A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line að hefjast

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line að hefjast

Samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line (RAL) mun hefjast þann 12. júní n.k. þegar Tukuma Arctica nýja skip RAL siglir frá Danmörku til Íslands. Nýtt skip Eimskips, Dettifoss, var afhent í lok apríl í Kína og er nú á heimsiglingu. Dettifoss kemur inn í samstarfið í byrjun júlí þegar hann siglir frá Árósum til Íslands í fyrsta sinn. Áætlað er að seinni nýsmíði Eimskips, Brúarfoss, verði kominn í þjónustu félagsins undir lok október.  Frá og með þeim tíma verður samstarfið við RAL komið í fulla virkni með þremur gámaskipum og vikulegum siglingum til fleiri hafna eins og upphaflega var áætlað.

Þegar samstarfið við RAL hefst um miðjan júní mun Eimskip aftur hefja siglingar á rauðu leiðinni en Dettifoss og Tukuma Arctica munu sinna þjónustu við Ísland og Grænland með viðkomum í Álaborg og Árósum í Danmörku og Helsingborg í Svíþjóð.

Núverandi siglingakerfi verður að öðru leiti óbreytt með sínar sterku tengingar við lykilhafnir í Skandinavíu og Evrópu en með samstarfinu við RAL og nýju skipunum eykst áreiðanleiki og afkastageta til og frá Skandinavíu.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:

„Þetta eru merk tímamót í sögu félagsins, ekki eingöngu erum við að taka á móti nýju og glæsilegu skipi sem er það stærsta sem hefur nokkru sinni verið í þjónustu félagsins heldur erum við á sama tíma að hefja samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line. Með samstarfinu tengist Royal Arctic Line alþjóðlegu siglingakerfi Eimskips sem opnar möguleika fyrir grænlenska markaðinn sem og að vikulegar siglingar verða nú á milli Íslands og Grænlands. Þegar fram í sækir mun það skapa tækifæri á auknum viðskiptum á milli landanna tveggja.

Við erum einnig afar stolt af því að fá Dettifoss í þjónustu félagsins en aðalvél skipsins er sérstaklega útbúin til að minnka losun köfnunarefnis í andrúmsloftið og er sparneytnari þannig að kolefnisfótspor á flutta gámaeiningu er umtalsvert minna en á eldri skipum. Að auki eru skipið útbúið vothreinsibúnaði sem minnkar enn frekar losun brennisteins í andrúmsloftið. Með þessu tryggjum við enn frekar að við séum að bjóða umhverfisvænustu flutningana til og frá landinu þegar horft er á flutta einingu sem skiptir viðskiptavini okkar sífellt meira máli.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á .       

EN
29/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss

Announcement from Eimskip – sale of the vessel Lagarfoss Eimskip has reached an agreement to sell the vessel Lagarfoss. Lagarfoss was built in 2014 in China and was specifically designed for Eimskip’s shipping routes. The vessel has served the Company for over a decade and played a key role in its operations. Since the book value of the vessel exceeds the sale price, Eimskip will record a loss of sale of approximately EUR 3.4 million in the third quarter of 2025. The buyer of Lagarfoss is company Grupo Sousa, which is located in Madeira Portugal. The company is the owner of the shipping co...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip - Lagarfoss seldur

Tilkynning frá Eimskip - Lagarfoss seldur Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Lagarfoss var smíðaður árið 2014 í Kína og hannaður sérstaklega fyrir flutningsleiðir Eimskips. Lagarfoss hefur þjónað félaginu í rúman áratug og gengt mikilvægu hlutverki í rekstri þess. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Kaupandi Lagarfoss er portúgalska flutninga- og hafnarrekstrarfyrirtækið Grupo Sousa, sem er með aðsetur á Madeira. Grupo Sousa rekur skipafélagið GS Lines sem sinnir reglu...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Updated Financial Calendar

Eimskip: Updated Financial Calendar Eimskip's Financial Calendar has been altered and the publication of Q3 results moved to 11 November 2025.  Other dates remain the same.  Second quarter 202526 August 2025Third quarter 202511 November 2025Management Financial Report Q4/FY 2025           3 February 2026Fourth quarter 2025, Consolidated Financial Statements & sustainability report3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026 Financial results will be disclosed and published after market closing. Please note that dates are subject to change. For further information please c...

 PRESS RELEASE

Eimskip - Breytt fjárhagsdagatal

Eimskip - Breytt fjárhagsdagatal Fjárhagsdagatali Eimskips hefur verið breytt og uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fært til 11. nóvember.  Aðrar dagsetningar haldast óbreyttar. Annar ársfjórðungur 202526. ágúst 2025Þriðji ársfjórðungur 202511. nóvember 2025Birting stjórnendauppgjörs fyrir árið 2025           3. febrúar 2026Fjórði ársfjórðungur 2025, ársuppgjör & sjálfbærniupplýsingar3. mars 2026Aðalfundur 202626. mars 2026 Fjárhagsupplýsingar verða birtar eftir lokun markaða. Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Birna Björnsdót...

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Eimskip received a notification from Alcoa Fjarðaál sf. informing that Alcoa intends to suspend the case against Eimskip next Tuesday 27 May before Reykjavík District Court. The summons claim was ISK 3,086,000,000, together with penal interests from 24 May 2024, against Eimskipafélag Ísland hf., Eimskip Ísland ehf., Samskip hf. og Samskip Holding B.V. in solidum, for Alcoa’s alleged loss, with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013.  The financial claim of Alcoa wa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch