskips þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Þar af var forstjóra og meðlimum framkvæmdastjórnar veittur kaupréttur að samtals 486.180 hlutum í félaginu og voru þeir samningar undirritaðir í dag. Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað að tvinna saman hagsmuni forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra lykilstarfsmanna félagsins og hluthafa þess, me...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction by PDMR

Eimskip: Transaction by PDMR Please find attached notification regarding transaction by a PDMR of Eimskipafélag Íslands hf., cf. Art. 19 of MAR regulation. Further information can be found in the attached notification.  Attachment

 PRESS RELEASE

Eimskip: Third quarter 2024 results

Eimskip: Third quarter 2024 results Highlights of Q3 2024 results  Good revenue growth resulting in the best quarter this year and close to a good third quarter last year.Revenue increased by EUR 18.6m from last year and amounted to EUR 220.6m in the quarter Liner revenue decreased by EUR 2.7m while Forwarding revenue increased by EUR 21.3m Liner revenue in the quarter were the strongest this year Good growth in export from Iceland and high activity in domestic Iceland as well as increased volume in Trans-Atlantic combined with higher rates Increase in Forwarding revenue driven b...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma þriðja ársfjórðungs 2024

Eimskip: Afkoma þriðja ársfjórðungs 2024 Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs  Afkoma þriðja ársfjórðungs var sú sterkasta á árinu sem rekja má til góðs tekjuvaxtarTekjur jukust um 18,6 milljónir evra frá fyrra ári og námu 220,6 milljónum evra á fjórðungnum Tekjur af gámaflutningum lækkuðu um 2,7 milljónir evra á meðan tekjur af flutningsmiðlun jukust um 21,3 milljónir evraAfkoma af gámasiglingum var sú sterkasta á árinu Góður vöxtur í útflutningi frá Íslandi auk góðrar afkomu Innanlandssviðsins á fjórðungnum vegna mikillar starfsemi. Ennfremur jókst magn í Trans-Atlantic flu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch