A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip

Eimskip barst í dag tilkynning frá Alcoa Fjarðaáli sf. þar sem upplýst er að Alcoa áformi að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip næsta þriðjudag 27. maí, við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur.

Í málinu var krafist skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, óskipt úr hendi Eimskipafélags Íslands hf., Eimskip Ísland ehf., Samskipa hf. og Samskipa Holding B.V. vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013. 

Fjárkrafa Alcoa byggði alfarið á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihélt svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, yfirfór umrætt minnisblað fyrir Eimskip og vann skýrslu um efni þess.

Niðurstaða Hagrannsókna sf. var afgerandi um að vankantar í minnisblaði Analytica ehf. væru svo alvarlegir og ályktanir svo rangar að minnisblaðið væri í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í uppgjörskynningu Eimskips fyrir annan ársfjórðung 2024 en hana má einnig finna .

Það var og er mat félagsins að ekkert tilefni hafi verið til málsóknar stefnanda, enda eru skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. 

 

Nánari upplýsingar veitir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-7379 eða Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður Fjárfestatengsla í síma 844-4752 eða á .



EN
23/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Eimskip: Share buy-back program initiated

Eimskip: Share buy-back program initiated At the Annual General Meeting of Eimskip on 27 March 2025, the shareholders approved to authorize the Board of Directors to buy up to 10% of issued shares in the company. The authorization is valid for a term of 18 months from the Annual General Meeting. The Board of Directors of Eimskip decided today to initiate a new share buy-back program, in accordance with the approval, with the main purpose of reducing the company’s share capital and/or to fulfil the Company’s obligations in accordance with the stock option plan of the company. The number ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eimskip: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. þann 27. mars 2025 var samþykkt að veita stjórn endurnýjaða  heimild til að eignast á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.Stjórn Eimskips hefur í dag á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum að lækka útgefið hlutafé félagsins og/eða að uppfylla skuldbindingar á grundvelli félagsins. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei hærri en 750 mi...

 PRESS RELEASE

Eimskip signs agreement for two new container vessels

Eimskip signs agreement for two new container vessels The Board of Directors of Eimskipafélag Íslands hf. has approved newbuild contracts for two 2,280 TEU container vessels and a ten-year time-charter through ElbFeeder, a German affiliate of Eimskip. The vessels are intended to provide transportation services between Reykjavík, Iceland and Rotterdam, as well as Teesport in the UK, the Company’s current Blue Line. In recent years, customer demand for transportation of fresh cargo has grown significantly, driven by increased exports of fresh seafood and farmed salmon, as well as imports of ...

 PRESS RELEASE

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip

Eimskip gerir samninga um tvö ný gámaskip Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. hefur samþykkt samninga um smíði á tveimur 2.280 gámaeininga skipum og leigu þeirra til tíu ára í gegnum ElbFeeder, sem er þýskt hlutdeildarfélag Eimskips. Ætlunin er að skipin muni þjóna vöruflutningum á milli Reykjavíkur og Rotterdam sem og Teesport í Bretlandi, núverandi Bláa leið félagsins.  Á undanförnum árum hafa þarfir viðskiptavina í ferskvöruflutningum aukist verulega með vaxandi útflutningi á ferskum sjávarafurðum og eldislaxi sem og innflutningi á ferskum matvælum. Þá er frekari vöxtur fyrirsjáanlegur í...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Second quarter 2025 results

Eimskip: Second quarter 2025 results Highlights of Q2 2025 results Solid results in a quarter characterized by strong volume in container liner services, high activity in Logistics but material decline in global freight rates affected margin in the Forwarding segment. Strong volume in the sailing system during the quarter which grew by 7.9%, considerably more than in the previous quarters. However volume grew more than revenue due to lower average prices.Despite modest volume decrease in international freight forwarding the quarter was marked by high volatility in global freight rates at ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch