A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Eimskips þann 9. mars 2023 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir hönd félagsins. Heimildin skyldi m.a. nýtt í þeim tilgangi að koma á formlegri endurkaupaáætlun með það að markmiði að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Heimild er til að kaupa hlutabréf í félaginu í 18 mánuði frá aðalfundinum með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess megi einungis eiga mest 10% hlutafjár þess. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.150.000 hlutum eða um 1,28% af útgefnum hlutum í félaginu, á kaupverði sem má þó ekki fara yfir kr. 1.000.000.000,- að markaðsvirði.

Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en verð í síðustu óháðu viðskiptum eða jafnt hæsta fyrirliggjandi kauptilboði í Kauphöll Nasdaq Ísland. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er fjórðungur af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði í september 2023. Hámarksfjöldi leyfilegra hluta á hverjum viðskiptadegi verður því 33.000 frá og með 11. október 2023.

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arctica Finance hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu. Arctica Finance hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup þann 11. október nk. og mun áætlunin vera í gildi fram til 9. september 2024 , nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Í dag á Eimskip 1.725.320 hluti að nafnverði í félaginu sem nemur 1,03% af heildarhlutafé félagsins.

FREKARI UPPLÝSINGAR

María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri , sími: 774 0604, netfang: .

Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang:



EN
10/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS  Árstíðabundin sveifla í rekstri félagsins einkennir afkomu fyrsta ársfjórðungs sem þó batnar á milli ára. Gott magn var í siglingarkerfinu á fjórðungnum sem óx um 6,6% en meðalflutningsverð voru óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir hækkun á verðum í Trans-Atlantic. Góð afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun á fjórðungnum, þrátt fyrir minnkun á magni, sem byggðist á hagstæðri samsetningu verkefna.Í annarri flutningatengdri þjónustu lækkaði afkoman á milli ára, meðal annars vegna minni nýtingar í frystigeymslum...

 PRESS RELEASE

Eimskip: First quarter 2025 results

Eimskip: First quarter 2025 results HIGHLIGHTS OF Q1 2025 RESULTS  Seasonal fluctuations in the company's operations characterize the performance of the first quarter, which nevertheless improves year-on-year. Solid volume in the sailing system during the quarter, grew by 6.6%, while average freight rates remained unchanged from the previous year despite higher rates in Trans-Atlantic.The international freight forwarding performed well during the quarter, despite a decrease in volume, which was based on a favorable mix of projects.In other logistics services, activity decreased year-on-y...

 PRESS RELEASE

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results

Publishing of Eimskip's first quarter 2025 results Eimskipafélag Íslands hf. will publish its first quarter 2025 results after market closing on Tuesday 13 May.  Eimskip invites investors and market participants to a meeting where Vilhelm Thorsteinsson, CEO and Rósa Guðmundsdóttir, CFO, will present the results. The meeting will be held on Wednesday 14 May at 8:30 GMT at the Company’s headquarters, Sundabakki 2, second floor. The meeting will also be webcasted live in Icelandic on /investors. Investors can send questions before the meeting to the email  . Documents and a recording of th...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025  Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 13. maí  2025.  Kynningarfundur 14. maí 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður ...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Landsréttur Appeal Court confirmed the Reykjavík District Court’s decision to dismiss the case which Samskip initiated against the Company and its CEO last April, claiming recognition of liability for compensation, without an amount, for alleged wrongful and negligent actions in connection with the settlement which Eimskip made with the Icelandic Competition Authority in year 2021.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch