A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip

Eimskip barst í dag tilkynning frá Alcoa Fjarðaáli sf. þar sem upplýst er að Alcoa áformi að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip næsta þriðjudag 27. maí, við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur.

Í málinu var krafist skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, óskipt úr hendi Eimskipafélags Íslands hf., Eimskip Ísland ehf., Samskipa hf. og Samskipa Holding B.V. vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013. 

Fjárkrafa Alcoa byggði alfarið á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihélt svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, yfirfór umrætt minnisblað fyrir Eimskip og vann skýrslu um efni þess.

Niðurstaða Hagrannsókna sf. var afgerandi um að vankantar í minnisblaði Analytica ehf. væru svo alvarlegir og ályktanir svo rangar að minnisblaðið væri í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í uppgjörskynningu Eimskips fyrir annan ársfjórðung 2024 en hana má einnig finna .

Það var og er mat félagsins að ekkert tilefni hafi verið til málsóknar stefnanda, enda eru skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. 

 

Nánari upplýsingar veitir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-7379 eða Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður Fjárfestatengsla í síma 844-4752 eða á .



EN
23/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Today Eimskip received a notification from Alcoa Fjarðaál sf. informing that Alcoa intends to suspend the case against Eimskip next Tuesday 27 May before Reykjavík District Court. The summons claim was ISK 3,086,000,000, together with penal interests from 24 May 2024, against Eimskipafélag Ísland hf., Eimskip Ísland ehf., Samskip hf. og Samskip Holding B.V. in solidum, for Alcoa’s alleged loss, with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013.  The financial claim of Alcoa wa...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskip barst í dag tilkynning frá Alcoa Fjarðaáli sf. þar sem upplýst er að Alcoa áformi að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip næsta þriðjudag 27. maí, við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur. Í málinu var krafist skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, óskipt úr hendi Eimskipafélags Íslands hf., Eimskip Ísland ehf., Samskipa hf. og Samskipa Holding B.V. vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013.  Fjárkrafa Alcoa byggði alfarið á minnisblaði ráðgjafaf...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 HELSTU ATRIÐI Í AFKOMU FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGS  Árstíðabundin sveifla í rekstri félagsins einkennir afkomu fyrsta ársfjórðungs sem þó batnar á milli ára. Gott magn var í siglingarkerfinu á fjórðungnum sem óx um 6,6% en meðalflutningsverð voru óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir hækkun á verðum í Trans-Atlantic. Góð afkoma af alþjóðlegri flutningsmiðlun á fjórðungnum, þrátt fyrir minnkun á magni, sem byggðist á hagstæðri samsetningu verkefna.Í annarri flutningatengdri þjónustu lækkaði afkoman á milli ára, meðal annars vegna minni nýtingar í frystigeymslum...

 PRESS RELEASE

Eimskip: First quarter 2025 results

Eimskip: First quarter 2025 results HIGHLIGHTS OF Q1 2025 RESULTS  Seasonal fluctuations in the company's operations characterize the performance of the first quarter, which nevertheless improves year-on-year. Solid volume in the sailing system during the quarter, grew by 6.6%, while average freight rates remained unchanged from the previous year despite higher rates in Trans-Atlantic.The international freight forwarding performed well during the quarter, despite a decrease in volume, which was based on a favorable mix of projects.In other logistics services, activity decreased year-on-y...

 PRESS RELEASE

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025

Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 Eimskip birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025  Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudaginn 13. maí  2025.  Kynningarfundur 14. maí 2025 Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri og Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins Sundabakka 2, 2. hæð. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjárfestasíðu félagsins /investors. Þar verður ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch