A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.

Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins.

Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 milljónir króna.

Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en verð í síðustu óháðu viðskiptum eða jafnt hæsta fyrirliggjandi kauptilboði í Kauphöll Nasdaq Ísland. Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af ACRO verðbréf hf. Kaupin hefjast með öfugu tilboðsfyrirkomulagi og samkvæmt hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæsta verði sem verður tekið. Allir hluthafar Eimskipafélags Íslands hf. geta gert tilboð um að selja bréf sín til félagsins fyrir milligöngu Markaðsviðskipta ACRO verðbréfa hf.  Eimskip áskiljur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052 sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Tilboðum skal skila til Markaðsviðskipta Acro verðbréf hf., sem einnig svara fyrirspurnum í síma 532-8000, á netfangið merkt „Eimskip endurkaup“ fyrir kl. 08:30, þriðjudaginn 30. september 2025. Niðurstöður verða tilkynntar í fréttakerfi Nasdaq Iceland fyrir kl. 9:30, þriðjudaginn 30. september. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er fimmtudaginn 2. október 2025.

Eimskipafélag Íslands hf á 1.725.320 eigin hluti áður en endurkaupin samkvæmt tilboðsfyrirkomulaginu hefjast.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, sími: 844 4776 netfang:  

Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang:



EN
29/09/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

 PRESS RELEASE

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. hefur samþykkt samninga um smíði á tveimur 2.280 gámaeininga skipum og leigu þeirra til tíu ára í gegnum ElbFeeder, sem er þýskt hlutdeildarfélag Eimskips. Ætlunin er að skipin muni þjóna vöruflutningum á milli Reykjavíkur og Rotterdam sem og Teesport í Bretlandi, núverandi Bláa leið félagsins.  Á undanförnum árum hafa þarfir viðskiptavina í ferskvöruflutningum aukist verulega með vaxandi útflutningi á ferskum sjávarafurðum og eldislaxi sem og innflutningi á ferskum matvælum. Þá er frekari vöxtur fyrirsjáanlegur í...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch